Guðmundur Spartakus til Íslands vegna máls gegn Atla Má Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2018 13:11 Vilhjálmur telur víst að Landsréttur muni snúa dómi héraðs í máli Guðmundar Spartakusar á hendur Atla Má. „Ég treysti Landsrétti til að komast að réttri lögfræðilegri niðurstöðu í málinu. Fullkomlega,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður í samtali við Vísi. Hann var spurður af hverju hann telji að vænta megi annarrar niðurstöðu þar en í héraði? Vilhjálmur segist einfaldlega telja þann dóm rangan. Guðmundur Spartakus Ómarsson, skjólstæðingur hans, sem búsettur er í Suður-Ameríku, er væntanlegur til landsins fljótlega á næsta ári og mun bera gefa skýrslu. Hann áfrýjaði máli sem hann hafði höfðað á hendur Atla Má Gylfasyni vegna ærumeiðinga sem hann taldi fyrirliggjandi. Atli Már var hins vegar sýknaður í héraðsdómi Reykjaness í vor. RÚV samdi sig frá málinu Þá hafði Vilhjálmur farið fram á 10 milljónir í miskabætur vegna þess sem hann telur vera tilhæfulausan fréttaflutning Atla Más um Guðmund Spartakus. Auk þess var farið fram á ómerkingu á „ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, í fréttum sem birtar voru í fjölmiðlum meðstefnda Stundarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og í viðtali í hljóði og mynd á Facebook og www.sudurnes.net, dagana 1. 2. og 30. desember 2016,“ eins og sagði í stefnu. Alls er um 30 ummæli að ræða. Málið og ýmsir þættir þess vöktu mikla athygli á árinu sem er að líða. Til að mynda hafði Ríkisútvarpið samið sig frá málinu og greitt 2,5 milljónir fyrir það en að því tilskyldu að ekki þyrfti að draga fréttirnar til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Páll Magnússon alþingismaður, og fyrrverandi útvarpsstjóri, taldi þann gjörning fyrir neðan allar hellur af hálfu stofnunarinnar. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að sú afgreiðsla hafi ekki lagst vel í fréttamenn stofnunarinnar. Frétt um Guðmund Spartakus sem finna má á vefsíðu Ríkisútvarpsins en þar segir meðal annars af því að burðardýr héldi því fram að Guðmundur Spartakus sé einn valdamesti eiturlyfjasmyglari í norðurhluta Brasilíu.skjáskot af vef RÚV Einkum var það fréttamaðurinn Jóhann Hlíðar Harðarson sem hafði fjallað um Guðmund Spartakus á vettvangi Ríkisútvarpsins en hann vitnaði í fréttir blaðamannsins Cándido Figueredo Ruiz … „sem hefur fjallað um umsvif eiturlyfjastarfsemi í Paragvæ og Brasilíu í rúm 20 ár fullyrðir að Guðmundur Spartakus sé við hestaheilsu og að hann sé afar valdamikill í innsta hring eiturlyfjaviðskipta í þessum löndum.“ Þessi frétt stendur en hún kostaði RÚV sitt. Verjandi Atla Más forvitinn um Guðmund Spartakus Eitt af mörgu sem vakti athygli í þessu viðamikla máli öllu var að Guðmundur Spartakus mætti ekki til að vera viðstaddur réttarhöldin í Héraðsdómi Reykjaness. Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, verjandi Atla Más í málinu, sagist þá, í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna Guðmundur vildi ekki koma fyrir dóm. Gunnar Ingi. Fáir ef nokkrir lögmenn þekkja betur stöðu blaðamanna en einmitt hann. „Það er búið að skora á hann að koma fyrir dóm og gefa skýrslu, en hann vill ekki verða við því. Og hann vill ekki koma og segja frá því hvernig þetta hefur hitt hann illa fyrir, þessi umfjöllun, að hvaða leyti. Hann hefur ekki gefið neinar skýringar á því.“ Gunnar Ingi sagði að upplýsandi gæti reynst að spyrja hann út í þessar ferðir hans þarna erlendis. „Því var lýst yfir af hans lögmanni að hann ræki kalkverksmiðju í Paragvæ; af hverju hann telji að fjölmiðar í Paragvæ séu að bendla hann við ólögmæta starfsemi? Af hverju hann hafi dregist inn í slíka umræðu ef þetta er uppspuni?“ sagði Gunnar Ingi. Nú liggur hins vegar fyrir að Guðmundur Spartakus mun mæta til landsins. Málið er enn ekki komið á dagskrá Landsréttar, en fyrir liggur málaskrá fram í febrúar þannig að ljóst er að ekki verður það fyrir þann tíma. Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Sýður á fréttamönnum vegna sáttagreiðslu Þó að útvarpsstjóri standi með þeirri ákvörðun RÚV að greiða 2,5 milljónir til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla ríkir enn megn óánægja með gjörninginn meðal fréttamanna. Trúnaðarákvæði var að frumkvæði RÚV og var óþarfi. 12. maí 2018 07:30 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Ég treysti Landsrétti til að komast að réttri lögfræðilegri niðurstöðu í málinu. Fullkomlega,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður í samtali við Vísi. Hann var spurður af hverju hann telji að vænta megi annarrar niðurstöðu þar en í héraði? Vilhjálmur segist einfaldlega telja þann dóm rangan. Guðmundur Spartakus Ómarsson, skjólstæðingur hans, sem búsettur er í Suður-Ameríku, er væntanlegur til landsins fljótlega á næsta ári og mun bera gefa skýrslu. Hann áfrýjaði máli sem hann hafði höfðað á hendur Atla Má Gylfasyni vegna ærumeiðinga sem hann taldi fyrirliggjandi. Atli Már var hins vegar sýknaður í héraðsdómi Reykjaness í vor. RÚV samdi sig frá málinu Þá hafði Vilhjálmur farið fram á 10 milljónir í miskabætur vegna þess sem hann telur vera tilhæfulausan fréttaflutning Atla Más um Guðmund Spartakus. Auk þess var farið fram á ómerkingu á „ærumeiðandi ummælum og greiðslu miskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, í fréttum sem birtar voru í fjölmiðlum meðstefnda Stundarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og í viðtali í hljóði og mynd á Facebook og www.sudurnes.net, dagana 1. 2. og 30. desember 2016,“ eins og sagði í stefnu. Alls er um 30 ummæli að ræða. Málið og ýmsir þættir þess vöktu mikla athygli á árinu sem er að líða. Til að mynda hafði Ríkisútvarpið samið sig frá málinu og greitt 2,5 milljónir fyrir það en að því tilskyldu að ekki þyrfti að draga fréttirnar til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Páll Magnússon alþingismaður, og fyrrverandi útvarpsstjóri, taldi þann gjörning fyrir neðan allar hellur af hálfu stofnunarinnar. Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að sú afgreiðsla hafi ekki lagst vel í fréttamenn stofnunarinnar. Frétt um Guðmund Spartakus sem finna má á vefsíðu Ríkisútvarpsins en þar segir meðal annars af því að burðardýr héldi því fram að Guðmundur Spartakus sé einn valdamesti eiturlyfjasmyglari í norðurhluta Brasilíu.skjáskot af vef RÚV Einkum var það fréttamaðurinn Jóhann Hlíðar Harðarson sem hafði fjallað um Guðmund Spartakus á vettvangi Ríkisútvarpsins en hann vitnaði í fréttir blaðamannsins Cándido Figueredo Ruiz … „sem hefur fjallað um umsvif eiturlyfjastarfsemi í Paragvæ og Brasilíu í rúm 20 ár fullyrðir að Guðmundur Spartakus sé við hestaheilsu og að hann sé afar valdamikill í innsta hring eiturlyfjaviðskipta í þessum löndum.“ Þessi frétt stendur en hún kostaði RÚV sitt. Verjandi Atla Más forvitinn um Guðmund Spartakus Eitt af mörgu sem vakti athygli í þessu viðamikla máli öllu var að Guðmundur Spartakus mætti ekki til að vera viðstaddur réttarhöldin í Héraðsdómi Reykjaness. Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, verjandi Atla Más í málinu, sagist þá, í samtali við Vísi ekki skilja hvers vegna Guðmundur vildi ekki koma fyrir dóm. Gunnar Ingi. Fáir ef nokkrir lögmenn þekkja betur stöðu blaðamanna en einmitt hann. „Það er búið að skora á hann að koma fyrir dóm og gefa skýrslu, en hann vill ekki verða við því. Og hann vill ekki koma og segja frá því hvernig þetta hefur hitt hann illa fyrir, þessi umfjöllun, að hvaða leyti. Hann hefur ekki gefið neinar skýringar á því.“ Gunnar Ingi sagði að upplýsandi gæti reynst að spyrja hann út í þessar ferðir hans þarna erlendis. „Því var lýst yfir af hans lögmanni að hann ræki kalkverksmiðju í Paragvæ; af hverju hann telji að fjölmiðar í Paragvæ séu að bendla hann við ólögmæta starfsemi? Af hverju hann hafi dregist inn í slíka umræðu ef þetta er uppspuni?“ sagði Gunnar Ingi. Nú liggur hins vegar fyrir að Guðmundur Spartakus mun mæta til landsins. Málið er enn ekki komið á dagskrá Landsréttar, en fyrir liggur málaskrá fram í febrúar þannig að ljóst er að ekki verður það fyrir þann tíma.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Sýður á fréttamönnum vegna sáttagreiðslu Þó að útvarpsstjóri standi með þeirri ákvörðun RÚV að greiða 2,5 milljónir til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla ríkir enn megn óánægja með gjörninginn meðal fréttamanna. Trúnaðarákvæði var að frumkvæði RÚV og var óþarfi. 12. maí 2018 07:30 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Ruiz talar norsku og stendur við fréttaflutning sinn af Guðmundi Spartakusi Aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn blaðamanninum Atla Má Gylfasyni hófst í dag. 3. maí 2018 12:30
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00
Sýður á fréttamönnum vegna sáttagreiðslu Þó að útvarpsstjóri standi með þeirri ákvörðun RÚV að greiða 2,5 milljónir til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla ríkir enn megn óánægja með gjörninginn meðal fréttamanna. Trúnaðarákvæði var að frumkvæði RÚV og var óþarfi. 12. maí 2018 07:30
Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00