Félagsbústaðir stærsta íbúðafélag landsins Sigrún Árnadóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Félagsbústaðir voru stofnaðir árið 1997 sem hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar. Markmið rekstursins er að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni og koma þannig til móts við þarfir þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Félagsbústaðir eru stærsta leigufélag landsins með alls 2.550 íbúðir í lok árs 2018 en það jafngildir um 4,4% allra íbúða í Reykjavík og rúmlega 75% alls félagslegs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Lætur nærri að Félagsbústaðir eigi eina íbúð í hverjum stigagangi í höfuðborginni, sem fellur vel að stefnu borgaryfirvalda um félagslega blöndun. Fyrir liggja samþykktir borgaryfirvalda um að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði og hillir nú undir að því markmiði verði náð.Á ekki að skila rekstrarhagnaði Félagsbústaðir starfa í samræmi við húsnæðisstefnu og félagsleg markmið Reykjavíkurborgar og þeim er ekki heimilt að greiða út arð af rekstri til eigenda sinna, enda ekki gert ráð fyrir að félagið sé rekið í hagnaðarskyni. Frá árinu 2015 til dagsins í dag hafa Félagsbústaðir keypt 233 íbúðir og áætlað er að á tímabilinu 2019-2023 verði íbúðum fjölgað um 600. Bæði verða keyptar eldri og nýjar íbúðir auk þess sem áformað er að Félagsbústaðir byggi íbúðir sem þjóna þörfum fólks með fötlun. Það styður verulega þessa uppbyggingu að við úthlutum lóða á nýjum byggingareitum er nú gert ráð fyrir að Félagsbústaðir eigi kauprétt á 5% þeirra íbúða sem þar eru byggðar. Með lagabreytingu 2016 var innleidd stórfelld kerfisbreyting varðandi uppbyggingu og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis. Hún hefur m.a. leitt til þess að fleiri stórir aðilar hafa komið inn á leigumarkaðinn og er sérstakt ánægjuefni að þeirra á meðal er íbúðafélagið Bjarg sem stofnað var af ASÍ og BSRB. Það félag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.Rekstur Félagsbústaða í góðu horfi Félagsbústaðir hafa frá upphafi lagt áherslu á gott viðhald og útlit íbúða, húsa, lóða og sameigna. Vissulega má gera enn betur í þeim efnum en það hefur sýnt sig að betra útliti og ástandi eigna fylgir bætt umgengni. Skil á leigugreiðslum hafa einnig batnað mjög á þeim 20 árum sem liðin eru síðan fyrirtækið tók við rekstri leiguíbúða af Reykjavíkurborg, eða frá því að vera um 75% af leigutekjum upp í um 98%. Leigugreiðslur taka mið af kostnaðargrunni eftir kerfi sem miðar að því að skila rekstrinum á núlli. Almennt séð er rekstur Félagsbústaða í góðu horfi. Það er þó ærinn starfi fyrir þá liðlega 20 starfsmenn sem vinna hjá félaginu að takast á við það stóra verkefni sem felst í utanumhaldi og rekstri á þriðja þúsund félagslegra íbúða. Til að það geti gengið þarf starfsemin að njóta almenns trausts borgarbúa og þeirra sem eiga heima í íbúðum félagsins. Það er viðvarandi verkefni stjórnar og starfsmanna félagsins að ávinna það traust. Liður í því er að tryggja að stjórnhættir séu í góðu lagi, m.a. með því að starfrækja öfluga innri endurskoðun sem miðar að því að rekstur félagsins sé ætíð í réttu horfi og í samræmi við þær kröfur sem til hans eru gerðar. Þá er ekki síður mikilvægt að hlusta á viðskiptavini félagsins, en um þessar mundir er einmitt unnið að viðamikilli könnun á viðhorfi leigutaka til félagsins. Þegar áherslur í rekstri eru mótaðar er mikilvægt að hafa niðurstöður slíkra kannana til hliðsjónar.Vandaðir stjórnhættir – góð meðferð á almannafé Eins og hér hefur verið rakið hefur stefna borgarstjórnar á undanförnum árum leitt til aukinnar uppbyggingar á vegum Félagsbústaða. Íbúðum í eignasafni félagsins hefur fjölgað verulega og mun halda áfram að fjölga. Á sama tíma hafa verið lögbundnar verulegar breytingar á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu sem fela í sér fjölmargar áskoranir í rekstrinum. Um leið virðast þær einnig fela í sér tækifæri til grundvallarbreytinga á þessu sviði með auknu framboði íbúða og fjölgun valkosta. Meiri umsvifum Félagsbústaða hlýtur að fylgja aukin krafa um að vel sé farið með þá fjármuni sem lagðir eru til málaflokksins úr opinberum sjóðum og að þjónustan sé í samræmi við þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Vandaðir stjórnhættir hljóta ávallt að vera lykilatriði ef stuðla á að góðri meðferð almannafjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir voru stofnaðir árið 1997 sem hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar. Markmið rekstursins er að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni og koma þannig til móts við þarfir þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Félagsbústaðir eru stærsta leigufélag landsins með alls 2.550 íbúðir í lok árs 2018 en það jafngildir um 4,4% allra íbúða í Reykjavík og rúmlega 75% alls félagslegs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Lætur nærri að Félagsbústaðir eigi eina íbúð í hverjum stigagangi í höfuðborginni, sem fellur vel að stefnu borgaryfirvalda um félagslega blöndun. Fyrir liggja samþykktir borgaryfirvalda um að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði og hillir nú undir að því markmiði verði náð.Á ekki að skila rekstrarhagnaði Félagsbústaðir starfa í samræmi við húsnæðisstefnu og félagsleg markmið Reykjavíkurborgar og þeim er ekki heimilt að greiða út arð af rekstri til eigenda sinna, enda ekki gert ráð fyrir að félagið sé rekið í hagnaðarskyni. Frá árinu 2015 til dagsins í dag hafa Félagsbústaðir keypt 233 íbúðir og áætlað er að á tímabilinu 2019-2023 verði íbúðum fjölgað um 600. Bæði verða keyptar eldri og nýjar íbúðir auk þess sem áformað er að Félagsbústaðir byggi íbúðir sem þjóna þörfum fólks með fötlun. Það styður verulega þessa uppbyggingu að við úthlutum lóða á nýjum byggingareitum er nú gert ráð fyrir að Félagsbústaðir eigi kauprétt á 5% þeirra íbúða sem þar eru byggðar. Með lagabreytingu 2016 var innleidd stórfelld kerfisbreyting varðandi uppbyggingu og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis. Hún hefur m.a. leitt til þess að fleiri stórir aðilar hafa komið inn á leigumarkaðinn og er sérstakt ánægjuefni að þeirra á meðal er íbúðafélagið Bjarg sem stofnað var af ASÍ og BSRB. Það félag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.Rekstur Félagsbústaða í góðu horfi Félagsbústaðir hafa frá upphafi lagt áherslu á gott viðhald og útlit íbúða, húsa, lóða og sameigna. Vissulega má gera enn betur í þeim efnum en það hefur sýnt sig að betra útliti og ástandi eigna fylgir bætt umgengni. Skil á leigugreiðslum hafa einnig batnað mjög á þeim 20 árum sem liðin eru síðan fyrirtækið tók við rekstri leiguíbúða af Reykjavíkurborg, eða frá því að vera um 75% af leigutekjum upp í um 98%. Leigugreiðslur taka mið af kostnaðargrunni eftir kerfi sem miðar að því að skila rekstrinum á núlli. Almennt séð er rekstur Félagsbústaða í góðu horfi. Það er þó ærinn starfi fyrir þá liðlega 20 starfsmenn sem vinna hjá félaginu að takast á við það stóra verkefni sem felst í utanumhaldi og rekstri á þriðja þúsund félagslegra íbúða. Til að það geti gengið þarf starfsemin að njóta almenns trausts borgarbúa og þeirra sem eiga heima í íbúðum félagsins. Það er viðvarandi verkefni stjórnar og starfsmanna félagsins að ávinna það traust. Liður í því er að tryggja að stjórnhættir séu í góðu lagi, m.a. með því að starfrækja öfluga innri endurskoðun sem miðar að því að rekstur félagsins sé ætíð í réttu horfi og í samræmi við þær kröfur sem til hans eru gerðar. Þá er ekki síður mikilvægt að hlusta á viðskiptavini félagsins, en um þessar mundir er einmitt unnið að viðamikilli könnun á viðhorfi leigutaka til félagsins. Þegar áherslur í rekstri eru mótaðar er mikilvægt að hafa niðurstöður slíkra kannana til hliðsjónar.Vandaðir stjórnhættir – góð meðferð á almannafé Eins og hér hefur verið rakið hefur stefna borgarstjórnar á undanförnum árum leitt til aukinnar uppbyggingar á vegum Félagsbústaða. Íbúðum í eignasafni félagsins hefur fjölgað verulega og mun halda áfram að fjölga. Á sama tíma hafa verið lögbundnar verulegar breytingar á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu sem fela í sér fjölmargar áskoranir í rekstrinum. Um leið virðast þær einnig fela í sér tækifæri til grundvallarbreytinga á þessu sviði með auknu framboði íbúða og fjölgun valkosta. Meiri umsvifum Félagsbústaða hlýtur að fylgja aukin krafa um að vel sé farið með þá fjármuni sem lagðir eru til málaflokksins úr opinberum sjóðum og að þjónustan sé í samræmi við þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Vandaðir stjórnhættir hljóta ávallt að vera lykilatriði ef stuðla á að góðri meðferð almannafjár.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar