

Haldið að sér höndum
Í nýbirtri rannsókn skoða hagfræðingar á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Stanford-háskóla hversu oft orðið „óvissa“ er notað í skýrslum „The Economist Intelligence Unit“ á síðustu tveimur áratugum. Úr gögnum 143 landa mynda þeir „heimsóvissuvísitölu“, sem bendir til að óvissustig hafi verið óvenjuhátt síðastliðin 6 ár. Auðvitað er óvissa alltaf til staðar. Hún er þó oftar tengd við neikvæða þróun en jákvæða. Þá virðist óvissustigið hærra ef um þekkt áföll er að ræða – þar sem ræða má líkur slíkra áfalla – en ef um óþekkta óvissu er að ræða eða „unknown unknowns“ eins og Donald Rumsfeld orðaði það. Því kemur ekki á óvart að „óvissuvísitalan“ hafi neikvæða fylgni við hagvöxt samkvæmt fyrrnefndri rannsókn, þar sem efnahagsaðstæður hafa verið erfiðar víðsvegar um heim síðustu ár. Íslensk, og erlend, hagsaga er þó lituð af jákvæðum jafnt sem neikvæðum, þekktum jafnt sem óþekktum, búhnykkjum. Við ræðum oft um hagvöxt sem stærð sem stýrist af ytri kröftum, en staðreyndin er sú að væntingar okkar drífa hann líka upp og niður. Fjárfesting og einkaneysla eru viðkvæmar fyrir væntingum almennings og fyrirtækja. Ef við búumst við því að allt fari á versta veg höldum við að okkur höndum og þá hægir á.
Sú vísitala sem kemst hvað næst því að mæla slíkt óvissuástand hér á landi er líklega væntingavísitala fyrirtækja um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Samkvæmt henni hafa stjórnendur í 400 stærstu fyrirtækjum landsins búist við versnandi aðstæðum frá lokum árs 2016. Þó mældist 4% hagvöxtur 2017 og stefnir í annan eins vöxt á þessu ári, þrátt fyrir umrædda fjárfestingarniðursveiflu. Oftar en ekki hefur fjárfestingarvöxtur fylgt vísitölu um efnahagsvæntingar, líkt og í tilviki fyrrnefndrar „heimsóvissuvísitölu“. Þó hægt hafi á fjárfestingarvexti síðastliðin tvö ár hafa væntingar á tímabilinu þróast í mun neikvæðari átt en fjárfesting fyrirtækja. Aðgerðir hafa ekki fylgt orðum og upplifun fram til þessa. Á síðasta fjórðungi varð þó loks úr og fjárfesting gaf eftir. Eins neikvæður og almenningur virðist vera stendur einkaneyslan þó enn keik. Mikil kaupmáttaraukning hefur mælst meðal flestra hópa á síðastliðnum árum og byggst upp vænlegur sparnaður meðal heimila. Meira svigrúm er því meðal almennings til að jafna út neyslu ef hægir á en meðal fyrirtækja sem hafa áhyggjur af hækkandi kostnaði eftir tímabil minnkandi rekstrarsvigrúms.
Aðrir vilja meina að það sé ekki óvissa ein og sér sem hefur áhrif á fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja, heldur erfiður aðgangur að fjármagni. Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem liðkar fyrir fjárfestingu erlendra aðila í tengslum við fjármagnshöft gæti stutt hér við. Erlendir aðilar eiga það til að sjá tækifærin hérlendis öðrum augum en innfæddir. Sums staðar þykir um 2,5% hagvöxtur, 5% vextir (á næsta ári) og stöðugt stjórnarfar hið besta fjárfestingarumhverfi þó Íslendingar upplifi það ekki þannig.
Skoðun

Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Misskilningur frú Sæland
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra!
Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja?
Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar

Strandveiðar - afvegaleidd umræða
Magnús Jónsson skrifar

Öll börn eiga rétt á öryggi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur
Magnús Magnússon skrifar

Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin?
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar

Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35
Haraldur Ólafsson skrifar

Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Tannheilsa skiptir höfuð máli
Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar

Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins
Viðar Halldórsson skrifar

Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun
Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar

125 hjúkrunarrými til reiðu
Aríel Pétursson skrifar

Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla
Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Værum öruggari utan Schengen
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum
Ingrid Kuhlman skrifar

Úlfurinn gerður að fjárhirði
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Byggð á Geldinganesi?
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Að toga í sömu átt
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia
Ólafur Stephensen skrifar

„Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“
Nichole Leigh Mosty skrifar

Mikil tækifæri í Farsældartúni
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Sameinuð gegn landamæraofbeldi
Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar

Hágæðaflug til Ísafjarðar
Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar

Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af!
Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar