Útlit fyrir erfiða leit að nýjum starfsmannastjóra Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2018 10:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Svo virðist sem það verði ekki auðvelt fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að ráða nýjan starfsmannastjóra í Hvíta húsið. John Kelly, núverandi starfsmannastjóri mun hætta um áramótin en samband hans og Trump hefur versnað gífurlega frá því hann tók við stöðunni. Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. Undanfarnar vikur og jafnvel mánuði hefur Trump átt í viðræðum við Nick Ayers, starfsmannastjóra Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Sá vildi hins vegar ekki starfa sem starfsmannastjóri Trump lengur en til vors og vildi mikil völd með starfinu, samkvæmt heimildum Politico. Trump vill starfsmannastjóra til minnst tveggja ára.John Kelly er hér lengst til vinstri. Við hlið hans standa þau Ivanka Trump og Jared Kushner en þau tvö voru helstu stuðningsmenn þess að Nick Ayer (til hægri) tæki við Kelly.Getty/Jabin BotsfordAyers tilkynnti ákvörðun sína í gærkvöldi og virðist sem hún hafi komið flestum á óvart. Fjölmiðlar ytra hafa eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að þeir hefðu talið nánast öruggt að Ayers myndi taka við. Fyrst eftir að Trump tilkynnti að Kelly myndi hætta um áramótin sagði hann að staðgengill hershöfðingjans fyrrverandi yrði opinberaður á næstu tveimur dögum. Það hefur nú breyst og stendur til að opinbera viðkomandi aðila fyrir áramót.AP fréttaveitan segir nokkra koma til greina í huga Trump. Meðal þeirra eru Mick Mulvaney, sem hefur verið yfir fjárlagagerð ríkisstjórnar Trump, þingmaðurinn Mark Meadows, Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, Robert Lighthizer, samningamaður Bandaríkjanna vegna milliríkjaviðskipta, og jafnvel Mattew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og David Bossi, aðstoðarframkvæmdastjóri framboðs Trump.Sjá einnig: Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólkiÞar af hafa þó nokkrir strax látið koma fram að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Mnuchin og Lighthizer hafa báðir sagst ánægðir í sínum stöðum. Samkvæmt heimildum AP hefur Mulvaney ekki áhuga á stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann er sagður hafa lýst yfir áhuga á því að taka við fjármálaráðuneytinu. Starfsmannavelta Hvíta hússins hefur verið einstaklega mikil síðan Trump tók við embætti og eru deilur algengar á milli háttsettra starfsmanna Hvíta hússins. Það hefur reynst Trump erfitt að ráða vana embættismenn og ekki bætir úr skák að næstu tvö ár verða að öllum líkindum erfið í Hvíta húsinu. Bæði þarf að huga að endurkjöri Trump og í senn að eiga við komandi rannsóknir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem stjórnað verður af Demókrötum. Næsti starfsmannastjóri Trump verður sá þriðji frá því hann tók við embætti þann 20. janúar 2016. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á John Kelly er sagður hafa tekið í kraga Coreys Lewandowski og reynt að ýta honum upp við vegg rétt fyrir utan forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu í febrúar. 23. október 2018 12:11 Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Donald Trump kallar fyrrverandi aðstoðarkonu sína öllum illum nöfnum á Twitter. 14. ágúst 2018 13:14 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Svo virðist sem það verði ekki auðvelt fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að ráða nýjan starfsmannastjóra í Hvíta húsið. John Kelly, núverandi starfsmannastjóri mun hætta um áramótin en samband hans og Trump hefur versnað gífurlega frá því hann tók við stöðunni. Þó nokkrir aðilar eru nú til skoðunar en nokkrir hafa þegar gefið í skyn að þeir vilji hana ekki. Undanfarnar vikur og jafnvel mánuði hefur Trump átt í viðræðum við Nick Ayers, starfsmannastjóra Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Sá vildi hins vegar ekki starfa sem starfsmannastjóri Trump lengur en til vors og vildi mikil völd með starfinu, samkvæmt heimildum Politico. Trump vill starfsmannastjóra til minnst tveggja ára.John Kelly er hér lengst til vinstri. Við hlið hans standa þau Ivanka Trump og Jared Kushner en þau tvö voru helstu stuðningsmenn þess að Nick Ayer (til hægri) tæki við Kelly.Getty/Jabin BotsfordAyers tilkynnti ákvörðun sína í gærkvöldi og virðist sem hún hafi komið flestum á óvart. Fjölmiðlar ytra hafa eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins að þeir hefðu talið nánast öruggt að Ayers myndi taka við. Fyrst eftir að Trump tilkynnti að Kelly myndi hætta um áramótin sagði hann að staðgengill hershöfðingjans fyrrverandi yrði opinberaður á næstu tveimur dögum. Það hefur nú breyst og stendur til að opinbera viðkomandi aðila fyrir áramót.AP fréttaveitan segir nokkra koma til greina í huga Trump. Meðal þeirra eru Mick Mulvaney, sem hefur verið yfir fjárlagagerð ríkisstjórnar Trump, þingmaðurinn Mark Meadows, Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, Robert Lighthizer, samningamaður Bandaríkjanna vegna milliríkjaviðskipta, og jafnvel Mattew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og David Bossi, aðstoðarframkvæmdastjóri framboðs Trump.Sjá einnig: Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólkiÞar af hafa þó nokkrir strax látið koma fram að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Mnuchin og Lighthizer hafa báðir sagst ánægðir í sínum stöðum. Samkvæmt heimildum AP hefur Mulvaney ekki áhuga á stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann er sagður hafa lýst yfir áhuga á því að taka við fjármálaráðuneytinu. Starfsmannavelta Hvíta hússins hefur verið einstaklega mikil síðan Trump tók við embætti og eru deilur algengar á milli háttsettra starfsmanna Hvíta hússins. Það hefur reynst Trump erfitt að ráða vana embættismenn og ekki bætir úr skák að næstu tvö ár verða að öllum líkindum erfið í Hvíta húsinu. Bæði þarf að huga að endurkjöri Trump og í senn að eiga við komandi rannsóknir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem stjórnað verður af Demókrötum. Næsti starfsmannastjóri Trump verður sá þriðji frá því hann tók við embætti þann 20. janúar 2016.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á John Kelly er sagður hafa tekið í kraga Coreys Lewandowski og reynt að ýta honum upp við vegg rétt fyrir utan forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu í febrúar. 23. október 2018 12:11 Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Donald Trump kallar fyrrverandi aðstoðarkonu sína öllum illum nöfnum á Twitter. 14. ágúst 2018 13:14 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49
Starfsmannastjóri Hvíta hússins og ráðgjafi Trump tókust á John Kelly er sagður hafa tekið í kraga Coreys Lewandowski og reynt að ýta honum upp við vegg rétt fyrir utan forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu í febrúar. 23. október 2018 12:11
Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Donald Trump kallar fyrrverandi aðstoðarkonu sína öllum illum nöfnum á Twitter. 14. ágúst 2018 13:14
John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57
Bræði og óreiða í Hvíta húsinu Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans. 14. nóvember 2018 12:00
Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45