Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Þjóðkjörnir fulltrúar og allir þeir fimm hundruð sem heyrðu undir kjararáð fengu veglegri desemberuppbót en flestir. Fréttablaðið/Anton Brink Allir sem kjararáð ákvarðaði laun áður en það var aflagt fengu 181 þúsund krónur í desemberuppbót um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru það fimm hundruð manns. Algeng desemberuppbót á hinum almenna vinnumarkaði í ár er 89 þúsund krónur. Umræða skapaðist um helgina um desemberuppbót þingmanna eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, birti mynd af launaseðli sínum á Facebook og lét í kjölfarið hafa eftir sér í viðtali að hann teldi uppbótina of háa og óþarfa. Verkalýðsforingjar hafa síðan gagnrýnt „sjálftökuna“ harkalega. Það eru fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar sem fá hærri uppbót en almúginn. Það á við um allt opinbera embættismannakerfið og alla sem tóku laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs áður en það var lagt niður í júlí. Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fengu þeir sem tóku laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining var 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Sjá einnig: Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Hvergi í reglunum er talað um annað en að desemberuppbótin sé eitthvað annað en það, í það minnsta hvergi minnst á að hún sé samtala orlofs- og desemberuppbóta. Í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins segir þó að á móti hafi gamli kjararáðshópurinn ekki fengið orlofsuppbót í júní líkt og flestir aðrir. „En desember- og orlofsuppbót flestra stéttarfélaga ríkisins er samtals 137 þúsund krónur,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Þó tillit væri tekið til þeirrar útskýringar er jólauppbót kjararáðshópsins samt 45 þúsund krónum hærri en gengur og gerist. Að orlofsuppbót slepptri er jólabónusinn 92 þúsund krónum hærri en almennt gerist. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu gilda fyrri ákvarðanir kjararáðs þar til nýtt kerfi tekur við. Það sé fyrirhugað 1. janúar næstkomandi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Markmiðið er að koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Allir sem kjararáð ákvarðaði laun áður en það var aflagt fengu 181 þúsund krónur í desemberuppbót um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru það fimm hundruð manns. Algeng desemberuppbót á hinum almenna vinnumarkaði í ár er 89 þúsund krónur. Umræða skapaðist um helgina um desemberuppbót þingmanna eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, birti mynd af launaseðli sínum á Facebook og lét í kjölfarið hafa eftir sér í viðtali að hann teldi uppbótina of háa og óþarfa. Verkalýðsforingjar hafa síðan gagnrýnt „sjálftökuna“ harkalega. Það eru fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar sem fá hærri uppbót en almúginn. Það á við um allt opinbera embættismannakerfið og alla sem tóku laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs áður en það var lagt niður í júlí. Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fengu þeir sem tóku laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining var 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Sjá einnig: Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Hvergi í reglunum er talað um annað en að desemberuppbótin sé eitthvað annað en það, í það minnsta hvergi minnst á að hún sé samtala orlofs- og desemberuppbóta. Í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins segir þó að á móti hafi gamli kjararáðshópurinn ekki fengið orlofsuppbót í júní líkt og flestir aðrir. „En desember- og orlofsuppbót flestra stéttarfélaga ríkisins er samtals 137 þúsund krónur,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Þó tillit væri tekið til þeirrar útskýringar er jólauppbót kjararáðshópsins samt 45 þúsund krónum hærri en gengur og gerist. Að orlofsuppbót slepptri er jólabónusinn 92 þúsund krónum hærri en almennt gerist. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu gilda fyrri ákvarðanir kjararáðs þar til nýtt kerfi tekur við. Það sé fyrirhugað 1. janúar næstkomandi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Markmiðið er að koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem heyrðu undir kjararáð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent