Björgunarstarf reynst erfitt vegna veðuröfga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Frá Indónesíu. Getty/Dimas Ardian Björgunarfólki í Indónesíu gekk erfiðlega að komast að afskekktari byggðum á vesturströnd eyjarinnar Jövu í gær til að aðstoða þá sem urðu illa úti í flóðbylgjunni sem skall á svæðinu í síðustu viku. Reuters greindi frá þessu. Flóðbylgjan skall á strandbyggðum á Jövu og Súmötru við Sunda-sund eftir að gos hófst í Anak Krakatá, eða Barni Krakatá, á laugardag. Hluti af fjallinu hljóp í sjóinn og við það myndaðist flóðbylgjan. Á fimmta hundrað fórust í hamförunum og fjölmargra er enn saknað. Þá slösuðust nærri 1.500 og 21.000 var gert að yfirgefa heimili sín og færa sig fjær ströndinni. Það þykir hafa gert hamfarirnar verri að engin flóðbylgjuviðvörun var send út þar sem flóðbylgjan myndaðist vegna eldgoss en ekki jarðskjálfta. Mikil úrkoma varð í gær á strönd Jövu og raskaði það samgöngum talsvert. Vegir urðu að forarpyttum og bílalestir, sem ferjuðu til að mynda vinnuvélar sem nýta á til þess að hreinsa burt brak og mögulega bjarga fólki úr húsarústum, komust seint á áfangastað. Vegna hins mikla votviðris hafa sjálfboðaliðar til dæmis þurft að byggja bráðabirgðabrýr úr steypuklumpum. Sutopo Purwo Nugroho, upplýsingafulltrúi hamfarastofnunar Indónesíu, sagði við Reuters að neyðarástandi hafi verið lýst yfir og það væri í gildi til 4. janúar. Það ætti að gera björgunarfólki auðveldara að vinna vinnu sína. Nugroho sagði björgunarfólk einbeita sér að bænum Sumur á suðvesturodda Jövu. Þar væru vegir stórskemmdir og því hafi þurft að ræsa af stað þyrlur til þess að flytja fólk og nauðsynjar á milli staða. Yfirvöld í Indónesíu sendu á ný út viðvörun í gær um að fólki bæri að halda sig fjarri ströndinni. Veðurstofa ríkisins lagði til að fólk héldi sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Enn gýs í Barni Krakatá, ölduhæð er mikil og veðrið afar slæmt. „Þetta ástand gæti orsakað frekari skriður í fjallinu og þannig mögulega aðra flóðbylgju,“ sagði Dwikorita Karnawati, forstöðumaður veðurstofunnar, á blaðamannafundi. Fjórtán ár voru í gær liðin frá því að gríðarleg flóðbylgja skall á Indónesíu og allnokkrum öðrum ríkjum í Indlandshafi. Indónesar fóru verst út úr hamförunum en alls fórust nærri 230.000 í þeim hamförum. Indónesía liggur á Kyrrahafseldhringnum og er því mikið hamfarasvæði. Barn Krakatá á sér sömuleiðis hamfarasögu. Fjallið reis úr gíg eldfjallsins Krakatá, sem þá var neðansjávar, árið 1927. Það fjall gaus einu mesta gosi skráðrar sögu árið 1883 og varð rúmlega 36.000 að bana. Asía Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53 222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Björgunarfólki í Indónesíu gekk erfiðlega að komast að afskekktari byggðum á vesturströnd eyjarinnar Jövu í gær til að aðstoða þá sem urðu illa úti í flóðbylgjunni sem skall á svæðinu í síðustu viku. Reuters greindi frá þessu. Flóðbylgjan skall á strandbyggðum á Jövu og Súmötru við Sunda-sund eftir að gos hófst í Anak Krakatá, eða Barni Krakatá, á laugardag. Hluti af fjallinu hljóp í sjóinn og við það myndaðist flóðbylgjan. Á fimmta hundrað fórust í hamförunum og fjölmargra er enn saknað. Þá slösuðust nærri 1.500 og 21.000 var gert að yfirgefa heimili sín og færa sig fjær ströndinni. Það þykir hafa gert hamfarirnar verri að engin flóðbylgjuviðvörun var send út þar sem flóðbylgjan myndaðist vegna eldgoss en ekki jarðskjálfta. Mikil úrkoma varð í gær á strönd Jövu og raskaði það samgöngum talsvert. Vegir urðu að forarpyttum og bílalestir, sem ferjuðu til að mynda vinnuvélar sem nýta á til þess að hreinsa burt brak og mögulega bjarga fólki úr húsarústum, komust seint á áfangastað. Vegna hins mikla votviðris hafa sjálfboðaliðar til dæmis þurft að byggja bráðabirgðabrýr úr steypuklumpum. Sutopo Purwo Nugroho, upplýsingafulltrúi hamfarastofnunar Indónesíu, sagði við Reuters að neyðarástandi hafi verið lýst yfir og það væri í gildi til 4. janúar. Það ætti að gera björgunarfólki auðveldara að vinna vinnu sína. Nugroho sagði björgunarfólk einbeita sér að bænum Sumur á suðvesturodda Jövu. Þar væru vegir stórskemmdir og því hafi þurft að ræsa af stað þyrlur til þess að flytja fólk og nauðsynjar á milli staða. Yfirvöld í Indónesíu sendu á ný út viðvörun í gær um að fólki bæri að halda sig fjarri ströndinni. Veðurstofa ríkisins lagði til að fólk héldi sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Enn gýs í Barni Krakatá, ölduhæð er mikil og veðrið afar slæmt. „Þetta ástand gæti orsakað frekari skriður í fjallinu og þannig mögulega aðra flóðbylgju,“ sagði Dwikorita Karnawati, forstöðumaður veðurstofunnar, á blaðamannafundi. Fjórtán ár voru í gær liðin frá því að gríðarleg flóðbylgja skall á Indónesíu og allnokkrum öðrum ríkjum í Indlandshafi. Indónesar fóru verst út úr hamförunum en alls fórust nærri 230.000 í þeim hamförum. Indónesía liggur á Kyrrahafseldhringnum og er því mikið hamfarasvæði. Barn Krakatá á sér sömuleiðis hamfarasögu. Fjallið reis úr gíg eldfjallsins Krakatá, sem þá var neðansjávar, árið 1927. Það fjall gaus einu mesta gosi skráðrar sögu árið 1883 og varð rúmlega 36.000 að bana.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53 222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53
222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30