Hælisleitandinn er á vitnalista ákæruvaldsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. desember 2018 08:00 Ráðist var á manninn í íþróttasalnum á Litla-Hrauni. Vísir/vilhelm Ungi hælisleitandinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu kemur til landsins til að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina án vitundar verjanda hans og lögreglumannanna sem fóru með rannsókn málsins. Maðurinn er á vitnalista ákæruvaldsins, eins og venjan er um brotaþola, og á héraðssaksóknari nú samráð við önnur stjórnvöld, þar á meðal ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytið og fulltrúa Íslands hjá Europol, um mögulegan flutning vitnisins til landsins. Aðalmeðferð í málinu átti að hefjast í Héraðsdómi Suðurlands í gær en var frestað meðal annars vegna þess að annar tveggja ákærðu, Baldur Kolbeinsson, mætti ekki til aðalmeðferðar. Hann lauk afplánun sinni fyrir nokkru og er frjáls ferða sinna. Ákæra gegn Baldri og Trausta Rafni Henrikssyni tekur til alvarlegustu gerðar líkamsárásar í almennum hegningarlögum; 2. mgr. 218. gr. Meðal gagna í málinu er upptaka af árásinni úr öryggismyndavél en ráðist var að manninum í íþróttasal fangelsisins. Árásin er sögð hafa verið sérlega hrottafengin. Baldur hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar en Trausti neitar sök. Baldur var var árið 2014 dæmdur fyrir tvær líkamsárásir á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni, annars vegar fyrir að hafa veist að samfanga sínum, makað saur í andlit hans og munn og slegið hann svo bæði í höfuð og líkama og hins vegar fyrir að hafa sparkað ítrekað og slegið samfanga sinn í höfuð og líkama með hengilás og hnúajárni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Ungi hælisleitandinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu kemur til landsins til að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina án vitundar verjanda hans og lögreglumannanna sem fóru með rannsókn málsins. Maðurinn er á vitnalista ákæruvaldsins, eins og venjan er um brotaþola, og á héraðssaksóknari nú samráð við önnur stjórnvöld, þar á meðal ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytið og fulltrúa Íslands hjá Europol, um mögulegan flutning vitnisins til landsins. Aðalmeðferð í málinu átti að hefjast í Héraðsdómi Suðurlands í gær en var frestað meðal annars vegna þess að annar tveggja ákærðu, Baldur Kolbeinsson, mætti ekki til aðalmeðferðar. Hann lauk afplánun sinni fyrir nokkru og er frjáls ferða sinna. Ákæra gegn Baldri og Trausta Rafni Henrikssyni tekur til alvarlegustu gerðar líkamsárásar í almennum hegningarlögum; 2. mgr. 218. gr. Meðal gagna í málinu er upptaka af árásinni úr öryggismyndavél en ráðist var að manninum í íþróttasal fangelsisins. Árásin er sögð hafa verið sérlega hrottafengin. Baldur hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar en Trausti neitar sök. Baldur var var árið 2014 dæmdur fyrir tvær líkamsárásir á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni, annars vegar fyrir að hafa veist að samfanga sínum, makað saur í andlit hans og munn og slegið hann svo bæði í höfuð og líkama og hins vegar fyrir að hafa sparkað ítrekað og slegið samfanga sinn í höfuð og líkama með hengilás og hnúajárni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30
Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50