Ávöxtun lífeyrissjóða getur skilið á milli þess að lifa góðu lífi eða við fátæktarmörk við starfslok Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:00 Hallgrímur Óskarsson sérfræðingur í lífeyrissmálum segir gríðarlega mikilvægt að almenningur sé vel upplýstur um hver sé ávöxtun hjá lífeyrissjóðum. Gríðarlega mikill munur getur verið á greiðslum úr lífeyrissjóðum við starfslok eftir því hvernig ávöxtun þeirra hefur verið háttað að sögn sérfræðings í lífeyrismálum. Hann gagnrýnir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi ekki ennþá birt samanburð á ávöxtun skyldulífeyrissjóða svo sjóðsfélagar geti borið þá saman á einfaldan hátt. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og sérfræðingur í lífeyrissmálum og Gylfi Magnússon lektor við Háskóla Íslands hafa tekið saman ávöxtun lífeyrissjóða á árunum 2000 til 2017 þar sem kemur fram að mikill munur er á meðalávöxtun samtryggingasjóð, í sumum tilfellum allt að sexfaldur. Hallgrímur segir ávöxtunina vera veigamesta þáttinn þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. „Sá sem er með hærri ávöxtun getur leikandi haft tvöfalt hærri lífeyri lífeyri en sá sem hefur verið í lífeyrissjóði með lélega ávöxtun. Í raun getur þetta þýtt að annar hefur það ágætt eftir starfslok og hinn þarf að skera við nögl,“ segir Hallgrímur. Hann segir að almennt sé hver launþegi að greiða tugi þúsunda króna í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. „Það ekki óalgengt að hvert heimili greiði hundrað þúsund eða meira inn í þetta kerfi. Það eru því gríðarlega frjáhæðir að fara inn í það. lífeyrissjóðirnir þurfa því að hafa miklu meira gagnsæi um hvað verður um þennan pening og sýna samanburðatölur ávöxtunar,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í sumar að slíkur samanburður yrði tiltækur hjá samtökunum í lok árs. Það er hins vegar ekki ennþá hægt að nálgast hann á heimasíðu samtakanna. Hallgrímur segist af og hafa bent samtökunum á mikilvægi þess að sýna þennan samanburð. „Það er í raun ótrúlegt að lífeyrissjóðir hafi ekki sett þarfir sjóðsfélaga í forgang og birt þessar tölur, þeir verða að svara fyrir það. Þeir segja stundum að það megi ekki bera þá saman af því þeir hafi mismunandi fjárfestingarstefnu. Það er hins vegar misskilningur, við erum ekki að biðja um upplýsingar um hvar séu bestu sjóðstjórarnir heldur hvernig ávöxtunin sé þannig að fólk sé upplýst um hvernig lífeyrissparnaði sínum sé háttað,“ segir Hallgrímur að lokum. Lífeyrissjóðir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Gríðarlega mikill munur getur verið á greiðslum úr lífeyrissjóðum við starfslok eftir því hvernig ávöxtun þeirra hefur verið háttað að sögn sérfræðings í lífeyrismálum. Hann gagnrýnir að Landssamtök lífeyrissjóða hafi ekki ennþá birt samanburð á ávöxtun skyldulífeyrissjóða svo sjóðsfélagar geti borið þá saman á einfaldan hátt. Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og sérfræðingur í lífeyrissmálum og Gylfi Magnússon lektor við Háskóla Íslands hafa tekið saman ávöxtun lífeyrissjóða á árunum 2000 til 2017 þar sem kemur fram að mikill munur er á meðalávöxtun samtryggingasjóð, í sumum tilfellum allt að sexfaldur. Hallgrímur segir ávöxtunina vera veigamesta þáttinn þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. „Sá sem er með hærri ávöxtun getur leikandi haft tvöfalt hærri lífeyri lífeyri en sá sem hefur verið í lífeyrissjóði með lélega ávöxtun. Í raun getur þetta þýtt að annar hefur það ágætt eftir starfslok og hinn þarf að skera við nögl,“ segir Hallgrímur. Hann segir að almennt sé hver launþegi að greiða tugi þúsunda króna í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. „Það ekki óalgengt að hvert heimili greiði hundrað þúsund eða meira inn í þetta kerfi. Það eru því gríðarlega frjáhæðir að fara inn í það. lífeyrissjóðirnir þurfa því að hafa miklu meira gagnsæi um hvað verður um þennan pening og sýna samanburðatölur ávöxtunar,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í sumar að slíkur samanburður yrði tiltækur hjá samtökunum í lok árs. Það er hins vegar ekki ennþá hægt að nálgast hann á heimasíðu samtakanna. Hallgrímur segist af og hafa bent samtökunum á mikilvægi þess að sýna þennan samanburð. „Það er í raun ótrúlegt að lífeyrissjóðir hafi ekki sett þarfir sjóðsfélaga í forgang og birt þessar tölur, þeir verða að svara fyrir það. Þeir segja stundum að það megi ekki bera þá saman af því þeir hafi mismunandi fjárfestingarstefnu. Það er hins vegar misskilningur, við erum ekki að biðja um upplýsingar um hvar séu bestu sjóðstjórarnir heldur hvernig ávöxtunin sé þannig að fólk sé upplýst um hvernig lífeyrissparnaði sínum sé háttað,“ segir Hallgrímur að lokum.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira