Vill heimavist í borgina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 "Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti,“ segir Lilja Rannveig. Mynd/Alex Björn Bülow Stefánsson Borgfirðingurinn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þreytti frumraun sína sem alþingismaður síðustu vikuna fyrir jólafrí þingsins og segir það hafa verið áhugavert. „Það er virkilega spennandi að komast inn á þing. Ég sat mikið í salnum til þess bara að upplifa það og líka til að læra. Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti en tekur smá tíma að átta sig á. Það kemur í hænuskrefum.“ Lilja Rannveig er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, hún er 22 ára og með þeim allra yngstu sem hafa sest á þing hér á landi. Jómfrúarræða hennar fjallaði um nauðsyn þess að nemendur af landsbyggðinni eigi þess kost að dvelja á heimavist á höfuðborgarsvæðinu og njóti þannig jafnréttis til náms á við þá sem þar búa. Skyldi hún hafa verið með ræðuna tilbúna í skúffunni lengi? „Mér hefur að minnsta kosti lengi verið þetta málefni hugleikið og skrifaði grein um það í Fréttablaðið vorið 2016. Það eru tólf heimavistir á landinu fyrir framhaldsskólanema, en engin þeirra á höfuðborgarsvæðinu, þar sem framboð náms er þó mest,“ segir Lilja Rannveig sem gerði meira en að halda ræðu um efnið á Alþingi. Hún bar líka fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra beitti sér fyrir uppbyggingu slíkrar heimavistar.Haukur Axel í afmælisheimsókninni með föður sínum, Ólafi Daða Birgissyni.Lilja Rannveig var við nám í Verslunarskólanum á sínum tíma. „Mig langaði í Versló og barðist fyrir því að geta verið þar. Ég bjó á fjórum stöðum á fjórum árum. Mínar aðstæður voru ágætar en ég kynntist fólki utan af landi sem var ekki jafn heppið og tók eftir að margt af því hætti, fór heim aftur og jafnvel í eitthvert nám sem það langaði ekkert í. Allir nemendagarðar á höfuðborgarsvæðinu eru ætlaðir fyrir háskólanema og leigumarkaðurinn syðra er rándýr og erfiður.“ Nú lærir Lilja Rannveig til kennara, í fjarnámi og er skólaliði í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi, auk þess að sinna syninum Hauki Axel Ólafssyni sem varð eins árs fyrir nokkrum dögum og kom í afmælisheimsókn á Alþingi. „Haukur er fyrirburi og við foreldrarnir eyddum síðustu jólum á vökudeildinni með honum. Hann er kallaður „varaþingmaður“ af sumum vegna þess að ég var ólétt í kosningabaráttunni!“ Unnusta sínum, Ólafi Daða Birgissyni, kynntist Lilja Rannveig í Versló. Nú búa þau í Bakkakoti í Stafholtstungum, þar sem hún ólst upp. Hún segir þau ekki vera með búskap en aðstoða foreldra hennar af og til við að sinna kindum og hestum. „Mamma og pabbi eru í næsta húsi og amma og afi í öðru,“ lýsir hún. „Þannig að eftir að við fluttum heim eru fjórir ættliðir á einum bletti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Borgfirðingurinn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þreytti frumraun sína sem alþingismaður síðustu vikuna fyrir jólafrí þingsins og segir það hafa verið áhugavert. „Það er virkilega spennandi að komast inn á þing. Ég sat mikið í salnum til þess bara að upplifa það og líka til að læra. Það er svo margt í reglum þingsins sem er gert ráð fyrir að fólk viti en tekur smá tíma að átta sig á. Það kemur í hænuskrefum.“ Lilja Rannveig er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, hún er 22 ára og með þeim allra yngstu sem hafa sest á þing hér á landi. Jómfrúarræða hennar fjallaði um nauðsyn þess að nemendur af landsbyggðinni eigi þess kost að dvelja á heimavist á höfuðborgarsvæðinu og njóti þannig jafnréttis til náms á við þá sem þar búa. Skyldi hún hafa verið með ræðuna tilbúna í skúffunni lengi? „Mér hefur að minnsta kosti lengi verið þetta málefni hugleikið og skrifaði grein um það í Fréttablaðið vorið 2016. Það eru tólf heimavistir á landinu fyrir framhaldsskólanema, en engin þeirra á höfuðborgarsvæðinu, þar sem framboð náms er þó mest,“ segir Lilja Rannveig sem gerði meira en að halda ræðu um efnið á Alþingi. Hún bar líka fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra beitti sér fyrir uppbyggingu slíkrar heimavistar.Haukur Axel í afmælisheimsókninni með föður sínum, Ólafi Daða Birgissyni.Lilja Rannveig var við nám í Verslunarskólanum á sínum tíma. „Mig langaði í Versló og barðist fyrir því að geta verið þar. Ég bjó á fjórum stöðum á fjórum árum. Mínar aðstæður voru ágætar en ég kynntist fólki utan af landi sem var ekki jafn heppið og tók eftir að margt af því hætti, fór heim aftur og jafnvel í eitthvert nám sem það langaði ekkert í. Allir nemendagarðar á höfuðborgarsvæðinu eru ætlaðir fyrir háskólanema og leigumarkaðurinn syðra er rándýr og erfiður.“ Nú lærir Lilja Rannveig til kennara, í fjarnámi og er skólaliði í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi, auk þess að sinna syninum Hauki Axel Ólafssyni sem varð eins árs fyrir nokkrum dögum og kom í afmælisheimsókn á Alþingi. „Haukur er fyrirburi og við foreldrarnir eyddum síðustu jólum á vökudeildinni með honum. Hann er kallaður „varaþingmaður“ af sumum vegna þess að ég var ólétt í kosningabaráttunni!“ Unnusta sínum, Ólafi Daða Birgissyni, kynntist Lilja Rannveig í Versló. Nú búa þau í Bakkakoti í Stafholtstungum, þar sem hún ólst upp. Hún segir þau ekki vera með búskap en aðstoða foreldra hennar af og til við að sinna kindum og hestum. „Mamma og pabbi eru í næsta húsi og amma og afi í öðru,“ lýsir hún. „Þannig að eftir að við fluttum heim eru fjórir ættliðir á einum bletti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira