Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2018 11:00 Göngin eru hönnuð til að rúma strandferjur Hurtigruten. Nú hefur félagið gefið út að skip þess muni ekki nota göngin. Grafík/Stad Skipstunnel Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir fjórum árum þegar Norðmenn tilkynntu að þeir áformuðu að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum, við Stað í Vestur-Noregi. Til að kanna hvernig yrði að sigla í gegn var smíðaður sérstakur siglingahermir til að gefa skipstjórum færi á að reyna sig við göngin. Skipagöngin eiga að verða 1,7 kílómetra löng, 37 metrar á hæð yfir sjávarmáli, en 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metrar á breidd.Mynd/Stad SkipstunnelÞau eiga að gefa skipsstjórnarmönnum færi á að sleppa við einhverja hættulegustu siglingaleið heims en þar er bæði veðravíti og óvenju svæsin röst. Þau eiga að verða 1700 metra löng og nægilega víð til að strandferðaskip Hurtigruten komist þar í gegn. En í sumar kom babb í bátinn, skýrsla sem sögð var slátra þessu 38 milljarða króna verkefni, en þar var fullyrt að göngin yrðu fjárhagslegur baggi á norska ríkinu, sem þyrfti að borga með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði 370 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall bættist svo við í haust þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stórum hluta, eða um 85%, þeirra skipa sem sigla venjulega við strendur Noregs er ætlað að geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Þegar fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar birtist svo í haust var búið að skrúfa fyrir frekari fjárveitingar. En þá kom Kristilegi þjóðarflokkurinn til bjargar. Hann hefur nú sett það sem eitt af skilyrðum fyrir stuðningi við hægristjórn Ernu Solberg að skipagöngin verði ekki slegin af. Niðurstaðan er að göngin fá 300 milljóna framlag á næsta ári til áframhaldandi undirbúnings en án loforðs um framkvæmdir. Jafnframt fylgir sú krafa að reynt verði að lækka kostnað við göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Norðurlönd Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það vakti heimsathygli fyrir fjórum árum þegar Norðmenn tilkynntu að þeir áformuðu að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum, við Stað í Vestur-Noregi. Til að kanna hvernig yrði að sigla í gegn var smíðaður sérstakur siglingahermir til að gefa skipstjórum færi á að reyna sig við göngin. Skipagöngin eiga að verða 1,7 kílómetra löng, 37 metrar á hæð yfir sjávarmáli, en 12 metrar undir sjávarmáli, og 36 metrar á breidd.Mynd/Stad SkipstunnelÞau eiga að gefa skipsstjórnarmönnum færi á að sleppa við einhverja hættulegustu siglingaleið heims en þar er bæði veðravíti og óvenju svæsin röst. Þau eiga að verða 1700 metra löng og nægilega víð til að strandferðaskip Hurtigruten komist þar í gegn. En í sumar kom babb í bátinn, skýrsla sem sögð var slátra þessu 38 milljarða króna verkefni, en þar var fullyrt að göngin yrðu fjárhagslegur baggi á norska ríkinu, sem þyrfti að borga með hverju skipi sem sigldi í gegn andvirði 370 þúsund íslenskra króna næstu 40 ár. Annað áfall bættist svo við í haust þegar ráðamenn Hurtigruten lýstu því yfir að ferjur þeirra myndu ekki nota göngin. Stórum hluta, eða um 85%, þeirra skipa sem sigla venjulega við strendur Noregs er ætlað að geta nýtt sér göngin.Grafík/Stad Skipstunnel.Þegar fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar birtist svo í haust var búið að skrúfa fyrir frekari fjárveitingar. En þá kom Kristilegi þjóðarflokkurinn til bjargar. Hann hefur nú sett það sem eitt af skilyrðum fyrir stuðningi við hægristjórn Ernu Solberg að skipagöngin verði ekki slegin af. Niðurstaðan er að göngin fá 300 milljóna framlag á næsta ári til áframhaldandi undirbúnings en án loforðs um framkvæmdir. Jafnframt fylgir sú krafa að reynt verði að lækka kostnað við göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Norðurlönd Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30
Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30