Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2018 06:30 Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum. AP/Marrakechalaan Þrír voru handteknir í Marokkó í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á morðum á tveimur norrænum háskólanemum, hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen. Ríkissjónvarpsstöðin 2M greindi frá seinni tveimur handtökunum. Áður hafði marokkóska innanríkisráðuneytið greint frá því að einn hefði verið handtekinn í Marrakech. Norska lögreglan var í gær á leið til Marokkó til þess að aðstoða kollega sína í ríkinu við rannsókn á málinu. Þær Ueland og Jespersen, 28 og 24 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þar lauk ferðalaginu en þær fundust látnar í hlíðum fjallsins á mánudaginn. Samkvæmt norskum miðlum voru þær einar á ferð og fundust með skurð á hálsi. Talið er nær fullvíst að um morð hafi verið að ræða. Samkvæmt umfjöllun Verdens Gang (VG) fer BCIJ, alríkislögreglan í Marokkó, með rannsókn málsins. Segir miðillinn að það bendi til þess að málið gæti tengst þjóðaröryggi, öfgasamtökum eða hryðjuverkum. Sjónarvottar hafa sagt lögreglu frá því að þeir hafi séð hina grunuðu yfirgefa vettvang glæpsins um klukkan þrjú þá nótt sem konurnar fundust. Heimildarmaður VG sagði að lögreglu grunaði fjóra menn, búsetta í nágrenni morðvettvangsins, um að hafa staðið að morðunum. Allir hinir grunuðu eru marokkóskir karlmenn. Sá sem var fyrst handtekinn er eins og áður segir frá Marrakech en hinir grunuðu eru frá hafnarborginni Safi. „Rannsóknin mun meðal annars leiða í ljós hvort skipulögð glæpasamtök hafi myrt þær og hvort morðið hafi verið skipulagt. Rannsakendur munu leitast við að útskýra ástæðu glæpsins og smáatriðin,“ var haft eftir heimildarmanninum. Hann vildi þó ekki segja hvort hinir handteknu hefðu áður komist í kast við lögin. Danska ríkisútvarpið, DR, greindi svo frá því að danska utanríkisráðuneytið varaði sérstaklega við því að ferðamenn væru einir á ferð í Marokkó. Afríka Birtist í Fréttablaðinu Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Þrír voru handteknir í Marokkó í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á morðum á tveimur norrænum háskólanemum, hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen. Ríkissjónvarpsstöðin 2M greindi frá seinni tveimur handtökunum. Áður hafði marokkóska innanríkisráðuneytið greint frá því að einn hefði verið handtekinn í Marrakech. Norska lögreglan var í gær á leið til Marokkó til þess að aðstoða kollega sína í ríkinu við rannsókn á málinu. Þær Ueland og Jespersen, 28 og 24 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þar lauk ferðalaginu en þær fundust látnar í hlíðum fjallsins á mánudaginn. Samkvæmt norskum miðlum voru þær einar á ferð og fundust með skurð á hálsi. Talið er nær fullvíst að um morð hafi verið að ræða. Samkvæmt umfjöllun Verdens Gang (VG) fer BCIJ, alríkislögreglan í Marokkó, með rannsókn málsins. Segir miðillinn að það bendi til þess að málið gæti tengst þjóðaröryggi, öfgasamtökum eða hryðjuverkum. Sjónarvottar hafa sagt lögreglu frá því að þeir hafi séð hina grunuðu yfirgefa vettvang glæpsins um klukkan þrjú þá nótt sem konurnar fundust. Heimildarmaður VG sagði að lögreglu grunaði fjóra menn, búsetta í nágrenni morðvettvangsins, um að hafa staðið að morðunum. Allir hinir grunuðu eru marokkóskir karlmenn. Sá sem var fyrst handtekinn er eins og áður segir frá Marrakech en hinir grunuðu eru frá hafnarborginni Safi. „Rannsóknin mun meðal annars leiða í ljós hvort skipulögð glæpasamtök hafi myrt þær og hvort morðið hafi verið skipulagt. Rannsakendur munu leitast við að útskýra ástæðu glæpsins og smáatriðin,“ var haft eftir heimildarmanninum. Hann vildi þó ekki segja hvort hinir handteknu hefðu áður komist í kast við lögin. Danska ríkisútvarpið, DR, greindi svo frá því að danska utanríkisráðuneytið varaði sérstaklega við því að ferðamenn væru einir á ferð í Marokkó.
Afríka Birtist í Fréttablaðinu Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira