Erlent

Hafa hækkað viðvörunarstig

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Indónesísk börn leika sér í hrúgu af fötum frá hjálparsamtökum.
Indónesísk börn leika sér í hrúgu af fötum frá hjálparsamtökum. Nordicphotos/AFP
Hamfaravarnastofnun Indónesíu hækkaði í gær viðvörunarstig upp á næsthæsta stig vegna gossins í eldfjallinu Anak Krakatá, eða Barni Krakatá. Sagði það gert vegna aukinnar eldvirkni í fjallinu.

„Hættusvæðið hefur verið stækkað úr tveggja kílómetra radíus í fimm. Íbúum og ferðamönnum er því óheimilt að koma nær fjallinu en sem nemur fimm kílómetrum,“ sagði í tilkynningu frá stofnuninni.

Skriða féll úr fjallinu á laugardag og orsakaði flóðbylgju. Bylgjan skall á strandbyggðum á eyjunum Jövu og Súmötru við Sunda-sund. Á fimmta hundrað lést í hamförunum og á annað hundrað er enn saknað. Hundruð bygginga eyðilögðust, bílum skolaði í burtu og tré rifnuðu upp með rótum. Þá er að minnsta kosti 16.000 enn gert að halda sig fjarri heimilum sínum og gista þúsundir því í neyðarskýlum.

Flugumferðarstjórnarstofnunin AirNav Indonesia sagðist í gær loka fyrir ákveðnar flugleiðir til og frá svæðinu vegna ösku sem fjallið spýr úr sér. Í samtali við BBC sagði verkefnastjóri hjá stofnuninni að ákvörðunin snerti 20-25 ferðir. 


Tengdar fréttir

Tala látinna hækkar enn í Indónesíu

Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir.

Björgunarstarf reynst erfitt vegna veðuröfga

Mikil úrkoma torveldar björgunarstarf á Jövu eftir að flóðbylgja skall á strandbyggðum á laugardaginn. Á fimmta hundrað látin. Veðrið, ölduhæð og áframhaldandi eldgos valda áhyggjum af möguleikanum á annarri flóðbylgju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×