Ítalir lúffa í fjárlagadeilu sinni við ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2018 23:48 Guiseppe Conte tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu fyrr á árinu. Getty/Sean Gallup Ítölsk stjórnvöld hafa dregið í land í deilu sinni við Evrópusambandið varðandi fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hefur ítalska ríkisstjórnin ákveðið að draga úr fjárlagahallanum í þeim tilgangi að koma í veg að þurfa að sæta sektargreiðslum af hálfu sambandsins. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ítalskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB síðustu tvo mánuði vegna fjárlagafrumvarpsins. Popúlistaflokkar sem eiga sæti í ríkisstjórn Ítalíu, meðal annars Bandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, höfðu áður lagt fram fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir miklum útgjöldum. Ítalskir fjölmiðlar greindu þó frá því í dag að Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hafi lagt til breytingar sem skili sér í minni fjárlagahalla.Reglur um opinber fjármál Fljótlega eftir að upphaflega frumvarpið kom fram í haust gerði framkvæmdastjórn ESB athugasemdir við frumvarpið og sagði það brjóta í bága við reglur sambandsins um opinber fjármál. Ætlunin með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika til að ríkisstjórnir aðildarríkja freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld, þrátt fyrir kröfu almennings heima fyrir. Reglurnar fela í sér að aðildarríki hafi samráð um gerð fjárlaga og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu.Fékk falleinkunn Ítalía varð í október fyrsta aðildarríkið sem lagði fram fjárlagafrumvarp sem féll falleinkunn hjá framkvæmdastjórn ESB, en hallinn nam þar 2,4 prósent af landsframleiðslu. Ítalía er nú þegar í öðru sæti á lista yfir skuldsettustu aðildarríki ESB og mældust áætlanir stjórnarinnar um borgaralaun og breytingar á lífeyriskerfi ekki vel fyrir. Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, og Luigi Di Maio, efnahagsmálaráðherra og leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, höfðu hins vegar sagt fyrirhugaðar breytingar nauðsynlegar til að koma stöðnuðu hagkerfi landsins á aftur á ról. Ekki hefur verið greint frá því hvaða breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu, þó að fyrir liggi að fjárlagahallinn sé nú 2,04 prósent af landsframleiðslu. Evrópusambandið Ítalía Tengdar fréttir Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa dregið í land í deilu sinni við Evrópusambandið varðandi fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Hefur ítalska ríkisstjórnin ákveðið að draga úr fjárlagahallanum í þeim tilgangi að koma í veg að þurfa að sæta sektargreiðslum af hálfu sambandsins. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ítalskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB síðustu tvo mánuði vegna fjárlagafrumvarpsins. Popúlistaflokkar sem eiga sæti í ríkisstjórn Ítalíu, meðal annars Bandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, höfðu áður lagt fram fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir miklum útgjöldum. Ítalskir fjölmiðlar greindu þó frá því í dag að Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hafi lagt til breytingar sem skili sér í minni fjárlagahalla.Reglur um opinber fjármál Fljótlega eftir að upphaflega frumvarpið kom fram í haust gerði framkvæmdastjórn ESB athugasemdir við frumvarpið og sagði það brjóta í bága við reglur sambandsins um opinber fjármál. Ætlunin með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika til að ríkisstjórnir aðildarríkja freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld, þrátt fyrir kröfu almennings heima fyrir. Reglurnar fela í sér að aðildarríki hafi samráð um gerð fjárlaga og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu.Fékk falleinkunn Ítalía varð í október fyrsta aðildarríkið sem lagði fram fjárlagafrumvarp sem féll falleinkunn hjá framkvæmdastjórn ESB, en hallinn nam þar 2,4 prósent af landsframleiðslu. Ítalía er nú þegar í öðru sæti á lista yfir skuldsettustu aðildarríki ESB og mældust áætlanir stjórnarinnar um borgaralaun og breytingar á lífeyriskerfi ekki vel fyrir. Matteo Salvini, innanríkisráðherra og leiðtogi Bandalagsins, og Luigi Di Maio, efnahagsmálaráðherra og leiðtogi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, höfðu hins vegar sagt fyrirhugaðar breytingar nauðsynlegar til að koma stöðnuðu hagkerfi landsins á aftur á ról. Ekki hefur verið greint frá því hvaða breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu, þó að fyrir liggi að fjárlagahallinn sé nú 2,04 prósent af landsframleiðslu.
Evrópusambandið Ítalía Tengdar fréttir Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. 22. október 2018 18:30