Segjast ekki hafa lofað Primera Air láni Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 14:51 Flugvél hins sáluga Primera Air. Vísir/getty Arion banki hafnar ummælum Andra Más Ingólfssonar, eigenda ferðaskrifstofa Travelco, um að bankinn hafi veitt Primera Air „lánaloforð“ eða annars konar fyrirheit um lánveitingu í tengslum við rekstrarvanda flugfélagsins.Í viðtali sem birtist Viðskiptablaðinu í morgun var haft eftir Andra að hann væri óánægður með vinnubrögð Arion í tengslum við þrot flugfélagsins Primera Air í upphafi októbermánaðar. Í viðtalinu hélt Andri því meðal annars fram að bankinn hafi gengið á bak orða sinna um að veita félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði Primera Air væri lokið. „Það er ljóst að ef sú fjármögnun hefði komið, væri Primera Air enn í rekstri,“ sagði Andri Már meðal annars.Sjá einnig: Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunumArion banki telur þessar yfirlýsingar Andra ekki vera „í samræmi við staðreyndir málsins,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu bankans til fjölmiðla. Bankinn vilji taka það fram að „að þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við félagið gaf bankinn hvorki út lánsloforð né nokkur fyrirheit um lánveitingu vegna Primera Air.“ Þar að auki setur bankinn út á aðra fullyrðingu Andra í viðtalinu, þess efnis að Arion hafi þrýst á um að rekstur ferðaskrifstofa Primera Travel Group yrði færður í nýtt félag - sem fékk nafnið Travelco. Þessi meinti þrýstingur sem Andri lýsir er að sögn Arion ekki alveg sannleikanum samkvæmur. „Arion banki samþykkti hins vegar að sú leið yrði farin og mat það sem svo að með því væri hagsmuna bankans, starfsfólks ferðaskrifstofanna, viðskiptavina þeirra, sem annars hefðu endað sem strandaglópar víða um heim, og annarra kröfuhafa best gætt,“ segir í yfirlýsingu Arion. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17 Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Arion banki hafnar ummælum Andra Más Ingólfssonar, eigenda ferðaskrifstofa Travelco, um að bankinn hafi veitt Primera Air „lánaloforð“ eða annars konar fyrirheit um lánveitingu í tengslum við rekstrarvanda flugfélagsins.Í viðtali sem birtist Viðskiptablaðinu í morgun var haft eftir Andra að hann væri óánægður með vinnubrögð Arion í tengslum við þrot flugfélagsins Primera Air í upphafi októbermánaðar. Í viðtalinu hélt Andri því meðal annars fram að bankinn hafi gengið á bak orða sinna um að veita félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði Primera Air væri lokið. „Það er ljóst að ef sú fjármögnun hefði komið, væri Primera Air enn í rekstri,“ sagði Andri Már meðal annars.Sjá einnig: Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunumArion banki telur þessar yfirlýsingar Andra ekki vera „í samræmi við staðreyndir málsins,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu bankans til fjölmiðla. Bankinn vilji taka það fram að „að þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við félagið gaf bankinn hvorki út lánsloforð né nokkur fyrirheit um lánveitingu vegna Primera Air.“ Þar að auki setur bankinn út á aðra fullyrðingu Andra í viðtalinu, þess efnis að Arion hafi þrýst á um að rekstur ferðaskrifstofa Primera Travel Group yrði færður í nýtt félag - sem fékk nafnið Travelco. Þessi meinti þrýstingur sem Andri lýsir er að sögn Arion ekki alveg sannleikanum samkvæmur. „Arion banki samþykkti hins vegar að sú leið yrði farin og mat það sem svo að með því væri hagsmuna bankans, starfsfólks ferðaskrifstofanna, viðskiptavina þeirra, sem annars hefðu endað sem strandaglópar víða um heim, og annarra kröfuhafa best gætt,“ segir í yfirlýsingu Arion.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17 Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent