Breytingar á jólahefðum landsmanna Sigrún Drífa Jónsdóttir skrifar 19. desember 2018 08:00 Hefðir skipa það stóran sess í jólahaldi og undirbúningi jólanna að við eigum sérstakt orð yfir þær og tölum um jólahefðir. Þannig hafa flestir þættir jólahalds Íslendinga verið með nær óbreyttu sniði undanfarin ár og litlar sem engar breytingar sjást milli ára í mælingum Gallup á jólavenjum landsmanna. Þetta á almennt við um gjafir, samveru, skreytingar, jólatré, aðventukransa, smákökubakstur, jólahlaðborð, tónleika, skötuát, laufabrauðsgerð, jólaböll, piparkökumálun, föndur og konfektgerð svo eitthvað sé nefnt. Það er því áhugavert að skoða hvað það er sem hefur þó breyst á undanförnum árum.Jólagjafir Flestir eru sammála um að jólin eigi ekki að snúast um gjafir en þær eru áberandi í jólahaldi okkar enda gefa 98% landsmanna jólagjafir. Þó hlutfall þeirra sem gefa jólagjafir hafi haldist óbreytt síðustu ár hafa orðið breytingar á jólagjafakaupum landsmanna þar sem það hefur bæði færst í vöxt að fólk kaupi gjafirnar erlendis og að þær séu keyptar á netinu. Tveir af hverjum þremur keyptu megnið af jólagjöfunum innanlands síðustu jól. Þó það sé drjúgur meirihluti hefur hlutfallið lækkað mikið því átta árum áður keyptu níu af hverjum tíu megnið af gjöfunum innanlands. Netverslun Íslendinga hefur aukist hratt síðustu ár og eru jólagjafakaup þar ekki undanskilin. Fyrir ellefu árum keypti um einn af hverjum tíu landsmönnum einhverjar jólagjafir á netinu en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið upp í 43%. Í fyrra keyptu aðeins fleiri jólagjafir á netinu af erlendum fyrirtækjum en innlendum en það verður áhugavert að fylgjast með þróun vefverslunar íslenskra fyrirtækja á næstu árum þar sem hún er í örum vexti.Jólakort og rafrænar jólakveðjur Annað sem hefur tekið miklum breytingum eru jólakveðjur landsmanna. Fyrir átta árum sendu nær þrír af hverjum fjórum jólakort í bréfpósti en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið niður í um helming. Hlutfall þeirra sem sendu rafrænt jólakort eða rafræna jólakveðju fyrir átta árum var um fjórir af hverjum tíu. Það fór hækkandi næstu ár og jólin 2015 og 2016 sendi rösklega helmingur landsmanna rafræna jólakveðju. Fyrir jólin í fyrra mældist hlutfallið hins vegar aftur talsvert lægra og verður forvitnilegt að sjá hvort sú þróun sést áfram nú um jólin.Jólamaturinn Langalgengast er að það sé hamborgarhryggur á borðum landsmanna á aðfangadagskvöld en þeim fer þó fjölgandi sem velja annan jólamat. Þeim fer einnig fækkandi sem borða rjúpu eða svínasteik á aðfangadag, ef frá er talið það tímabil þegar bann ríkti við rjúpnaveiðum, en vinsældir hangikjöts og lambasteikur hafa haldist stöðugar. Þeim hefur fjölgað sem borða kalkún og einnig þeim sem borða annan mat en talinn hefur verið upp, eins og t.d. nauta- eða hnetusteik.Aðventuljós Aðventuljós, eða stjakar með sjö ljósum, eru áberandi í gluggum íslenskra heimila um jólin enda setur nær helmingur landsmanna slík ljós út í glugga. Með auknu úrvali jólaljósa er þessi hefð þó á undanhaldi, en hlutfall þeirra sem skreyta með þessum hætti hefur lækkað um 14 prósentustig á síðustu sjö árum.Kirkjur og kirkjugarðar Síðustu ár hefur um þriðjungur landsmanna farið í kirkju fyrir eða um jólin en í fyrra mældist það hlutfall nokkuð lægra þegar aðeins rúmlega fimmtungur landsmanna fór í kirkju. Eins fór aðeins ríflega helmingur landsmanna í kirkjugarð að vitja leiðis á móti tveimur af hverjum þremur árið áður. Aftur eru þetta breytingar sem mældust fyrst síðustu jól og verður því áhugavert að sjá hvort þær sjást áfram þessi jól. Þó að jólin séu tími skemmtilegra hefða og samveru við fjölskyldu og vini eru aðstæður landsmanna ólíkar og það er umhugsunarvert að nær fimmtungur landsmanna ber kvíða í brjósti fyrir jólunum, að minnsta kosti í bland við tilhlökkun, og hefur það hlutfall verið svipað um árabil. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður en fólk er líklegra til að kvíða jólunum eftir því sem fjölskyldutekjur þess eru lægri og einnig eftir því sem það er eldra. Það er einlæg ósk okkar hjá Gallup að sem flestir geti fundið gleði og frið jólanna, hver með sínum hætti, og átt ánægjulega jólahátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hefðir skipa það stóran sess í jólahaldi og undirbúningi jólanna að við eigum sérstakt orð yfir þær og tölum um jólahefðir. Þannig hafa flestir þættir jólahalds Íslendinga verið með nær óbreyttu sniði undanfarin ár og litlar sem engar breytingar sjást milli ára í mælingum Gallup á jólavenjum landsmanna. Þetta á almennt við um gjafir, samveru, skreytingar, jólatré, aðventukransa, smákökubakstur, jólahlaðborð, tónleika, skötuát, laufabrauðsgerð, jólaböll, piparkökumálun, föndur og konfektgerð svo eitthvað sé nefnt. Það er því áhugavert að skoða hvað það er sem hefur þó breyst á undanförnum árum.Jólagjafir Flestir eru sammála um að jólin eigi ekki að snúast um gjafir en þær eru áberandi í jólahaldi okkar enda gefa 98% landsmanna jólagjafir. Þó hlutfall þeirra sem gefa jólagjafir hafi haldist óbreytt síðustu ár hafa orðið breytingar á jólagjafakaupum landsmanna þar sem það hefur bæði færst í vöxt að fólk kaupi gjafirnar erlendis og að þær séu keyptar á netinu. Tveir af hverjum þremur keyptu megnið af jólagjöfunum innanlands síðustu jól. Þó það sé drjúgur meirihluti hefur hlutfallið lækkað mikið því átta árum áður keyptu níu af hverjum tíu megnið af gjöfunum innanlands. Netverslun Íslendinga hefur aukist hratt síðustu ár og eru jólagjafakaup þar ekki undanskilin. Fyrir ellefu árum keypti um einn af hverjum tíu landsmönnum einhverjar jólagjafir á netinu en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið upp í 43%. Í fyrra keyptu aðeins fleiri jólagjafir á netinu af erlendum fyrirtækjum en innlendum en það verður áhugavert að fylgjast með þróun vefverslunar íslenskra fyrirtækja á næstu árum þar sem hún er í örum vexti.Jólakort og rafrænar jólakveðjur Annað sem hefur tekið miklum breytingum eru jólakveðjur landsmanna. Fyrir átta árum sendu nær þrír af hverjum fjórum jólakort í bréfpósti en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið niður í um helming. Hlutfall þeirra sem sendu rafrænt jólakort eða rafræna jólakveðju fyrir átta árum var um fjórir af hverjum tíu. Það fór hækkandi næstu ár og jólin 2015 og 2016 sendi rösklega helmingur landsmanna rafræna jólakveðju. Fyrir jólin í fyrra mældist hlutfallið hins vegar aftur talsvert lægra og verður forvitnilegt að sjá hvort sú þróun sést áfram nú um jólin.Jólamaturinn Langalgengast er að það sé hamborgarhryggur á borðum landsmanna á aðfangadagskvöld en þeim fer þó fjölgandi sem velja annan jólamat. Þeim fer einnig fækkandi sem borða rjúpu eða svínasteik á aðfangadag, ef frá er talið það tímabil þegar bann ríkti við rjúpnaveiðum, en vinsældir hangikjöts og lambasteikur hafa haldist stöðugar. Þeim hefur fjölgað sem borða kalkún og einnig þeim sem borða annan mat en talinn hefur verið upp, eins og t.d. nauta- eða hnetusteik.Aðventuljós Aðventuljós, eða stjakar með sjö ljósum, eru áberandi í gluggum íslenskra heimila um jólin enda setur nær helmingur landsmanna slík ljós út í glugga. Með auknu úrvali jólaljósa er þessi hefð þó á undanhaldi, en hlutfall þeirra sem skreyta með þessum hætti hefur lækkað um 14 prósentustig á síðustu sjö árum.Kirkjur og kirkjugarðar Síðustu ár hefur um þriðjungur landsmanna farið í kirkju fyrir eða um jólin en í fyrra mældist það hlutfall nokkuð lægra þegar aðeins rúmlega fimmtungur landsmanna fór í kirkju. Eins fór aðeins ríflega helmingur landsmanna í kirkjugarð að vitja leiðis á móti tveimur af hverjum þremur árið áður. Aftur eru þetta breytingar sem mældust fyrst síðustu jól og verður því áhugavert að sjá hvort þær sjást áfram þessi jól. Þó að jólin séu tími skemmtilegra hefða og samveru við fjölskyldu og vini eru aðstæður landsmanna ólíkar og það er umhugsunarvert að nær fimmtungur landsmanna ber kvíða í brjósti fyrir jólunum, að minnsta kosti í bland við tilhlökkun, og hefur það hlutfall verið svipað um árabil. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður en fólk er líklegra til að kvíða jólunum eftir því sem fjölskyldutekjur þess eru lægri og einnig eftir því sem það er eldra. Það er einlæg ósk okkar hjá Gallup að sem flestir geti fundið gleði og frið jólanna, hver með sínum hætti, og átt ánægjulega jólahátíð.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun