Mikil aukning á slysum vegna lyfjaaksturs Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Frá slysstað við Sæbraut og Borgartún. Vísir/vilhelm „Það er mjög erfitt að eiga við þessa miklu aukningu í fíkniefnaakstri. Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Samkvæmt tölum frá stofnuninni hafa á fyrstu átta mánuðum ársins 67 manns látist eða slasast vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 35 látist eða slasast en þeir voru 52 allt síðasta ár. Sé horft til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega vegna fíkniefnaaksturs voru það 10 einstaklingar fyrstu átta mánuði ársins og hafa þeir aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust, hvorki á fyrstu átta mánuðum árs né yfir heilt ár. Á síðasta ári voru þetta níu einstaklingar og átta árið áður. Þórhildur Elín„Þetta er rosalega brött aukning. Þetta er eitt af stærstu áhyggjuefnum okkar og augljóslega mjög knýjandi verkefni fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Velferðarþjónustan okkar, skólar og fræðsluyfirvöld þurfa að koma að því að taka á þessum vanda,“ segir Þórhildur Elín. Þegar kemur að ölvunarakstri er staðan svipuð og síðastliðin tvö ár. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 47 vegna ölvunaraksturs en þeir sem létust eða slösuðust alvarlega voru sjö. „Við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af ölvunarakstri og erum í sérstöku átaki núna. Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra umferðarlaga sem gerir ráð fyrir enn strangari refsimörkum. Það styður hvað við annað. Við viljum auðvitað sjá enn meiri árangur og ef frumvarpið verður óbreytt að lögum getur fólk alveg hætt að reikna það út hvort það geti fengið sér einn drykk áður en það keyrir.“ Þórhildur Elín bendir á að því miður hafi orðið mikil aukning í slysum vegna framanákeyrslna. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 46 í slíkum slysum en á sama tíma í fyrra voru þeir 37. Aukningin er líka mikil ef litið er til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega en þeir voru 20 fyrstu átta mánuði ársins en átta á sama tíma í fyrra. „Þarna er oft um að ræða ökumenn sem eru að taka fram úr. Taka séns sem þeir ættu ekki að taka. Svo hefur umferðin aukist mjög mikið þannig það eru fleiri bílar á vegunum. Það er of stutt bil á milli bíla þannig að ef einhver lendir í vandræðum með framúrakstur kemst hann kannski ekki til baka. Fólk ofmetur getu sína og vanmetur aðstæður. Það er segin saga að þá verður slysahættan umtalsvert meiri.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
„Það er mjög erfitt að eiga við þessa miklu aukningu í fíkniefnaakstri. Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Samkvæmt tölum frá stofnuninni hafa á fyrstu átta mánuðum ársins 67 manns látist eða slasast vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 35 látist eða slasast en þeir voru 52 allt síðasta ár. Sé horft til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega vegna fíkniefnaaksturs voru það 10 einstaklingar fyrstu átta mánuði ársins og hafa þeir aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust, hvorki á fyrstu átta mánuðum árs né yfir heilt ár. Á síðasta ári voru þetta níu einstaklingar og átta árið áður. Þórhildur Elín„Þetta er rosalega brött aukning. Þetta er eitt af stærstu áhyggjuefnum okkar og augljóslega mjög knýjandi verkefni fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Velferðarþjónustan okkar, skólar og fræðsluyfirvöld þurfa að koma að því að taka á þessum vanda,“ segir Þórhildur Elín. Þegar kemur að ölvunarakstri er staðan svipuð og síðastliðin tvö ár. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 47 vegna ölvunaraksturs en þeir sem létust eða slösuðust alvarlega voru sjö. „Við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af ölvunarakstri og erum í sérstöku átaki núna. Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra umferðarlaga sem gerir ráð fyrir enn strangari refsimörkum. Það styður hvað við annað. Við viljum auðvitað sjá enn meiri árangur og ef frumvarpið verður óbreytt að lögum getur fólk alveg hætt að reikna það út hvort það geti fengið sér einn drykk áður en það keyrir.“ Þórhildur Elín bendir á að því miður hafi orðið mikil aukning í slysum vegna framanákeyrslna. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 46 í slíkum slysum en á sama tíma í fyrra voru þeir 37. Aukningin er líka mikil ef litið er til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega en þeir voru 20 fyrstu átta mánuði ársins en átta á sama tíma í fyrra. „Þarna er oft um að ræða ökumenn sem eru að taka fram úr. Taka séns sem þeir ættu ekki að taka. Svo hefur umferðin aukist mjög mikið þannig það eru fleiri bílar á vegunum. Það er of stutt bil á milli bíla þannig að ef einhver lendir í vandræðum með framúrakstur kemst hann kannski ekki til baka. Fólk ofmetur getu sína og vanmetur aðstæður. Það er segin saga að þá verður slysahættan umtalsvert meiri.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira