Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2018 11:19 Fyrr á árinu var greint frá því að Toys R Us hugðist loka öllum verslunum sínum í Bandaríkjunum. Getty/Portland Press Herald Norræni leikfangarisinn Top-Toy, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us og BR, er í miklum fjárhagsvandræðum og hyggst loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Samfara lokunum verður 450 manns sagt upp. Þetta kom fram í dönskum fjölmiðlum á föstudaginn. Framkvæmdastjórinn Per Sigvardsson segir í samtali við DR að nauðsynlegt sé að bregðast við stöðinni með þessum hætti, en félagið birti ársreikning sinn í síðustu viku. Félagið rekur þrjár verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us á Íslandi – Í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að ekki séu „neinar áætlanir áætlanir um að loka verslunum á Íslandi“. DR segir frá því að tólf verslunum verði lokað í Danmörku og 180 manns sagt upp. Alls rekur félagið 77 verslanir undir merkjum BR í Danmörku og 21 Toys ‘R‘ Us verslun. 26 verslunum verður lokað í Svíþjóð og í Þýskalandi verður öllum verslunum félagsins lokað. Verslunum verður lokað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.Fyrr á árinu var greint frá því að Toys R Us hugðist loka öllum verslunum sínum í Bandaríkjunum. Neytendur Norðurlönd Svíþjóð Þýskaland Tengdar fréttir Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Norræni leikfangarisinn Top-Toy, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us og BR, er í miklum fjárhagsvandræðum og hyggst loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Samfara lokunum verður 450 manns sagt upp. Þetta kom fram í dönskum fjölmiðlum á föstudaginn. Framkvæmdastjórinn Per Sigvardsson segir í samtali við DR að nauðsynlegt sé að bregðast við stöðinni með þessum hætti, en félagið birti ársreikning sinn í síðustu viku. Félagið rekur þrjár verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us á Íslandi – Í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að ekki séu „neinar áætlanir áætlanir um að loka verslunum á Íslandi“. DR segir frá því að tólf verslunum verði lokað í Danmörku og 180 manns sagt upp. Alls rekur félagið 77 verslanir undir merkjum BR í Danmörku og 21 Toys ‘R‘ Us verslun. 26 verslunum verður lokað í Svíþjóð og í Þýskalandi verður öllum verslunum félagsins lokað. Verslunum verður lokað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.Fyrr á árinu var greint frá því að Toys R Us hugðist loka öllum verslunum sínum í Bandaríkjunum.
Neytendur Norðurlönd Svíþjóð Þýskaland Tengdar fréttir Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00