Lesið og skrifað á 21. öldinni Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. desember 2018 07:00 „Í dag má segja að börn séu læs þegar kemur að tækni en ekki skrifandi,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsviðtali á dögunum. Í gær lagði borgarfulltrúinn svo fram tillögu þar sem hún lagði til að forritun yrði almennt kennd í grunnskólum. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti tillögu fulltrúa minnihlutans, aldrei þessu vant. Ánægjulegt var að sjá stjórnmálamennina stíga upp úr dægurþrasi í aðdraganda jóla og styðja góða hugmynd. Þau börn sem nú ganga í grunnskóla hafa haft aðgang að tölvu frá því þau fæddust. Samkvæmt nýlegum rannsóknum verða 65 prósent þeirra starfa sem unnin eru í dag ekki til innan fárra ára. Tækniþróun undanfarinna ára og áratuga hefur gjörbreytt heiminum. Þessi þróun mun halda áfram og að endingu gjörbreyta því umhverfi sem við þekkjum. Tölvur og gervigreind munu á næstu áratugum sjálfvirknivæða um helming þeirra starfa sem mannkynið vinnur í dag, líkt og þekkt er. Tæknimenntað fólk hefur mikið um það að segja hvernig atvinnulífið, og þar af leiðandi samfélagið sjálft, mun líta út í fyrirsjáanlegri framtíð. Í dag er lítið, en þó eitthvað, fjallað um forritun í aðalnámskrá grunnskólanna. Skólunum er í sjálfsvald sett hversu mikla forritun skal kenna. Þannig getur það oltið á áhuga og getu kennara hversu mikið forritun er tvinnuð inn í námsefnið. Sumir kennarar leggja mikið upp úr forritun, aðrir ekki. Slíkt bitnar á möguleikum barna þegar þau vaxa úr grasi. Mikilvægt er í þessu samhengi að sveitarstjórnir komi á samtali milli grunnskóla og atvinnulífs um hvernig framtíðin lítur út. Þessi tillaga er gott skref í þá átt, þar sem kennsla í forritun verður innleidd í sátt við starfsfólk grunnskólanna. Forritunarkennsla verði veigamikill þáttur í menntun barna. Til þess þarf að virkja og mennta kennara, foreldra og börnin sjálf. Það er ærið verkefni, en einfaldlega svar við kalli tímans. Flest börn í dag kunna að nota tölvur. Þau horfa á bíómyndir og þætti, skoða samfélagsmiðla, læra jafnvel tungumál og nota ýmis forrit fyrir ólík áhugamál sín. Eins og það er mikilvægt að kunna að nota tæknina er ekki síður mikilvægt að hafa grunnhugmynd um það hvernig hún virkar. Það er einfaldlega mikilvægur hluti af læsi 21. aldarinnar. Börnin okkar eiga að kunna að lesa, skrifa, reikna og forrita. Forritun er nauðsynlegur þáttur í að undirbúa börnin til þess að mæta kröfum sem þeirra bíða. Það er hlutverk sveitarstjórna, foreldra og kennara að fjárfesta í þessari framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
„Í dag má segja að börn séu læs þegar kemur að tækni en ekki skrifandi,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsviðtali á dögunum. Í gær lagði borgarfulltrúinn svo fram tillögu þar sem hún lagði til að forritun yrði almennt kennd í grunnskólum. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti tillögu fulltrúa minnihlutans, aldrei þessu vant. Ánægjulegt var að sjá stjórnmálamennina stíga upp úr dægurþrasi í aðdraganda jóla og styðja góða hugmynd. Þau börn sem nú ganga í grunnskóla hafa haft aðgang að tölvu frá því þau fæddust. Samkvæmt nýlegum rannsóknum verða 65 prósent þeirra starfa sem unnin eru í dag ekki til innan fárra ára. Tækniþróun undanfarinna ára og áratuga hefur gjörbreytt heiminum. Þessi þróun mun halda áfram og að endingu gjörbreyta því umhverfi sem við þekkjum. Tölvur og gervigreind munu á næstu áratugum sjálfvirknivæða um helming þeirra starfa sem mannkynið vinnur í dag, líkt og þekkt er. Tæknimenntað fólk hefur mikið um það að segja hvernig atvinnulífið, og þar af leiðandi samfélagið sjálft, mun líta út í fyrirsjáanlegri framtíð. Í dag er lítið, en þó eitthvað, fjallað um forritun í aðalnámskrá grunnskólanna. Skólunum er í sjálfsvald sett hversu mikla forritun skal kenna. Þannig getur það oltið á áhuga og getu kennara hversu mikið forritun er tvinnuð inn í námsefnið. Sumir kennarar leggja mikið upp úr forritun, aðrir ekki. Slíkt bitnar á möguleikum barna þegar þau vaxa úr grasi. Mikilvægt er í þessu samhengi að sveitarstjórnir komi á samtali milli grunnskóla og atvinnulífs um hvernig framtíðin lítur út. Þessi tillaga er gott skref í þá átt, þar sem kennsla í forritun verður innleidd í sátt við starfsfólk grunnskólanna. Forritunarkennsla verði veigamikill þáttur í menntun barna. Til þess þarf að virkja og mennta kennara, foreldra og börnin sjálf. Það er ærið verkefni, en einfaldlega svar við kalli tímans. Flest börn í dag kunna að nota tölvur. Þau horfa á bíómyndir og þætti, skoða samfélagsmiðla, læra jafnvel tungumál og nota ýmis forrit fyrir ólík áhugamál sín. Eins og það er mikilvægt að kunna að nota tæknina er ekki síður mikilvægt að hafa grunnhugmynd um það hvernig hún virkar. Það er einfaldlega mikilvægur hluti af læsi 21. aldarinnar. Börnin okkar eiga að kunna að lesa, skrifa, reikna og forrita. Forritun er nauðsynlegur þáttur í að undirbúa börnin til þess að mæta kröfum sem þeirra bíða. Það er hlutverk sveitarstjórna, foreldra og kennara að fjárfesta í þessari framtíð.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar