TF-EIR og TF-GRO koma í þjónustu Landhelgisgæslunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. desember 2018 19:00 Á sjö árum hefur útköllum hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar fjölgað um 65 prósent og það sem af er áru eru útköllin orðin 265. Tvær nýjar þyrlur sem koma í þjónustu gæslunnar eftir áramót hafa fengið heitin TF-GRO og TF-EIR. Af þeim 265 útköllum sem flugdeild Landhelgisgæslunnar hefur sinnt það sem af er ári eru 30 prósent á sjó og 29 prósent Suðurlandi. 20 prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og níu prósent á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flest voru útköllin á milli klukkan tólf á hádegi til klukkan sex á kvöldin en rúm 40 prósent allra útkalla hafa verið á hæsta forgangsstigi þar sem líf fólks er í húfi. Fyrir tíu árum síðan var heildar fjöldi útkalla 154 og frá árinu 2011 og til dagsins í dag hefur útköllum fjölgað um 65 prósent. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu ÍslandsVísir/Friðrik ÞórSjúkraflug inn í land er að aukast „Þetta þýðir aukið álag og þá minnkandi tíma til annarra starfa eins og löggæslu og eftirlits en bitnar einna helst á æfingartíma,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Þó liggur fyrir að á næsta ári verður fjölgað um eina áhöfn í þyrluvakt Landhelgisgæslunnar. „Þetta er gríðarstórt skref og gerir það að verkum að okkur tekst að vera meira til taks með tvær áhafnir stærri hluta ársins,“ segir Georg. Georg segir að miðað við tölfræði síðustu ára mundi sjúkraflug aukast á næstu árum. „Sjúkraflug inn á land hefur aukist gríðarmikið þannig að við reiknum með því að svo verði,“ segir Georg.Önnur af leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem verður skilað á næsta áriVísir/VilhelmTF-EIR og TF-GRO koma til þjónustu á nýju ári Til umræðu hefur verið hvort staðsetja eigi minni sjúkraþyrlu á Suðurlandi og skilaði starfshópur skýrslu til heilbrigðisráðherra í sumar og kosti þess og galla. Georg segir að heppilegast væri að þyrlur væru staðsettar sem víðast um landið. „Það er alveg klárt, en á meðan skóinn kreppir að í fjármálum að þá er kannski ekki raunhæft að setja upp annað ríkisrekið flugfélag, heldur þá að berja í brestina hjá Landhelgisgæslunni og efla þá starfsemi sem þar er fyrir. En auðvitað er það okkar markmið að hafa þyrlu sem víðast,"segir Georg. Í lok janúar og byrjun apríl koma tvær nýjar þyrlur í flota gæslunnar í staðinn fyrir TF-SYN og TF-GNÁ. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-GRO og TF-EIR.TF-EIR, önnur af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem er væntanleg til landsins í janúar. Hin ber einkennisstafina TF-GROMynd/Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Á sjö árum hefur útköllum hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar fjölgað um 65 prósent og það sem af er áru eru útköllin orðin 265. Tvær nýjar þyrlur sem koma í þjónustu gæslunnar eftir áramót hafa fengið heitin TF-GRO og TF-EIR. Af þeim 265 útköllum sem flugdeild Landhelgisgæslunnar hefur sinnt það sem af er ári eru 30 prósent á sjó og 29 prósent Suðurlandi. 20 prósent á Vesturlandi og Vestfjörðum og níu prósent á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Flest voru útköllin á milli klukkan tólf á hádegi til klukkan sex á kvöldin en rúm 40 prósent allra útkalla hafa verið á hæsta forgangsstigi þar sem líf fólks er í húfi. Fyrir tíu árum síðan var heildar fjöldi útkalla 154 og frá árinu 2011 og til dagsins í dag hefur útköllum fjölgað um 65 prósent. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu ÍslandsVísir/Friðrik ÞórSjúkraflug inn í land er að aukast „Þetta þýðir aukið álag og þá minnkandi tíma til annarra starfa eins og löggæslu og eftirlits en bitnar einna helst á æfingartíma,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands. Þó liggur fyrir að á næsta ári verður fjölgað um eina áhöfn í þyrluvakt Landhelgisgæslunnar. „Þetta er gríðarstórt skref og gerir það að verkum að okkur tekst að vera meira til taks með tvær áhafnir stærri hluta ársins,“ segir Georg. Georg segir að miðað við tölfræði síðustu ára mundi sjúkraflug aukast á næstu árum. „Sjúkraflug inn á land hefur aukist gríðarmikið þannig að við reiknum með því að svo verði,“ segir Georg.Önnur af leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem verður skilað á næsta áriVísir/VilhelmTF-EIR og TF-GRO koma til þjónustu á nýju ári Til umræðu hefur verið hvort staðsetja eigi minni sjúkraþyrlu á Suðurlandi og skilaði starfshópur skýrslu til heilbrigðisráðherra í sumar og kosti þess og galla. Georg segir að heppilegast væri að þyrlur væru staðsettar sem víðast um landið. „Það er alveg klárt, en á meðan skóinn kreppir að í fjármálum að þá er kannski ekki raunhæft að setja upp annað ríkisrekið flugfélag, heldur þá að berja í brestina hjá Landhelgisgæslunni og efla þá starfsemi sem þar er fyrir. En auðvitað er það okkar markmið að hafa þyrlu sem víðast,"segir Georg. Í lok janúar og byrjun apríl koma tvær nýjar þyrlur í flota gæslunnar í staðinn fyrir TF-SYN og TF-GNÁ. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-GRO og TF-EIR.TF-EIR, önnur af tveimur nýjum leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar sem er væntanleg til landsins í janúar. Hin ber einkennisstafina TF-GROMynd/Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira