Hugleiðingar um brottfall kjararáðs Haukur Haraldsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Kjararáð hefir undanfarin ár ákvarðað laun margra þjóðfélagshópa eins og þingmanna, ráðherra, starfsmanna ráðuneyta og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Lögin um kjararáð voru samin af sömu aðilum, það er að segja af starfsmönnum ráðuneyta undir stjórn ráðherra. Í lögum um kjararáð eru gefnar forsendur sem á að byggja á við ákvörðun á launakjörum höfunda laganna og svo voru lögin samþykkt af alþingismönnum sem höfðu sömu hagsmuna að gæta. Þetta er ekki fyrirkomulag sem vekur traust á launakerfinu. Þann 23. janúar sl. skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs. Starfshópurinn skilaði áliti fljótt eða 15. febrúar sl. Meirihluti starfshópsins telur ekki fært eða efnislegar forsendur fyrir því að lækka laun þeirra sem eiga undir kjararáð til framtíðar. […] Fulltrúi ASÍ í starfshópnum telur það færa leið að lækka með lögum laun embættismanna og kjörinna fulltrúa. Í niðurstöðum starfshópsins er ekki allt auðskiljanlegt fyrir almenning eins og 5): Launaþróun þeirra sem eiga undir kjararáð víkur ekki merkjanlega frá almennri þróun launa á tímabilinu 2006-2017. Síðan í 6): Á því tímabili sem kveðið er á um í rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins og ríkisins 2013-2018, hafa laun þeirra sem eiga undir kjararáð hækkað um 35-64 % en almenn þróun launa virðist liggja á bilinu 43-48 %. Hér er talað um ekki merkjanlegan mun á launahækkun í prósentum en ekki krónutölu sem er fráleitt og til umhugsunar að starfshópurinn sé að réttlæta þessar launahækkanir. Samkvæmt Hagstofunni þá voru árið 2013 almenn laun verkafólks um 300.000 og stjórnenda hjá ríkinu um 1.050.000. Ef miðað er við meðaltalshækkun launa þá yrði hækkun verkafólks kr. 136.500. en ríkisstarfsmanna kr. 520.000. Þetta skapar óréttlæti og því eðlilegra að miða við krónutöluhækkun í þrepum. Tillögur starfshópsins eru athygliverðar og verður vonandi til að þetta launakerfi verði lagfært. Á lokadegi þingsins 1. júlí 2018 voru lög um Kjararáð felld úr gildi með nýjum lögum og samkvæmt þeim skulu allir þeir sem falla undir úrskurðarvald kjararáðs halda kjaraákvörðun þar til ný ákvörðun hefir verið tekin um laun og starfskjör þeirra. Hér gefst þingheimi tækifæri til að endurskoða úrskurði Kjararáðs um launahækkanir sem voru langt umfram það sem eðlilegt var og framkvæma faglegt mat á launum. Viðmið kjararáðs voru óskýr og ósamrýmanleg, eins og segir í skýringum við frumvarp laganna. Það þarf að vinda ofan af þessari launaþróun ef sátt á að nást á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu Hvort sem það er gert með lögum eins og 2008 þegar laun voru lækkuð um 5-15 % eða öðrum aðgerðum. Ákvæði í nýju lögunum valda ellilífeyrisþega heilabrotum t.d.: Þrátt fyrir gildistöku laga þessara skulu allir þeir sem falla undir úrskurðarvald kjararáðs halda kjaraákvörðunum þar til ákvörðun hefur verið tekin um laun og starfskjör þeirra. Hafi ný ákvörðun ekki verið tekin fyrir 1. maí 2019 skulu laun þessara aðila taka breytingum í samræmi við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna eins og hún birtist í tölum Hagstofu Íslands næstliðið almanaksár. Hér virðist ekki gert ráð fyrir að breytingar verði gerðar á úrskurðum kjararáðs í tengslum við gerð almennra kjarasamninga og ef endurskoðun verður ekki lokið fyrir 1. maí þá verða laun reiknuð samkvæmt meðaltali reglulegrar hækkunar launa ríkisstarfsmanna, sem er ekki fyrirséð hver verður og hvað af úrskurðum Kjararáðs koma inn í reiknað meðaltal. Önnur tilvitnun: Málum einstakra aðila sem falla undir ákvæði 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996, sem eru til meðferðar hjá kjararáði fyrir gildistöku laga þessara skal lokið samkvæmt ákvæði 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðherra og hlutaðeigandi fagráðherra skulu hafa lokið launaákvörðun þessara aðila eigi síðar en sex mánuðum frá því að þessi lög taka gildi. Sennilega fer þessari vinnu að ljúka og hefur hún eflaust verið mjög erfið og eru viðkomandi starfsmenn ríkisins í mjög sérstakri og erfiðri stöðu til að vinna þetta. Afleiðingar ákvarðana Kjararáðs um launahækkanir eru margvíslegar, meðal annars vegna þessa hafa framlög ríkissjóðs til eftirlaunasjóðs ríkisstarfsmanna (LSR) hækkað mikið vegna ákvæðis í lögum LSR, en þar segir: lífeyrir sjóðfélaga hækkar miðað við hækkun launa í því starfi sem hann gegndi. Þessi hækkun á framlagi ríkisins er veruleg, ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um þetta frá LSR, en hér virðist vera um að ræða einhverja milljarða hækkun á ársgrundvelli. Þetta fyrirkomulag skapar mikinn ójöfnuð milli lífeyrisþega í landinu þannig að þeir sem eru í LSR fá mun meiri hækkanir en þeir sem fá aðeins laun frá almannatryggingum (TR). Þetta er skrifað af ellilífeyrisþega sem hefur áhuga á velferð lands og þjóðar og hefir áhyggjur af launaþróun og ójöfnuði