Þýski skútuþjófurinn bar fyrir sig ævintýramennsku og slapp við steininn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 14:16 Skútan Inook við höfn á Rifi, þar sem maðurinn var handtekinn þann 14. október. Vísir Þýskur karlmaður sem tók skútuna INOOK ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn laugardagskvöldið 13. október hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld en það lögregluembættinu taldist ekki hafa sýnt fram á ásetning til þjófnaðar. Karlmaðurinn viðurkenndi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi þar sem hún lá bundin við bryggjuna á Ísafirði. Hann á sjálfur aðra skútu í höfninni en bar við skyndihugdettu og ævintýramennsku spurður hvers vegna hann hefði tekið skútuna.Skyndihugdetta eða ævintýramennska Hann nýtti skrúfjárn til að brjótast inn í skútuna og eyðilagði lás. Gerði hann bátinn kláran til siglingar og sigldi sem leið lá vestur um land frá Ísafirði. Hann tengdi skútuna ekki við AES-eftirlitskerfi og kveikti heldur ekki siglingaljós fyrr en út úr höfninni var komið. Játning karlsins fékk stoð í upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Maðurinn neitaði staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skútuna og sömuleiðis að hafa átt sér vitorðsmann. Hafði hann engar skýringar á því hvað honum gekk til aðrar en þær að um skyndihugdettu hefði verið að ræða og einhvers konar ævintýramennsku. Dómurinn mat framburð þrátt fyrir þetta stöðugan og í sjálfu sér ekki ótrúverðugan. Einu gögnin sem renna stoðum undir að maðurinn hafi ætlað að slá eign sinni á skútuna voru SMS-skilaboð mannsins til unnustu sinnar þar sem hann sagðist ætla að færa bát með breskum manni til Færeyja eða Skotlands. Maðurinn sagði að um hvíta lygi hefði verið að ræða til að slá á áhyggjur konunnar.Gekk illa frá eigin skútu Þá vísaði dómurinn í skýrslu lögreglu þar sem fram kom að maðurinn hefði yfirgefið sinn eigin bát með þeim hætti að ótrúlegt þætti að hann hafi ekki ætlað að koma aftur fljótlega til þess að ganga frá honum, í það minnsta áður en hann héldi af landi brott. „Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki getað gefið skýringar á verknaði sínum frekar en áður greindi, þá hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var hæfileg refsing ákveðin þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða tæplega 1100 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Ísafjarðarbær Snæfellsbær Tengdar fréttir Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07 Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Þýskur karlmaður sem tók skútuna INOOK ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn laugardagskvöldið 13. október hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld en það lögregluembættinu taldist ekki hafa sýnt fram á ásetning til þjófnaðar. Karlmaðurinn viðurkenndi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi þar sem hún lá bundin við bryggjuna á Ísafirði. Hann á sjálfur aðra skútu í höfninni en bar við skyndihugdettu og ævintýramennsku spurður hvers vegna hann hefði tekið skútuna.Skyndihugdetta eða ævintýramennska Hann nýtti skrúfjárn til að brjótast inn í skútuna og eyðilagði lás. Gerði hann bátinn kláran til siglingar og sigldi sem leið lá vestur um land frá Ísafirði. Hann tengdi skútuna ekki við AES-eftirlitskerfi og kveikti heldur ekki siglingaljós fyrr en út úr höfninni var komið. Játning karlsins fékk stoð í upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Maðurinn neitaði staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skútuna og sömuleiðis að hafa átt sér vitorðsmann. Hafði hann engar skýringar á því hvað honum gekk til aðrar en þær að um skyndihugdettu hefði verið að ræða og einhvers konar ævintýramennsku. Dómurinn mat framburð þrátt fyrir þetta stöðugan og í sjálfu sér ekki ótrúverðugan. Einu gögnin sem renna stoðum undir að maðurinn hafi ætlað að slá eign sinni á skútuna voru SMS-skilaboð mannsins til unnustu sinnar þar sem hann sagðist ætla að færa bát með breskum manni til Færeyja eða Skotlands. Maðurinn sagði að um hvíta lygi hefði verið að ræða til að slá á áhyggjur konunnar.Gekk illa frá eigin skútu Þá vísaði dómurinn í skýrslu lögreglu þar sem fram kom að maðurinn hefði yfirgefið sinn eigin bát með þeim hætti að ótrúlegt þætti að hann hafi ekki ætlað að koma aftur fljótlega til þess að ganga frá honum, í það minnsta áður en hann héldi af landi brott. „Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki getað gefið skýringar á verknaði sínum frekar en áður greindi, þá hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var hæfileg refsing ákveðin þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða tæplega 1100 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Ísafjarðarbær Snæfellsbær Tengdar fréttir Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07 Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07
Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24