Erlent

Egyptar réðu 40 vígamenn af dögum vegna sprengingarinnar

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi sprenginarinnar í gær.
Frá vettvangi sprenginarinnar í gær. EPA/STR
Egypska lögreglan hefur svarað árásinni á rútu fulla af ferðamönnum í gær af hörku. Fjórir létust í sprengingunni sem varð nærri pýramídunum í Giza. Lögregla gerði í morgun áhlaup á vígamenn í Kaíró og í Norður Sínaí.

Yfirvöld höfðu áður lýst því yfir að litið væri á sprengingarnar sem hryðjuverk. Lögregla hafði hendur í hári alls fjörutíu hryðjuverkamanna samkvæmt því sem segir í yfirlýsingu egypskra yfirvalda. Í áhlaupum í Giza voru 30 vígamenn skotnir til bana en tíu í El-Arish, höfuðborg héraðsins Norður-Sínaí, sem liggur að landamærunum við Ísrael.

Í tilkynningu yfirvalda segir: Hópur hryðjuverkamanna áformuðu að ráðast á ríkisstofnanir, þá sérstaklega efnahagsstofnunum. Einnig hugðust þeir ráðast á ferðamenn og helgistaði kristinna í landinu.

Mikið ríður á í Egyptalandi enda er ferðamannatímabilið í fullum gangi. Einnig styttist í að koptiska kirkjan, aðal kirkja kristna minnihlutans í landinu haldi upp á sín jól en þau eru 7. janúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×