Gulu vestin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. desember 2018 07:00 Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. Þar klæðast mótmælendur gulum vestum og ganga um höfuðborg sína og velta bílum og kveikja í þeim, brjóta rúður verslana og fyrirtækja og slást við lögreglumenn. Meðan á þessum átökum stendur geta friðsamir borgarar lítið annað gert en haldið sig innan dyra. Þeim er ekki óhætt að fara út. Með sanni má þetta kallast ömurlegt ástand sem enginn ætti að þurfa að búa við. Allir ættu að eiga auðvelt með að setja sig í spor fólks sem óttast um öryggi sitt og sinna vegna djöfulgangs óeirðaseggja. Gulu vestin eru orðin tákn um ofbeldisfull mótmæli sem enginn ætti að vera stoltur af. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson virðast hins vegar horfa til hinna frönsku mótmælenda með velþóknun og jafnvel vott af öfund. Báðir hafa stoltir tilkynnt að þeir hafi pantað sér gul vesti. Eins og við var að búast hafa vestin sömuleiðis gert lukku innan Sósíalistaflokksins þar sem þau hafa verið til sölu. Á þeim kontór er beðið með mikilli óþreyju eftir byltingunni. Hætt er við að sú bið verði æði löng, ef ekki bara endalaus. Íslenska þjóðin er engan veginn í byltingarhugleiðingum, þótt einstaka hópar láti sig dreyma um annað og dundi við það flestum stundum að fara með frasakennt söngl og ofurþreytandi stagl úr handbókum kommúnismans. Þjóðin fylgir þessum hópum ekki að málum. Hún kærir sig alls ekki um mótmæli í anda þeirra sem stunduð eru í París og setur ekki á stall ofbeldisfulla mótmælendur sem skemma og skaða. Slíkir mótmælendur verða aldrei fulltrúar venjulegs fólks, þótt þeir hafi sjálfir stór orð um að þeir séu það einmitt. Um leið og þeir segjast starfa í þágu góðs málstaðar og í baráttu fyrir fólkið eru þeir eru að skaða náungann með því að eyðileggja eigur hann. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli. Gulu vestin eru ekki tákn um baráttuhug og vilja til að breyta hlutum til hins betra. Þau eru tákn um ofbeldisaðgerðir sem allt siðað fólk hlýtur að hafa skömm á. Í ljósi þess getur það ekki talist lofsvert framtak að panta sér gult vesti og furðulegt að stæra sig af því. Merkilegt er að fólk sem er í forsvari verkalýðshreyfingar hér á landi og segist vilja breyta hlutum til batnaðar skuli líta til þessa ofbeldisfullu mótmælenda í París með lotningu og sjá í þeim sannar fyrirmyndir. Hugsun þessa fólks virðist vera: „En sniðugt, svona þurfum við einmitt að gera á Íslandi!“ Verkalýðsforingjarnir verða að átta sig á og viðurkenna að það er engan veginn í þágu almennings á Íslandi að hér skapist upplausn og sundrung, hvað þá að gripið verði til ofbeldisfullra mótmæla. Hinir herskáu verkalýðsforingjar hér á landi myndu gera vel í því að taka sinnuskiptum. Heppilegt væri að byrja á því að sýna auðmýkt með því að pakka niður gulu vestunum sínum og viðurkenna að hafa hlaupið illilega á sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. Þar klæðast mótmælendur gulum vestum og ganga um höfuðborg sína og velta bílum og kveikja í þeim, brjóta rúður verslana og fyrirtækja og slást við lögreglumenn. Meðan á þessum átökum stendur geta friðsamir borgarar lítið annað gert en haldið sig innan dyra. Þeim er ekki óhætt að fara út. Með sanni má þetta kallast ömurlegt ástand sem enginn ætti að þurfa að búa við. Allir ættu að eiga auðvelt með að setja sig í spor fólks sem óttast um öryggi sitt og sinna vegna djöfulgangs óeirðaseggja. Gulu vestin eru orðin tákn um ofbeldisfull mótmæli sem enginn ætti að vera stoltur af. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson virðast hins vegar horfa til hinna frönsku mótmælenda með velþóknun og jafnvel vott af öfund. Báðir hafa stoltir tilkynnt að þeir hafi pantað sér gul vesti. Eins og við var að búast hafa vestin sömuleiðis gert lukku innan Sósíalistaflokksins þar sem þau hafa verið til sölu. Á þeim kontór er beðið með mikilli óþreyju eftir byltingunni. Hætt er við að sú bið verði æði löng, ef ekki bara endalaus. Íslenska þjóðin er engan veginn í byltingarhugleiðingum, þótt einstaka hópar láti sig dreyma um annað og dundi við það flestum stundum að fara með frasakennt söngl og ofurþreytandi stagl úr handbókum kommúnismans. Þjóðin fylgir þessum hópum ekki að málum. Hún kærir sig alls ekki um mótmæli í anda þeirra sem stunduð eru í París og setur ekki á stall ofbeldisfulla mótmælendur sem skemma og skaða. Slíkir mótmælendur verða aldrei fulltrúar venjulegs fólks, þótt þeir hafi sjálfir stór orð um að þeir séu það einmitt. Um leið og þeir segjast starfa í þágu góðs málstaðar og í baráttu fyrir fólkið eru þeir eru að skaða náungann með því að eyðileggja eigur hann. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli. Gulu vestin eru ekki tákn um baráttuhug og vilja til að breyta hlutum til hins betra. Þau eru tákn um ofbeldisaðgerðir sem allt siðað fólk hlýtur að hafa skömm á. Í ljósi þess getur það ekki talist lofsvert framtak að panta sér gult vesti og furðulegt að stæra sig af því. Merkilegt er að fólk sem er í forsvari verkalýðshreyfingar hér á landi og segist vilja breyta hlutum til batnaðar skuli líta til þessa ofbeldisfullu mótmælenda í París með lotningu og sjá í þeim sannar fyrirmyndir. Hugsun þessa fólks virðist vera: „En sniðugt, svona þurfum við einmitt að gera á Íslandi!“ Verkalýðsforingjarnir verða að átta sig á og viðurkenna að það er engan veginn í þágu almennings á Íslandi að hér skapist upplausn og sundrung, hvað þá að gripið verði til ofbeldisfullra mótmæla. Hinir herskáu verkalýðsforingjar hér á landi myndu gera vel í því að taka sinnuskiptum. Heppilegt væri að byrja á því að sýna auðmýkt með því að pakka niður gulu vestunum sínum og viðurkenna að hafa hlaupið illilega á sig.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun