Erlent

Tala látinna hækkar enn í Indónesíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eyðileggingin í Indónesíu er gríðarleg.
Eyðileggingin í Indónesíu er gríðarleg. vísir/getty
Tala látinna hækkar stöðugt í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir.

Gríðarleg flóðbylgja skall á strönd Sundasunds vegna gossins. Sundasund er á milli eyjanna Súmötru og Jövu og tengir sundið Jövuhaf við Indlandshaf.

Talsmaður landsskrifstofu náttúruhamfara í Indónesíu, Sutapo Purwo Nugroho, segir að yfirvöld þurfi að þróa nýtt viðvörunarkerfi fyrir flóðbylgjur.

„Núverandi viðvörunarkerfi er fyrir jarðskjálftavirkni. Indónesía þarf að búa til viðvörunarkerfi fyrir flóðbylgjur sem verða vegna aurskriða og eldgosa neðansjávar,“ skrifaði Nugroho á Twitter.

Búist er við því að tala látinna hækki áfram þar sem 57 manns er enn saknað. Þá er talið að allt að 1600 manns hafi misst heimili sín vegna hamfaranna.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×