Innlent

Kviknaði í kofa í Kópavogi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verið var að undirbúa að steikja kleinur í kofanum og kviknaði í út frá því að sögn varðstjóra.
Verið var að undirbúa að steikja kleinur í kofanum og kviknaði í út frá því að sögn varðstjóra. karl smith
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út klukkan 14:09 í dag þar sem kviknað hafði í kofa úti í garði við íbúðarhús í Kópavogi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið að slökkva eldinn og er verið að ganga frá á vettvangi.

Verið var að undirbúa að steikja kleinur í kofanum og kviknaði í út frá því að sögn varðstjóra.

 

Þrír bílar fóru af stað í útkallið en einum þeirra var snúið við. Tveir bílar eru því á vettvangi frá slökkviliðinu en eins og áður segir er vinnu þar að ljúka.

Að öðru leyti hefur aðfangadagur það sem af er verið tíðindalítill hjá slökkviliðinu. Fyrir hádegi logaði eldur í bíl uppi í Árbæ en það var minniháttar og var búið að slökkva með slökkvitæki þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn.

Fyrst var greint frá eldsvoðanum í Kópavogi á vef RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×