Umfangsmestu óeirðir í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2018 22:30 Veggjakrot þar sem Macron er líkt við Loðvík sextánda. Sá var konungur Frakklands og missti höfuðið í fallexi árið 1793. AP/Kamil Zihnioglu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. Óeirðirnar í gær voru þær mestu sem sést hafa í Frakklandi í áratug en þau áttu sér stað víða um landið. Minnst 133 eru slasaðir og þar af 23 lögregluþjónar og voru miklar skemmdir unnar í París. Í óeirðunum var kveikt í bílum, rúður brotnar og var farið um verslanir með ránshendi. Lögregluþjónar skutu táragasi og vatni að fólki. Lögreglan segir eld hafa verið borin að sex byggingum, mótmælendur hafi reist 130 vegatálma og kveikt hafi verið í 112 bílum. Minnst 412 voru handteknir.AP fréttaveitan hefur eftir Michel Delpuech, lögreglustjóra Parísar, að lögregluþjónar hafi lýst áður óséðri ofbeldishegðun. Íbúar hefðu beitt hömrum, garðyrkjutólum og grjóti gegn lögregluþjónum og öðrum.Í tilkynningu frá embætti forseta Frakklands í dag segir að til greina komi að lýsa yfir neyðarástandi. Yfirvöld Frakklands hafa kennt anarkistum og fjar-hægri hópum um ofbeldið.Mótmælin hafa staðið yfir af og á í um tvær vikur og hafa þrír dáið í atvikum sem tengjast þeim. Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, ætlar að funda með forsvarsmönnum mótmælanna, sem kennd eru við gulu vestin sem margir mótmælenda klæðast, en það gæti reynst erfitt þar sem um nokkurs konar grasrótarhreyfingu er að ræða sem er án formlegra leiðtoga, samkvæmt France24.Macron hefur neitað að láta undan og draga úr sköttum á eldsneyti og segir þá nauðsynlega til að draga úr útblæstri í Frakklandi. Þá hefur hann sömuleiðis staðið vörð um skattalækkanir sínar á fyrirtæki og efnað fólk og segir lækkanirnar hafa verið nauðsynlegar til að draga úr miklu atvinnuleysi. Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. Óeirðirnar í gær voru þær mestu sem sést hafa í Frakklandi í áratug en þau áttu sér stað víða um landið. Minnst 133 eru slasaðir og þar af 23 lögregluþjónar og voru miklar skemmdir unnar í París. Í óeirðunum var kveikt í bílum, rúður brotnar og var farið um verslanir með ránshendi. Lögregluþjónar skutu táragasi og vatni að fólki. Lögreglan segir eld hafa verið borin að sex byggingum, mótmælendur hafi reist 130 vegatálma og kveikt hafi verið í 112 bílum. Minnst 412 voru handteknir.AP fréttaveitan hefur eftir Michel Delpuech, lögreglustjóra Parísar, að lögregluþjónar hafi lýst áður óséðri ofbeldishegðun. Íbúar hefðu beitt hömrum, garðyrkjutólum og grjóti gegn lögregluþjónum og öðrum.Í tilkynningu frá embætti forseta Frakklands í dag segir að til greina komi að lýsa yfir neyðarástandi. Yfirvöld Frakklands hafa kennt anarkistum og fjar-hægri hópum um ofbeldið.Mótmælin hafa staðið yfir af og á í um tvær vikur og hafa þrír dáið í atvikum sem tengjast þeim. Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, ætlar að funda með forsvarsmönnum mótmælanna, sem kennd eru við gulu vestin sem margir mótmælenda klæðast, en það gæti reynst erfitt þar sem um nokkurs konar grasrótarhreyfingu er að ræða sem er án formlegra leiðtoga, samkvæmt France24.Macron hefur neitað að láta undan og draga úr sköttum á eldsneyti og segir þá nauðsynlega til að draga úr útblæstri í Frakklandi. Þá hefur hann sömuleiðis staðið vörð um skattalækkanir sínar á fyrirtæki og efnað fólk og segir lækkanirnar hafa verið nauðsynlegar til að draga úr miklu atvinnuleysi.
Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40