Brennið þið vitar! Sveinur Ísheim Tummasson skrifar 3. desember 2018 07:30 Í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan einveldið féll og lýðræðið sigraði hér á landi sendir undirritaður Færeyingur íslensku þjóðinni bestu kveðjur með eftirfarandi hugleiðingum um sögulegar staðreyndir. Elstu núlifandi Íslendingar og Færeyingar fæddust sem borgarar í sama ríki. Hér er ekki átt við danska ríkið, né norska ríkið frá 1814, heldur hið forna norska ríki Sverris konungs. Noregur og Danmörk gengu í konungssamband 1380 og seinna í tvíríkjasamband (union) í Björgvin 1450. Allt er skráð. Konungssetrið var staðsett í Danmörku, og vald konungs jókst síðan um aldir, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að Noregur og Danmörk voru tvö ríki. Eftir ósigur danska-norska ríkisins í bandalagi með Napoleon Bonaparte varð tvíríkjakonungur að gefa frá sér Meginlands-Noreg (Continental Norway) sem stríðsskaðabætur úr norska ríkinu undir Svíakonung 1814. Frá þeim tíma, hafa verið til tvö norsk ríki sem er sambærilegt og skipting Þýskalands í tvö ríki eftir seinni heimsstyrjöldina. Í „Austur-Grænlandsmálinu,“ sem endaði með gerðardómsúrskurði í Haag 1933 (http://www.worldcourts.com/pcij/eng/decisions/1933.04.05_greenland.htm), dæmdu fremstu sérfræðingar í alþjóðalögum, að Grænland væri ekki undir nýja norska ríkinu frá 1814, né danska ríkinu, heldur undir hinum forna Noregskonungi, sem samkvæmt áðurgreindum alþjóðasamningum var (og er) einnig konungur danska ríkisins. Þar með er Margrét drottning fyrri Margrét af Danmörku, önnur af Grænlandi og Færeyjum (sambærilegt við: Queen Elisabeth II of England, I of Scotland). Úrskurðurinn í Haag 1933 staðfestir, að Ísland var enn hluti af forna norska ríkinu allt til 1918 (ásamt Grænlandi og Færeyjum). Þá gengu Íslendingar úr hinu forna norska ríki og stofnaðu nýtt ríki: Konungsríkið Ísland í þríríkjasambandi (tripple monarchy) við danska ríkið og hið forna norska ríki okkar. Íslendingar fengu þá stjórnarskrá, sem var þýðing á hinni dönsku stjórnarskrá, sem er upphaflega frá árinu 1849, en konungur var nú kominn undir íslenska stjórnarskrá (constitutional monarchy). Í fullveldissamningnum við Danmörku-Noreg hið forna frá 1918 lá réttur Íslendinga til að leysa sig undan konungsvaldi og var það þess vegna afgreiðslumál þegar Íslendingar afnámu konung 1944 og stofnuðu annað lýðveldi Norðurlanda. Finnland og Ísland eru því einu ríkin á Norðurlöndum, sem eru með nútíma stjórnarskipan, lýðveldi. Frá 1918-2018 eru Grænlendingar og Færeyingar einu þjóðirnar, sem eftir eru í hinu forna norska ríki, og þurfa enn að lúta undir sama stjórnarfar og Íslendingar fyrir 1918, konunglegri einvaldsheimastjórn (royal absolutist homerule systems), þó hafði heimastjórn Íslands sterkari stöðu gagnvart konunglegu samstjórninni í Kaupmannahöfn. Sagan um Norðmenn, sem flúðu undan norsku konungsvaldi vestur í haf fyrir um það bil 1200 árum, er stórkostleg en þversagnarkennd saga um frelsisþrá og þingræði. Þrándur í Götu var mikill þingræðissinni og barðist gegn konungs- og kirkjuvaldi í Færeyjum en hann lést árið 1035. Færeyingar gáfu sig undir norskt konungsvald á undan Grænlendingum og Íslendingum. Fót setur enginn fyrir annan, nema fallkominn sé sjálfur, 1177-1319 ríkti færeyska konungsættin yfir Noregsríki. Var það Hákon gamli, afasonur Sverris konungs og ömmusonur Ástríðar dóttur Hróa biskups, bæði frá Kirkjubö í Færeyjum, sem gerði sáttmála við þing Grænlendinga og Íslendinga 1261 og 1262 um að ganga inn í norska konungsríkið. Má geta þess að lýðræðislega kjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er afkomandi Sverris konungs, sendi ég honum og íslensku þjóðinni mínar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Látið lýðræðisljósið lýsa upp til nágrannaþjóða Íslands!Höfundur er rithöfundur og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan einveldið féll og lýðræðið sigraði hér á landi sendir undirritaður Færeyingur íslensku þjóðinni bestu kveðjur með eftirfarandi hugleiðingum um sögulegar staðreyndir. Elstu núlifandi Íslendingar og Færeyingar fæddust sem borgarar í sama ríki. Hér er ekki átt við danska ríkið, né norska ríkið frá 1814, heldur hið forna norska ríki Sverris konungs. Noregur og Danmörk gengu í konungssamband 1380 og seinna í tvíríkjasamband (union) í Björgvin 1450. Allt er skráð. Konungssetrið var staðsett í Danmörku, og vald konungs jókst síðan um aldir, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að Noregur og Danmörk voru tvö ríki. Eftir ósigur danska-norska ríkisins í bandalagi með Napoleon Bonaparte varð tvíríkjakonungur að gefa frá sér Meginlands-Noreg (Continental Norway) sem stríðsskaðabætur úr norska ríkinu undir Svíakonung 1814. Frá þeim tíma, hafa verið til tvö norsk ríki sem er sambærilegt og skipting Þýskalands í tvö ríki eftir seinni heimsstyrjöldina. Í „Austur-Grænlandsmálinu,“ sem endaði með gerðardómsúrskurði í Haag 1933 (http://www.worldcourts.com/pcij/eng/decisions/1933.04.05_greenland.htm), dæmdu fremstu sérfræðingar í alþjóðalögum, að Grænland væri ekki undir nýja norska ríkinu frá 1814, né danska ríkinu, heldur undir hinum forna Noregskonungi, sem samkvæmt áðurgreindum alþjóðasamningum var (og er) einnig konungur danska ríkisins. Þar með er Margrét drottning fyrri Margrét af Danmörku, önnur af Grænlandi og Færeyjum (sambærilegt við: Queen Elisabeth II of England, I of Scotland). Úrskurðurinn í Haag 1933 staðfestir, að Ísland var enn hluti af forna norska ríkinu allt til 1918 (ásamt Grænlandi og Færeyjum). Þá gengu Íslendingar úr hinu forna norska ríki og stofnaðu nýtt ríki: Konungsríkið Ísland í þríríkjasambandi (tripple monarchy) við danska ríkið og hið forna norska ríki okkar. Íslendingar fengu þá stjórnarskrá, sem var þýðing á hinni dönsku stjórnarskrá, sem er upphaflega frá árinu 1849, en konungur var nú kominn undir íslenska stjórnarskrá (constitutional monarchy). Í fullveldissamningnum við Danmörku-Noreg hið forna frá 1918 lá réttur Íslendinga til að leysa sig undan konungsvaldi og var það þess vegna afgreiðslumál þegar Íslendingar afnámu konung 1944 og stofnuðu annað lýðveldi Norðurlanda. Finnland og Ísland eru því einu ríkin á Norðurlöndum, sem eru með nútíma stjórnarskipan, lýðveldi. Frá 1918-2018 eru Grænlendingar og Færeyingar einu þjóðirnar, sem eftir eru í hinu forna norska ríki, og þurfa enn að lúta undir sama stjórnarfar og Íslendingar fyrir 1918, konunglegri einvaldsheimastjórn (royal absolutist homerule systems), þó hafði heimastjórn Íslands sterkari stöðu gagnvart konunglegu samstjórninni í Kaupmannahöfn. Sagan um Norðmenn, sem flúðu undan norsku konungsvaldi vestur í haf fyrir um það bil 1200 árum, er stórkostleg en þversagnarkennd saga um frelsisþrá og þingræði. Þrándur í Götu var mikill þingræðissinni og barðist gegn konungs- og kirkjuvaldi í Færeyjum en hann lést árið 1035. Færeyingar gáfu sig undir norskt konungsvald á undan Grænlendingum og Íslendingum. Fót setur enginn fyrir annan, nema fallkominn sé sjálfur, 1177-1319 ríkti færeyska konungsættin yfir Noregsríki. Var það Hákon gamli, afasonur Sverris konungs og ömmusonur Ástríðar dóttur Hróa biskups, bæði frá Kirkjubö í Færeyjum, sem gerði sáttmála við þing Grænlendinga og Íslendinga 1261 og 1262 um að ganga inn í norska konungsríkið. Má geta þess að lýðræðislega kjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er afkomandi Sverris konungs, sendi ég honum og íslensku þjóðinni mínar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Látið lýðræðisljósið lýsa upp til nágrannaþjóða Íslands!Höfundur er rithöfundur og stjórnmálafræðingur
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar