Haldið að sér höndum Kristrún Frostadóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Fjárfesting dróst saman um 5,6% á þriðja fjórðungi ársins en samdráttur hefur ekki mælst í fjárfestingu frá miðju ári 2014. Þó hægi á í hagkerfinu kom þetta undirritaðri á óvart og Seðlabankanum væntanlega líka miðað við fjárfestingarspá bankans fyrir árið. Til að spáin gangi upp þarf fjárfesting að vaxa um 12% milli ára á yfirstandandi fjórðungi. Ólíklegt er að fjárfestingarákvörðunum hafi verið snúið hratt við í október og nóvember miðað við atburði síðastliðinna vikna. Prósentutölur geta þó verið villandi. Þriðji ársfjórðungur var sterkasti fjárfestingarfjórðungurinn í fyrra. Íbúðafjárfesting ein og sér óx þá um 45%. Erfitt getur reynst að framkalla miklar prósentubreytingar með slíkar tölur í farteskinu. Samdrátturinn í atvinnuvegafjárfestingu er engu að síður eftirtektarverður. Vöxtur opinberrar fjárfestingar hefur tekið við sér, en ef kenningar Keynes lifa enn á ríkið einmitt að gefa í þegar svartsýnin tekur yfir. Sér í lagi þegar undirliggjandi aðstæður eru í stakasta lagi; lágar skuldir, nægur viðskiptaafgangur og vænn þjóðhagslegur sparnaður. Í nýbirtri rannsókn skoða hagfræðingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Stanford-háskóla hversu oft orðið „óvissa“ er notað í skýrslum „The Economist Intelligence Unit“ á síðustu tveimur áratugum. Úr gögnum 143 landa mynda þeir „heimsóvissuvísitölu“, sem bendir til að óvissustig hafi verið óvenjuhátt síðastliðin 6 ár. Auðvitað er óvissa alltaf til staðar. Hún er þó oftar tengd við neikvæða þróun en jákvæða. Þá virðist óvissustigið hærra ef um þekkt áföll er að ræða – þar sem ræða má líkur slíkra áfalla – en ef um óþekkta óvissu er að ræða eða „unknown unknowns“ eins og Donald Rumsfeld orðaði það. Því kemur ekki á óvart að „óvissuvísitalan“ hafi neikvæða fylgni við hagvöxt samkvæmt fyrrnefndri rannsókn, þar sem efnahagsaðstæður hafa verið erfiðar víðsvegar um heim síðustu ár. Íslensk, og erlend, hagsaga er þó lituð af jákvæðum jafnt sem neikvæðum, þekktum jafnt sem óþekktum, búhnykkjum. Við ræðum oft um hagvöxt sem stærð sem stýrist af ytri kröftum, en staðreyndin er sú að væntingar okkar drífa hann líka upp og niður. Fjárfesting og einkaneysla eru viðkvæmar fyrir væntingum almennings og fyrirtækja. Ef við búumst við því að allt fari á versta veg höldum við að okkur höndum og þá hægir á. Sú vísitala sem kemst hvað næst því að mæla slíkt óvissuástand hér á landi er líklega væntingavísitala fyrirtækja um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Samkvæmt henni hafa stjórnendur í 400 stærstu fyrirtækjum landsins búist við versnandi aðstæðum frá lokum árs 2016. Þó mældist 4% hagvöxtur 2017 og stefnir í annan eins vöxt á þessu ári, þrátt fyrir umrædda fjárfestingarniðursveiflu. Oftar en ekki hefur fjárfestingarvöxtur fylgt vísitölu um efnahagsvæntingar, líkt og í tilviki fyrrnefndrar „heimsóvissuvísitölu“. Þó hægt hafi á fjárfestingarvexti síðastliðin tvö ár hafa væntingar á tímabilinu þróast í mun neikvæðari átt en fjárfesting fyrirtækja. Aðgerðir hafa ekki fylgt orðum og upplifun fram til þessa. Á síðasta fjórðungi varð þó loks úr og fjárfesting gaf eftir. Eins neikvæður og almenningur virðist vera stendur einkaneyslan þó enn keik. Mikil kaupmáttaraukning hefur mælst meðal flestra hópa á síðastliðnum árum og byggst upp vænlegur sparnaður meðal heimila. Meira svigrúm er því meðal almennings til að jafna út neyslu ef hægir á en meðal fyrirtækja sem hafa áhyggjur af hækkandi kostnaði eftir tímabil minnkandi rekstrarsvigrúms. Aðrir vilja meina að það sé ekki óvissa ein og sér sem hefur áhrif á fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja, heldur erfiður aðgangur að fjármagni. Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem liðkar fyrir fjárfestingu erlendra aðila í tengslum við fjármagnshöft gæti stutt hér við. Erlendir aðilar eiga það til að sjá tækifærin hérlendis öðrum augum en innfæddir. Sums staðar þykir um 2,5% hagvöxtur, 5% vextir (á næsta ári) og stöðugt stjórnarfar hið besta fjárfestingarumhverfi þó Íslendingar upplifi það ekki þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fjárfesting dróst saman um 5,6% á þriðja fjórðungi ársins en samdráttur hefur ekki mælst í fjárfestingu frá miðju ári 2014. Þó hægi á í hagkerfinu kom þetta undirritaðri á óvart og Seðlabankanum væntanlega líka miðað við fjárfestingarspá bankans fyrir árið. Til að spáin gangi upp þarf fjárfesting að vaxa um 12% milli ára á yfirstandandi fjórðungi. Ólíklegt er að fjárfestingarákvörðunum hafi verið snúið hratt við í október og nóvember miðað við atburði síðastliðinna vikna. Prósentutölur geta þó verið villandi. Þriðji ársfjórðungur var sterkasti fjárfestingarfjórðungurinn í fyrra. Íbúðafjárfesting ein og sér óx þá um 45%. Erfitt getur reynst að framkalla miklar prósentubreytingar með slíkar tölur í farteskinu. Samdrátturinn í atvinnuvegafjárfestingu er engu að síður eftirtektarverður. Vöxtur opinberrar fjárfestingar hefur tekið við sér, en ef kenningar Keynes lifa enn á ríkið einmitt að gefa í þegar svartsýnin tekur yfir. Sér í lagi þegar undirliggjandi aðstæður eru í stakasta lagi; lágar skuldir, nægur viðskiptaafgangur og vænn þjóðhagslegur sparnaður. Í nýbirtri rannsókn skoða hagfræðingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Stanford-háskóla hversu oft orðið „óvissa“ er notað í skýrslum „The Economist Intelligence Unit“ á síðustu tveimur áratugum. Úr gögnum 143 landa mynda þeir „heimsóvissuvísitölu“, sem bendir til að óvissustig hafi verið óvenjuhátt síðastliðin 6 ár. Auðvitað er óvissa alltaf til staðar. Hún er þó oftar tengd við neikvæða þróun en jákvæða. Þá virðist óvissustigið hærra ef um þekkt áföll er að ræða – þar sem ræða má líkur slíkra áfalla – en ef um óþekkta óvissu er að ræða eða „unknown unknowns“ eins og Donald Rumsfeld orðaði það. Því kemur ekki á óvart að „óvissuvísitalan“ hafi neikvæða fylgni við hagvöxt samkvæmt fyrrnefndri rannsókn, þar sem efnahagsaðstæður hafa verið erfiðar víðsvegar um heim síðustu ár. Íslensk, og erlend, hagsaga er þó lituð af jákvæðum jafnt sem neikvæðum, þekktum jafnt sem óþekktum, búhnykkjum. Við ræðum oft um hagvöxt sem stærð sem stýrist af ytri kröftum, en staðreyndin er sú að væntingar okkar drífa hann líka upp og niður. Fjárfesting og einkaneysla eru viðkvæmar fyrir væntingum almennings og fyrirtækja. Ef við búumst við því að allt fari á versta veg höldum við að okkur höndum og þá hægir á. Sú vísitala sem kemst hvað næst því að mæla slíkt óvissuástand hér á landi er líklega væntingavísitala fyrirtækja um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Samkvæmt henni hafa stjórnendur í 400 stærstu fyrirtækjum landsins búist við versnandi aðstæðum frá lokum árs 2016. Þó mældist 4% hagvöxtur 2017 og stefnir í annan eins vöxt á þessu ári, þrátt fyrir umrædda fjárfestingarniðursveiflu. Oftar en ekki hefur fjárfestingarvöxtur fylgt vísitölu um efnahagsvæntingar, líkt og í tilviki fyrrnefndrar „heimsóvissuvísitölu“. Þó hægt hafi á fjárfestingarvexti síðastliðin tvö ár hafa væntingar á tímabilinu þróast í mun neikvæðari átt en fjárfesting fyrirtækja. Aðgerðir hafa ekki fylgt orðum og upplifun fram til þessa. Á síðasta fjórðungi varð þó loks úr og fjárfesting gaf eftir. Eins neikvæður og almenningur virðist vera stendur einkaneyslan þó enn keik. Mikil kaupmáttaraukning hefur mælst meðal flestra hópa á síðastliðnum árum og byggst upp vænlegur sparnaður meðal heimila. Meira svigrúm er því meðal almennings til að jafna út neyslu ef hægir á en meðal fyrirtækja sem hafa áhyggjur af hækkandi kostnaði eftir tímabil minnkandi rekstrarsvigrúms. Aðrir vilja meina að það sé ekki óvissa ein og sér sem hefur áhrif á fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja, heldur erfiður aðgangur að fjármagni. Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem liðkar fyrir fjárfestingu erlendra aðila í tengslum við fjármagnshöft gæti stutt hér við. Erlendir aðilar eiga það til að sjá tækifærin hérlendis öðrum augum en innfæddir. Sums staðar þykir um 2,5% hagvöxtur, 5% vextir (á næsta ári) og stöðugt stjórnarfar hið besta fjárfestingarumhverfi þó Íslendingar upplifi það ekki þannig.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun