Koma þurfti öllu heila klabbinu niður þessar þrjár hæði en lyfta var ekki möguleiki. Því þurfti að halda niður sjö stiga til að komast á réttan stað. Simon, hinn skoski framleiðslustjóri tónleika Ólafs Arnalds, þurfti ásamt fleira starfsfólki að glíma við það vandamál í október þegar Ólafur hélt tónleika í Lucerna Hall í Prag, höfuðborg Tékklands.
Ólafur birti í gær myndskeið sem sýnir verkefnið sem starfsfólkið í kringum Ólaf þurfti að kljást við. Ljóst er að orð Ólafs eru sönn: Án starfsliðs væru engir tónleikar.
Without the crew there is no show. And we had a particular challenge in Prague this fall, where we had to carry the whole show down 7 flights of stairs. So we decided to follow our lovely Scottish production manager, Simon, around for the day and see what goes on. pic.twitter.com/HQZRW3Nkey
— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) December 28, 2018