í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Kjararáð hefir undanfarin ár ákvarðað laun margra þjóðfélagshópa eins og þingmanna, ráðherra, starfsmanna ráðuneyta og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Lögin um kjararáð voru samin af sömu aðilum, það er að segja af starfsmönnum ráðuneyta undir stjórn ráðherra. Í lögum um kjararáð eru gefnar forsendur sem á að byggja á við ákvörðun á launakjörum höfunda laganna og svo voru lögin samþykkt af alþingismönnum sem höfðu sömu hagsmuna að gæta. Þetta er ekki fyrirkomulag sem vekur traust á launakerfinu. Þann 23. janúar sl. skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs. Starfshópurinn skilaði áliti fljótt eða 15. febrúar sl. Meirihluti starfshópsins telur ekki fært eða efnislegar forsendur fyrir því að lækka laun þeirra sem eiga undir kjararáð til framtíðar. […] Fulltrúi ASÍ í starfshópnum telur það færa leið að lækka með lögum laun embættismanna og kjörinna fulltrúa. Í niðurstöðum starfshópsins er ekki allt auðskiljanlegt fyrir almenning eins og 5): Launaþróun þeirra sem eiga undir kjararáð víkur ekki merkjanlega frá almennri þróun launa á tímabilinu 2006-2017. Síðan í 6): Á því tímabili sem kveðið er á um í rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins og ríkisins 2013-2018, hafa laun þeirra sem eiga undir kjararáð hækkað um 35-64 % en almenn þróun launa virðist liggja á bilinu 43-48 %. Hér er talað um ekki merkjanlegan mun á launahækkun í prósentum en ekki krónutölu sem er fráleitt og til umhugsunar að starfshópurinn sé að réttlæta þessar launahækkanir. Samkvæmt Hagstofunni þá voru árið 2013 almenn laun verkafólks um 300.000 og stjórnenda hjá ríkinu um 1.050.000. Ef miðað er við meðaltalshækkun launa þá yrði hækkun verkafólks kr. 136.500. en ríkisstarfsmanna kr. 520.000. Þetta skapar óréttlæti og því eðlilegra að miða við krónutöluhækkun í þrepum. Tillögur starfshópsins eru athygliverðar og verður vonandi til að þetta launakerfi verði lagfært. Á lokadegi þingsins 1. júlí 2018 voru lög um Kjararáð felld úr gildi með nýjum lögum og samkvæmt þeim skulu allir þeir sem falla undir úrskurðarvald kjararáðs halda kjaraákvörðun þar til ný ákvörðun hefir verið tekin um laun og starfskjör þeirra. Hér gefst þingheimi tækifæri til að endurskoða úrskurði Kjararáðs um launahækkanir sem voru langt umfram það sem eðlilegt var og framkvæma faglegt mat á launum. Viðmið kjararáðs voru óskýr og ósamrýmanleg, eins og segir í skýringum við frumvarp laganna. Það þarf að vinda ofan af þessari launaþróun ef sátt á að nást á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu Hvort sem það er gert með lögum eins og 2008 þegar laun voru lækkuð um 5-15 % eða öðrum aðgerðum. Ákvæði í nýju lögunum valda ellilífeyrisþega heilabrotum t.d.: Þrátt fyrir gildistöku laga þessara skulu allir þeir sem falla undir úrskurðarvald kjararáðs halda kjaraákvörðunum þar til ákvörðun hefur verið tekin um laun og starfskjör þeirra. Hafi ný ákvörðun ekki verið tekin fyrir 1. maí 2019 skulu laun þessara aðila taka breytingum í samræmi við hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa ríkisstarfsmanna eins og hún birtist í tölum Hagstofu Íslands næstliðið almanaksár. Hér virðist ekki gert ráð fyrir að breytingar verði gerðar á úrskurðum kjararáðs í tengslum við gerð almennra kjarasamninga og ef endurskoðun verður ekki lokið fyrir 1. maí þá verða laun reiknuð samkvæmt meðaltali reglulegrar hækkunar launa ríkisstarfsmanna, sem er ekki fyrirséð hver verður og hvað af úrskurðum Kjararáðs koma inn í reiknað meðaltal. Önnur tilvitnun: Málum einstakra aðila sem falla undir ákvæði 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996, sem eru til meðferðar hjá kjararáði fyrir gildistöku laga þessara skal lokið samkvæmt ákvæði 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðherra og hlutaðeigandi fagráðherra skulu hafa lokið launaákvörðun þessara aðila eigi síðar en sex mánuðum frá því að þessi lög taka gildi. Sennilega fer þessari vinnu að ljúka og hefur hún eflaust verið mjög erfið og eru viðkomandi starfsmenn ríkisins í mjög sérstakri og erfiðri stöðu til að vinna þetta. Afleiðingar ákvarðana Kjararáðs um launahækkanir eru margvíslegar, meðal annars vegna þessa hafa framlög ríkissjóðs til eftirlaunasjóðs ríkisstarfsmanna (LSR) hækkað mikið vegna ákvæðis í lögum LSR, en þar segir: lífeyrir sjóðfélaga hækkar miðað við hækkun launa í því starfi sem hann gegndi. Þessi hækkun á framlagi ríkisins er veruleg, ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um þetta frá LSR, en hér virðist vera um að ræða einhverja milljarða hækkun á ársgrundvelli. Þetta fyrirkomulag skapar mikinn ójöfnuð milli lífeyrisþega í landinu þannig að þeir sem eru í LSR fá mun meiri hækkanir en þeir sem fá aðeins laun frá almannatryggingum (TR). Þetta er skrifað af ellilífeyrisþega sem hefur áhuga á velferð lands og þjóðar og hefir áhyggjur af launaþróun og ójöfnuði í þjóðfélaginu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun