Félagsbústaðir stærsta íbúðafélag landsins Sigrún Árnadóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Félagsbústaðir voru stofnaðir árið 1997 sem hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar. Markmið rekstursins er að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni og koma þannig til móts við þarfir þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Félagsbústaðir eru stærsta leigufélag landsins með alls 2.550 íbúðir í lok árs 2018 en það jafngildir um 4,4% allra íbúða í Reykjavík og rúmlega 75% alls félagslegs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Lætur nærri að Félagsbústaðir eigi eina íbúð í hverjum stigagangi í höfuðborginni, sem fellur vel að stefnu borgaryfirvalda um félagslega blöndun. Fyrir liggja samþykktir borgaryfirvalda um að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði og hillir nú undir að því markmiði verði náð.Á ekki að skila rekstrarhagnaði Félagsbústaðir starfa í samræmi við húsnæðisstefnu og félagsleg markmið Reykjavíkurborgar og þeim er ekki heimilt að greiða út arð af rekstri til eigenda sinna, enda ekki gert ráð fyrir að félagið sé rekið í hagnaðarskyni. Frá árinu 2015 til dagsins í dag hafa Félagsbústaðir keypt 233 íbúðir og áætlað er að á tímabilinu 2019-2023 verði íbúðum fjölgað um 600. Bæði verða keyptar eldri og nýjar íbúðir auk þess sem áformað er að Félagsbústaðir byggi íbúðir sem þjóna þörfum fólks með fötlun. Það styður verulega þessa uppbyggingu að við úthlutum lóða á nýjum byggingareitum er nú gert ráð fyrir að Félagsbústaðir eigi kauprétt á 5% þeirra íbúða sem þar eru byggðar. Með lagabreytingu 2016 var innleidd stórfelld kerfisbreyting varðandi uppbyggingu og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis. Hún hefur m.a. leitt til þess að fleiri stórir aðilar hafa komið inn á leigumarkaðinn og er sérstakt ánægjuefni að þeirra á meðal er íbúðafélagið Bjarg sem stofnað var af ASÍ og BSRB. Það félag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.Rekstur Félagsbústaða í góðu horfi Félagsbústaðir hafa frá upphafi lagt áherslu á gott viðhald og útlit íbúða, húsa, lóða og sameigna. Vissulega má gera enn betur í þeim efnum en það hefur sýnt sig að betra útliti og ástandi eigna fylgir bætt umgengni. Skil á leigugreiðslum hafa einnig batnað mjög á þeim 20 árum sem liðin eru síðan fyrirtækið tók við rekstri leiguíbúða af Reykjavíkurborg, eða frá því að vera um 75% af leigutekjum upp í um 98%. Leigugreiðslur taka mið af kostnaðargrunni eftir kerfi sem miðar að því að skila rekstrinum á núlli. Almennt séð er rekstur Félagsbústaða í góðu horfi. Það er þó ærinn starfi fyrir þá liðlega 20 starfsmenn sem vinna hjá félaginu að takast á við það stóra verkefni sem felst í utanumhaldi og rekstri á þriðja þúsund félagslegra íbúða. Til að það geti gengið þarf starfsemin að njóta almenns trausts borgarbúa og þeirra sem eiga heima í íbúðum félagsins. Það er viðvarandi verkefni stjórnar og starfsmanna félagsins að ávinna það traust. Liður í því er að tryggja að stjórnhættir séu í góðu lagi, m.a. með því að starfrækja öfluga innri endurskoðun sem miðar að því að rekstur félagsins sé ætíð í réttu horfi og í samræmi við þær kröfur sem til hans eru gerðar. Þá er ekki síður mikilvægt að hlusta á viðskiptavini félagsins, en um þessar mundir er einmitt unnið að viðamikilli könnun á viðhorfi leigutaka til félagsins. Þegar áherslur í rekstri eru mótaðar er mikilvægt að hafa niðurstöður slíkra kannana til hliðsjónar.Vandaðir stjórnhættir – góð meðferð á almannafé Eins og hér hefur verið rakið hefur stefna borgarstjórnar á undanförnum árum leitt til aukinnar uppbyggingar á vegum Félagsbústaða. Íbúðum í eignasafni félagsins hefur fjölgað verulega og mun halda áfram að fjölga. Á sama tíma hafa verið lögbundnar verulegar breytingar á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu sem fela í sér fjölmargar áskoranir í rekstrinum. Um leið virðast þær einnig fela í sér tækifæri til grundvallarbreytinga á þessu sviði með auknu framboði íbúða og fjölgun valkosta. Meiri umsvifum Félagsbústaða hlýtur að fylgja aukin krafa um að vel sé farið með þá fjármuni sem lagðir eru til málaflokksins úr opinberum sjóðum og að þjónustan sé í samræmi við þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Vandaðir stjórnhættir hljóta ávallt að vera lykilatriði ef stuðla á að góðri meðferð almannafjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir voru stofnaðir árið 1997 sem hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar. Markmið rekstursins er að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni og koma þannig til móts við þarfir þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Félagsbústaðir eru stærsta leigufélag landsins með alls 2.550 íbúðir í lok árs 2018 en það jafngildir um 4,4% allra íbúða í Reykjavík og rúmlega 75% alls félagslegs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Lætur nærri að Félagsbústaðir eigi eina íbúð í hverjum stigagangi í höfuðborginni, sem fellur vel að stefnu borgaryfirvalda um félagslega blöndun. Fyrir liggja samþykktir borgaryfirvalda um að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði og hillir nú undir að því markmiði verði náð.Á ekki að skila rekstrarhagnaði Félagsbústaðir starfa í samræmi við húsnæðisstefnu og félagsleg markmið Reykjavíkurborgar og þeim er ekki heimilt að greiða út arð af rekstri til eigenda sinna, enda ekki gert ráð fyrir að félagið sé rekið í hagnaðarskyni. Frá árinu 2015 til dagsins í dag hafa Félagsbústaðir keypt 233 íbúðir og áætlað er að á tímabilinu 2019-2023 verði íbúðum fjölgað um 600. Bæði verða keyptar eldri og nýjar íbúðir auk þess sem áformað er að Félagsbústaðir byggi íbúðir sem þjóna þörfum fólks með fötlun. Það styður verulega þessa uppbyggingu að við úthlutum lóða á nýjum byggingareitum er nú gert ráð fyrir að Félagsbústaðir eigi kauprétt á 5% þeirra íbúða sem þar eru byggðar. Með lagabreytingu 2016 var innleidd stórfelld kerfisbreyting varðandi uppbyggingu og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis. Hún hefur m.a. leitt til þess að fleiri stórir aðilar hafa komið inn á leigumarkaðinn og er sérstakt ánægjuefni að þeirra á meðal er íbúðafélagið Bjarg sem stofnað var af ASÍ og BSRB. Það félag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.Rekstur Félagsbústaða í góðu horfi Félagsbústaðir hafa frá upphafi lagt áherslu á gott viðhald og útlit íbúða, húsa, lóða og sameigna. Vissulega má gera enn betur í þeim efnum en það hefur sýnt sig að betra útliti og ástandi eigna fylgir bætt umgengni. Skil á leigugreiðslum hafa einnig batnað mjög á þeim 20 árum sem liðin eru síðan fyrirtækið tók við rekstri leiguíbúða af Reykjavíkurborg, eða frá því að vera um 75% af leigutekjum upp í um 98%. Leigugreiðslur taka mið af kostnaðargrunni eftir kerfi sem miðar að því að skila rekstrinum á núlli. Almennt séð er rekstur Félagsbústaða í góðu horfi. Það er þó ærinn starfi fyrir þá liðlega 20 starfsmenn sem vinna hjá félaginu að takast á við það stóra verkefni sem felst í utanumhaldi og rekstri á þriðja þúsund félagslegra íbúða. Til að það geti gengið þarf starfsemin að njóta almenns trausts borgarbúa og þeirra sem eiga heima í íbúðum félagsins. Það er viðvarandi verkefni stjórnar og starfsmanna félagsins að ávinna það traust. Liður í því er að tryggja að stjórnhættir séu í góðu lagi, m.a. með því að starfrækja öfluga innri endurskoðun sem miðar að því að rekstur félagsins sé ætíð í réttu horfi og í samræmi við þær kröfur sem til hans eru gerðar. Þá er ekki síður mikilvægt að hlusta á viðskiptavini félagsins, en um þessar mundir er einmitt unnið að viðamikilli könnun á viðhorfi leigutaka til félagsins. Þegar áherslur í rekstri eru mótaðar er mikilvægt að hafa niðurstöður slíkra kannana til hliðsjónar.Vandaðir stjórnhættir – góð meðferð á almannafé Eins og hér hefur verið rakið hefur stefna borgarstjórnar á undanförnum árum leitt til aukinnar uppbyggingar á vegum Félagsbústaða. Íbúðum í eignasafni félagsins hefur fjölgað verulega og mun halda áfram að fjölga. Á sama tíma hafa verið lögbundnar verulegar breytingar á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu sem fela í sér fjölmargar áskoranir í rekstrinum. Um leið virðast þær einnig fela í sér tækifæri til grundvallarbreytinga á þessu sviði með auknu framboði íbúða og fjölgun valkosta. Meiri umsvifum Félagsbústaða hlýtur að fylgja aukin krafa um að vel sé farið með þá fjármuni sem lagðir eru til málaflokksins úr opinberum sjóðum og að þjónustan sé í samræmi við þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Vandaðir stjórnhættir hljóta ávallt að vera lykilatriði ef stuðla á að góðri meðferð almannafjár.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun