

Skráning og gagnsæi við sölu bankanna eykur traust og eflir markaðinn
Raunhæft er að sala á hlutum í bönkunum fari fram í áföngum á nokkrum árum með hliðsjón af umfangi sölunnar. Eignarhlutur ríkisins gæti þó minnkað fljótt en Bankasýsla ríkisins álítur að til að vekja athygli allra helstu fjárfesta þurfi frumútboð að vera um tvöfalt stærra en nýlegt útboð Arion banka, eða 70-105 milljarðar króna. Auk þess að huga að markaðsaðstæðum hverju sinni, þarf ríkið að gera þrennt til að draga úr óvissu og hámarka söluverðmæti hluta sinna. Í fyrsta lagi þarf að huga að aðgerðum til að gera samkeppnisstöðu íslensku bankanna áþekka þeirri sem bankar í nágrannalöndunum búa við. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir skýr áætlun um söluferlið og í þriðja lagi greinargóð lýsing á stefnu ríkisins sem eiganda.
Í ljósi reynslunnar er eðlilegt að fólk spyrji hvort sagan frá því fyrir fjármálahrunið geti endurtekið sig. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki og eftirliti á fjármálamarkaði frá því á árunum fyrir hrun. Meðal þeirra eru auknar kröfur um eiginfjárhlutföll bankanna, bann gegn því að bankarnir láni gegn veði í eigin bréfum, takmarkanir á lánum til venslaðra aðila, þak á kaupaukagreiðslur, stífari reglur um gjaldeyrisjöfnuð bankanna, hertar reglur um lausafjárhlutföll, stóraukið eftirlit með fjármálafyrirtækjum og aukin áhersla á þjóðhagsvarúð ásamt mörgum öðrum breytingum sem sameiginlega styrkja umgjörð um fjármálakerfið og miða að því að girða fyrir þá hegðun sem orsakaði fall bankanna.
Sala bankanna er einstakt tækifæri til að auka gagnsæi í fjármálakerfinu og gera íslenskan hlutabréfamarkað að enn betri aflvaka framfara og hagsældar. Sala bankanna gæti einnig aukið þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, en í nágrannaríkjunum hefur þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja og er því um mikilvæga hagsmuni fyrir íslenskt efnahagslíf að ræða. Hóflegar skattalegar ívilnanir til almennings vegna hlutabréfakaupa gætu riðið baggamuninn en á hinum Norðurlöndunum hafa nú þegar verið innleiddar eða stendur til að innleiða slíkar ívilnanir.
Skoðun

Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan
Jun Þór Morikawa skrifar

Framtíð óperunnar á Íslandi
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Köngulóarvefur kerfisins
Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar

Samorka – Sterk samtök í 30 ár
Finnur Beck skrifar

Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna
Arnar Þór Ingólfsson skrifar

Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn!
Valur Brynjar Antonsson skrifar

Alþjóðadagur félagsráðgjafar
Steinunn Bergmann skrifar

Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir!
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Utanríkis- og varnarmál
Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja
Friðrik Ingi Friðriksson skrifar

Bréf til síungra sósíalista um land allt
Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar

Hamas; orsök eða afleiðing?
Hlédís Sveinsdóttir skrifar

Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla
Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar
Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar

Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar

A Strong International University
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau
Styrmir Hallsson skrifar

Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra
Gunnar Úlfarsson skrifar

Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar
Sólrún Kristjánsdóttir skrifar

Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?
Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar

Skrautfjöðurin jafnlaunavottun
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Fjármál og akademískt frelsi
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Silja Bára rektor Háskóla Íslands
Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Við kjósum Silju Báru í dag!
Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar

Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi?
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda
Matthildur Björnsdóttir skrifar