Tæknibyltingu í grunnskóla Katrín Atladóttir skrifar 10. desember 2018 07:00 Börn eru flest neytendur tækni en ekki skaparar hennar. Það má segja að þegar kemur að tækni kunni börn að lesa en ekki skrifa. Með því að kenna forritun og tölvunarfræði á grunnskólastigi mætti snúa þessu sambandi við og gera börn betur í stakk búin til að takast á við framtíðina. Forritunarmál eru einu tungumálin sem tölvur skilja. Til að geta talað við tölvur þarf að læra forritun og forritunarkunnátta því hluti af læsi 21. aldar. Grunnskólinn hefur lykilhlutverki að gegna þegar kemur að því að vekja áhuga hjá börnum og skapa grunn sem nýtist þeim til framtíðar. Að sameina leik og lærdóm með efni sem vekur áhuga og höfðar til barna. Við þurfum að þroska hæfileika barnanna til að greina vandamál, brjóta þau niður í smærri verkefni og leysa þau, m.a. með tækni. Að nota tækni sem verkfæri. Tæknilæsi og færni til að skilja hvernig tölvur virka verður sífellt mikilvægari. Ekki munu öll börn verða forritarar eða tölvunarfræðingar, ekki frekar en stærðfræðingar. Samt kennum við stærðfræði í grunnskólum til að búa til grunn sem þau búa að í verkefnum framtíðarinnar. Til þess að vekja áhuga fleiri á þessu sviði. Aukinn skilningur á tækni og beitingu hennar eflir kerfisbundna og gagnrýna hugsun á mörgum sviðum. Þannig opnast dyr að nýjum og eftirsóknarverðum störfum í framtíðinni. Tölvur og vélmenni eru orðin hluti af daglegu lífi og munu verða enn veigameiri þáttur. Það er mikilvægt að kunna að nota þessi tæki en líka að hafa grunnhugmynd um hvernig hún virkar. Ég mun því á næsta fundi borgarstjórnar leggja fram tillögu um innleiðingu forritunarkennslu í grunnskólum. Við viljum að börnin okkar verði leiðandi í fjórðu iðnbyltingunni. Það er spennandi og framsækið verkefni.Höfundur er borgarfulltrúi og hugbúnaðarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Börn eru flest neytendur tækni en ekki skaparar hennar. Það má segja að þegar kemur að tækni kunni börn að lesa en ekki skrifa. Með því að kenna forritun og tölvunarfræði á grunnskólastigi mætti snúa þessu sambandi við og gera börn betur í stakk búin til að takast á við framtíðina. Forritunarmál eru einu tungumálin sem tölvur skilja. Til að geta talað við tölvur þarf að læra forritun og forritunarkunnátta því hluti af læsi 21. aldar. Grunnskólinn hefur lykilhlutverki að gegna þegar kemur að því að vekja áhuga hjá börnum og skapa grunn sem nýtist þeim til framtíðar. Að sameina leik og lærdóm með efni sem vekur áhuga og höfðar til barna. Við þurfum að þroska hæfileika barnanna til að greina vandamál, brjóta þau niður í smærri verkefni og leysa þau, m.a. með tækni. Að nota tækni sem verkfæri. Tæknilæsi og færni til að skilja hvernig tölvur virka verður sífellt mikilvægari. Ekki munu öll börn verða forritarar eða tölvunarfræðingar, ekki frekar en stærðfræðingar. Samt kennum við stærðfræði í grunnskólum til að búa til grunn sem þau búa að í verkefnum framtíðarinnar. Til þess að vekja áhuga fleiri á þessu sviði. Aukinn skilningur á tækni og beitingu hennar eflir kerfisbundna og gagnrýna hugsun á mörgum sviðum. Þannig opnast dyr að nýjum og eftirsóknarverðum störfum í framtíðinni. Tölvur og vélmenni eru orðin hluti af daglegu lífi og munu verða enn veigameiri þáttur. Það er mikilvægt að kunna að nota þessi tæki en líka að hafa grunnhugmynd um hvernig hún virkar. Ég mun því á næsta fundi borgarstjórnar leggja fram tillögu um innleiðingu forritunarkennslu í grunnskólum. Við viljum að börnin okkar verði leiðandi í fjórðu iðnbyltingunni. Það er spennandi og framsækið verkefni.Höfundur er borgarfulltrúi og hugbúnaðarverkfræðingur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun