Erlent

Sádar fordæma á­lyktun öldunga­deildarinnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu.
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. AP/G20 Press Office
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa fordæmt ályktun öldungadeildar Bandaríkjaþings frá því í liðinni viku þar sem lagt er til að Bandaríkjamenn hætti stuðningi sínum við stríðið í Jemen, þar sem Sádar fara fremstir í flokki, í ljósi morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem flestir telja að fyrirskipað hafi verið af krónprinsi Sáda.

Utanríkisráðuneyti Sádí Arabíu sakar þingmennina um inngrip sem byggt sé á misskilningi og lygi, en krónprins Sáda segist ekkert hafa vitað um morðið á Khashoggi, sem þó var framið af útsendurum Sáda í sendiráði þeirra í Istanbúl.


Tengdar fréttir

"Ég veit hvernig á að skera“

Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í dag en tyrknesk yfirvöld hafa deilt hljóðupptökunni með yfirvöldum í Bandaríkjunum og Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×