Gulu vestin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. desember 2018 07:00 Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. Þar klæðast mótmælendur gulum vestum og ganga um höfuðborg sína og velta bílum og kveikja í þeim, brjóta rúður verslana og fyrirtækja og slást við lögreglumenn. Meðan á þessum átökum stendur geta friðsamir borgarar lítið annað gert en haldið sig innan dyra. Þeim er ekki óhætt að fara út. Með sanni má þetta kallast ömurlegt ástand sem enginn ætti að þurfa að búa við. Allir ættu að eiga auðvelt með að setja sig í spor fólks sem óttast um öryggi sitt og sinna vegna djöfulgangs óeirðaseggja. Gulu vestin eru orðin tákn um ofbeldisfull mótmæli sem enginn ætti að vera stoltur af. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson virðast hins vegar horfa til hinna frönsku mótmælenda með velþóknun og jafnvel vott af öfund. Báðir hafa stoltir tilkynnt að þeir hafi pantað sér gul vesti. Eins og við var að búast hafa vestin sömuleiðis gert lukku innan Sósíalistaflokksins þar sem þau hafa verið til sölu. Á þeim kontór er beðið með mikilli óþreyju eftir byltingunni. Hætt er við að sú bið verði æði löng, ef ekki bara endalaus. Íslenska þjóðin er engan veginn í byltingarhugleiðingum, þótt einstaka hópar láti sig dreyma um annað og dundi við það flestum stundum að fara með frasakennt söngl og ofurþreytandi stagl úr handbókum kommúnismans. Þjóðin fylgir þessum hópum ekki að málum. Hún kærir sig alls ekki um mótmæli í anda þeirra sem stunduð eru í París og setur ekki á stall ofbeldisfulla mótmælendur sem skemma og skaða. Slíkir mótmælendur verða aldrei fulltrúar venjulegs fólks, þótt þeir hafi sjálfir stór orð um að þeir séu það einmitt. Um leið og þeir segjast starfa í þágu góðs málstaðar og í baráttu fyrir fólkið eru þeir eru að skaða náungann með því að eyðileggja eigur hann. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli. Gulu vestin eru ekki tákn um baráttuhug og vilja til að breyta hlutum til hins betra. Þau eru tákn um ofbeldisaðgerðir sem allt siðað fólk hlýtur að hafa skömm á. Í ljósi þess getur það ekki talist lofsvert framtak að panta sér gult vesti og furðulegt að stæra sig af því. Merkilegt er að fólk sem er í forsvari verkalýðshreyfingar hér á landi og segist vilja breyta hlutum til batnaðar skuli líta til þessa ofbeldisfullu mótmælenda í París með lotningu og sjá í þeim sannar fyrirmyndir. Hugsun þessa fólks virðist vera: „En sniðugt, svona þurfum við einmitt að gera á Íslandi!“ Verkalýðsforingjarnir verða að átta sig á og viðurkenna að það er engan veginn í þágu almennings á Íslandi að hér skapist upplausn og sundrung, hvað þá að gripið verði til ofbeldisfullra mótmæla. Hinir herskáu verkalýðsforingjar hér á landi myndu gera vel í því að taka sinnuskiptum. Heppilegt væri að byrja á því að sýna auðmýkt með því að pakka niður gulu vestunum sínum og viðurkenna að hafa hlaupið illilega á sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. Þar klæðast mótmælendur gulum vestum og ganga um höfuðborg sína og velta bílum og kveikja í þeim, brjóta rúður verslana og fyrirtækja og slást við lögreglumenn. Meðan á þessum átökum stendur geta friðsamir borgarar lítið annað gert en haldið sig innan dyra. Þeim er ekki óhætt að fara út. Með sanni má þetta kallast ömurlegt ástand sem enginn ætti að þurfa að búa við. Allir ættu að eiga auðvelt með að setja sig í spor fólks sem óttast um öryggi sitt og sinna vegna djöfulgangs óeirðaseggja. Gulu vestin eru orðin tákn um ofbeldisfull mótmæli sem enginn ætti að vera stoltur af. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson virðast hins vegar horfa til hinna frönsku mótmælenda með velþóknun og jafnvel vott af öfund. Báðir hafa stoltir tilkynnt að þeir hafi pantað sér gul vesti. Eins og við var að búast hafa vestin sömuleiðis gert lukku innan Sósíalistaflokksins þar sem þau hafa verið til sölu. Á þeim kontór er beðið með mikilli óþreyju eftir byltingunni. Hætt er við að sú bið verði æði löng, ef ekki bara endalaus. Íslenska þjóðin er engan veginn í byltingarhugleiðingum, þótt einstaka hópar láti sig dreyma um annað og dundi við það flestum stundum að fara með frasakennt söngl og ofurþreytandi stagl úr handbókum kommúnismans. Þjóðin fylgir þessum hópum ekki að málum. Hún kærir sig alls ekki um mótmæli í anda þeirra sem stunduð eru í París og setur ekki á stall ofbeldisfulla mótmælendur sem skemma og skaða. Slíkir mótmælendur verða aldrei fulltrúar venjulegs fólks, þótt þeir hafi sjálfir stór orð um að þeir séu það einmitt. Um leið og þeir segjast starfa í þágu góðs málstaðar og í baráttu fyrir fólkið eru þeir eru að skaða náungann með því að eyðileggja eigur hann. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli. Gulu vestin eru ekki tákn um baráttuhug og vilja til að breyta hlutum til hins betra. Þau eru tákn um ofbeldisaðgerðir sem allt siðað fólk hlýtur að hafa skömm á. Í ljósi þess getur það ekki talist lofsvert framtak að panta sér gult vesti og furðulegt að stæra sig af því. Merkilegt er að fólk sem er í forsvari verkalýðshreyfingar hér á landi og segist vilja breyta hlutum til batnaðar skuli líta til þessa ofbeldisfullu mótmælenda í París með lotningu og sjá í þeim sannar fyrirmyndir. Hugsun þessa fólks virðist vera: „En sniðugt, svona þurfum við einmitt að gera á Íslandi!“ Verkalýðsforingjarnir verða að átta sig á og viðurkenna að það er engan veginn í þágu almennings á Íslandi að hér skapist upplausn og sundrung, hvað þá að gripið verði til ofbeldisfullra mótmæla. Hinir herskáu verkalýðsforingjar hér á landi myndu gera vel í því að taka sinnuskiptum. Heppilegt væri að byrja á því að sýna auðmýkt með því að pakka niður gulu vestunum sínum og viðurkenna að hafa hlaupið illilega á sig.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun