Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2018 07:45 Þotan er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það kom svolítið á óvart að það hafi verið nógu hált til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jens Þórðarson, yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair, um aðdraganda þess að ein af þotum félagsins skemmdist að kvöldi jóladags. Þotan sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737 Max 1, framleidd á þessu ári. Hún er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. „Hún stóð við rana og snerist til í vindinum,“ segir Jens sem kveður hvassviðrið ekki síður en hálkuna á jóladagskvöld hafa komið mönnum dálítið í opna skjöldu. „En svona gerist alveg og við höfum lent í þessu áður. Hún rakst utan í ranann utan við flugstöðina,“ segir Jens sem kveður framenda á væng hafa rekist utan í landganginn. „Það urðu einhverjar skemmdir, ekki óskaplega miklar en það þarf að gera við þær og koma vélinni í gagnið aftur.“ Þotan var dregin inn í flugskýli eftir óhappið og er þar enn. „Það þarf að hanna svona viðgerðir og svo eru líka jól og þá tekur þetta lengri tíma,“ segir Jens um það hvenær áætlað er að þotan verði flughæf á ný. Látrabjarg kom til landsins frá París á aðfangadag klukkan hálf fjögur. Óhappið varð hins vegar á jóladagskvöld og þá stóð þotan mannlaus við einn landganga Leifsstöðvar enda engin flug hjá Icelandair á þeim tíma. Aðspurður kveðst Jens ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón Icelandair beri vegna skemmdanna. „Það fer allt í gegn um tryggingafélag en er ekkert eitthvað svakalegt,“ segir hann. Samkvæmt loftfaraskrá er TF-ICY í eigu Lagoon Leasing Co., Ltd. í Japan. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Það kom svolítið á óvart að það hafi verið nógu hált til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jens Þórðarson, yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair, um aðdraganda þess að ein af þotum félagsins skemmdist að kvöldi jóladags. Þotan sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737 Max 1, framleidd á þessu ári. Hún er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. „Hún stóð við rana og snerist til í vindinum,“ segir Jens sem kveður hvassviðrið ekki síður en hálkuna á jóladagskvöld hafa komið mönnum dálítið í opna skjöldu. „En svona gerist alveg og við höfum lent í þessu áður. Hún rakst utan í ranann utan við flugstöðina,“ segir Jens sem kveður framenda á væng hafa rekist utan í landganginn. „Það urðu einhverjar skemmdir, ekki óskaplega miklar en það þarf að gera við þær og koma vélinni í gagnið aftur.“ Þotan var dregin inn í flugskýli eftir óhappið og er þar enn. „Það þarf að hanna svona viðgerðir og svo eru líka jól og þá tekur þetta lengri tíma,“ segir Jens um það hvenær áætlað er að þotan verði flughæf á ný. Látrabjarg kom til landsins frá París á aðfangadag klukkan hálf fjögur. Óhappið varð hins vegar á jóladagskvöld og þá stóð þotan mannlaus við einn landganga Leifsstöðvar enda engin flug hjá Icelandair á þeim tíma. Aðspurður kveðst Jens ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón Icelandair beri vegna skemmdanna. „Það fer allt í gegn um tryggingafélag en er ekkert eitthvað svakalegt,“ segir hann. Samkvæmt loftfaraskrá er TF-ICY í eigu Lagoon Leasing Co., Ltd. í Japan.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira