Þetta reddast alls ekki Kjartann Hreinn Njálsson skrifar 11. desember 2018 08:00 Eftir atburði síðustu daga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi liggur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hefur ekki í hyggju að fylgjast með af hliðarlínunni meðan heimsbyggðin tekur höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda. Þvert á móti virðist staðreyndin vera sú að Trump og erindrekar Bandaríkjastjórnar ætla að beita sér markvisst gegn því að samstaða náist um þessi mikilvægu markmið og aðgerðir. Bandaríkin hafa stillt sér upp við hlið Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit og freista þess nú að koma í veg fyrir að nýleg skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem varpaði ljósi á brýna þörf á að draga úr losun ef halda ætti hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður, verði innleidd af krafti í þá samningagerð sem nú stendur yfir í Póllandi. Löndin fjögur eru öll annaðhvort, eða hvort tveggja, stórnotendur eða stórframleiðendur á jarðefnaeldsneyti. Við finnum nú þegar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, og þau áhrif munu magnast á hverju ári í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessi staðreynd er engum dulin, ekki einu sinni Bandaríkjaforseta eða kollega hans í Moskvu. Fulltrúar Rússlands og Bandaríkjanna hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að virða velferð og framtíð þegna sinna að vettugi með því að hampa frekar hinu óbreytta ástandi. Þeir vita auðvitað að þeir verða ekki til staðar þegar til kastanna kemur; þegar áskoranir og erfiðleikar umbreytast í óviðráðanlegar hörmungar. Við fengum nasasjón af einni birtingarmynd þessara hörmunga í Póllandi í gær þegar hópur fjárfesta, sem saman sýsla með fjármuni sem nema 32 trilljónum Bandaríkjadala, varaði við því að án markvissra aðgerða til að draga úr kolabruna og losun gróðurhúsalofttegunda muni efnahagskreppa að líkindum skella á heimsbyggðinni sem verður margfalt dýpri en sú sem reið yfir árið 2008. Þessi kreppa verður þó ekki aðeins af efnahagslegum toga. Kreppa þessi mun raungerast í loftslagsbreytingum sem ógna bæði velferð allra jarðarbúa og þeim lífkerfum sem síðustu árþúsundir hafa staðið í viðkvæmu en nægilega stöðugu jafnvægi til að gefa okkur tækifæri til að blómstra sem tegund. Loftslagsmálin eru flókið og oft yfirþyrmandi umfjöllunarefni. Að upplifa doða eða uppgjöf frammi fyrir svo risavöxnu vandamáli eru eðlileg viðbrögð. Í aldanna rás hefur maðurinn tileinkað sér það skynsamlega viðhorf að læra af reynslunni, því miður er það svo að í tilfelli loftslagsbreytinga höfum við hvorki efni á né tíma til að taka mið af fortíðinni. Hins vegar vill svo heppilega til að á krefjandi tímum sem þessum höfum við nú, í krafti vísinda, samstöðu og mannúðar, tækifæri til að bregðast við og taka af skarið áður en það verður of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eftir atburði síðustu daga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi liggur fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hefur ekki í hyggju að fylgjast með af hliðarlínunni meðan heimsbyggðin tekur höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda. Þvert á móti virðist staðreyndin vera sú að Trump og erindrekar Bandaríkjastjórnar ætla að beita sér markvisst gegn því að samstaða náist um þessi mikilvægu markmið og aðgerðir. Bandaríkin hafa stillt sér upp við hlið Rússlands, Sádi-Arabíu og Kúveit og freista þess nú að koma í veg fyrir að nýleg skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, sem varpaði ljósi á brýna þörf á að draga úr losun ef halda ætti hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður, verði innleidd af krafti í þá samningagerð sem nú stendur yfir í Póllandi. Löndin fjögur eru öll annaðhvort, eða hvort tveggja, stórnotendur eða stórframleiðendur á jarðefnaeldsneyti. Við finnum nú þegar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, og þau áhrif munu magnast á hverju ári í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessi staðreynd er engum dulin, ekki einu sinni Bandaríkjaforseta eða kollega hans í Moskvu. Fulltrúar Rússlands og Bandaríkjanna hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að virða velferð og framtíð þegna sinna að vettugi með því að hampa frekar hinu óbreytta ástandi. Þeir vita auðvitað að þeir verða ekki til staðar þegar til kastanna kemur; þegar áskoranir og erfiðleikar umbreytast í óviðráðanlegar hörmungar. Við fengum nasasjón af einni birtingarmynd þessara hörmunga í Póllandi í gær þegar hópur fjárfesta, sem saman sýsla með fjármuni sem nema 32 trilljónum Bandaríkjadala, varaði við því að án markvissra aðgerða til að draga úr kolabruna og losun gróðurhúsalofttegunda muni efnahagskreppa að líkindum skella á heimsbyggðinni sem verður margfalt dýpri en sú sem reið yfir árið 2008. Þessi kreppa verður þó ekki aðeins af efnahagslegum toga. Kreppa þessi mun raungerast í loftslagsbreytingum sem ógna bæði velferð allra jarðarbúa og þeim lífkerfum sem síðustu árþúsundir hafa staðið í viðkvæmu en nægilega stöðugu jafnvægi til að gefa okkur tækifæri til að blómstra sem tegund. Loftslagsmálin eru flókið og oft yfirþyrmandi umfjöllunarefni. Að upplifa doða eða uppgjöf frammi fyrir svo risavöxnu vandamáli eru eðlileg viðbrögð. Í aldanna rás hefur maðurinn tileinkað sér það skynsamlega viðhorf að læra af reynslunni, því miður er það svo að í tilfelli loftslagsbreytinga höfum við hvorki efni á né tíma til að taka mið af fortíðinni. Hins vegar vill svo heppilega til að á krefjandi tímum sem þessum höfum við nú, í krafti vísinda, samstöðu og mannúðar, tækifæri til að bregðast við og taka af skarið áður en það verður of seint.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun