„Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 22:15 Vigdís er ekki sátt með skrif Jóns Gnarr. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, svarar Facebook-færslu Jóns Gnarr á síðu sinni í kvöld þar sem hún sakar hann um kvenfyrirlitningu og vísar hún þar í orð hans þar sem hann dregur í efa að einhver hafi áhuga á því að heyra hvað henni finnst. Hún segir ástæðuna vera að hún tilheyri ekki réttum flokki og sé ekki hluti af „góða fólkinu“. „Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr og kvenfyrirlitninguna í orðum hans sem snúa að mér - þegar hann undrast að Ríkisútvarpið hafi tekið við mig viðtal: „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í því hvað henni finnst?“. Jón Gnarr telur augsýnilega að oddviti stjórnmálaflokks í borgarstjórn - og fyrrverandi alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis - eigi ekki að komast að í fréttum RÚV af því hann tilheyrir ekki réttum flokki - er ekki hluti af góða fólkinu og er þar að auki kona.“ Hún segir Jón vera pirraðan vegna þess að kallað sé eftir því að borgarstjóri „vinstri manna“ axli ábyrgð vegna braggamálsins svokallaða og öllu því „rugli sem viðgengst fyrir allra augum undir hans stjórn“. „Hann er auðvitað vanur hinni óskráðu reglu margra fjölmiðla að gagnrýna bara stjórnmálamenn sumra flokka – en láta aðra alveg í friði,“ skrifar Vigdís.Ætlar að halda sínu striki fyrir fólkið í borginni Vigdís gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar Jóns að ástæða framúrkeyrslu verkefna Reykjavíkurborgar sé kerfislægur vandi sem hvorki Jón, sem fyrrum borgarstjóri, og núverandi borgarstjóri ráði ekkert við. Hún segir meirihlutan í borgarstjórn hafa fengið frítt spil í störfum sínum árabil og fengið sínu fram fjarri smásjá fjölmiðla og meirihlutans. „Sá tími er liðinn,“ bætir Vigdís við. „Það er ekki skrítið að þeir félagar Dagur og Jón séu óhressir með það - en þeir mega vera vissur um að sú sem þetta ritar ætlar að halda sínu striki ótrauð - með heilbrigða gagnrýni og almannahagsmuni að leiðarljósi - í þágu fólksins í borginni - því það á svo miklu betra skilið.“Segir offramboð af skoðunum Jóns Í færslu Jóns í dag kemur hann Degi B. Eggertssyni til varnar og gagnrýnir meðal annars hvernig margir hafa talað um veikindi hans. Vigdís segir veikindi Dags ekki vera afsökun fyrir því að sleppa því að ræða um borgarmálin og segir Jón sjálfan hafa „hamast á pólitískum andstæðingum“. „Af skoðunum Jóns Gnarr hefur um langt skeið verið meira framboð en eftirspurn. Hann hefur verið kvartsár undan umræðu í sinn garð - milli þess sem hann hamast á pólitískum andstæðingum og fargar málverkum sem hann hafði með sér heim í óleyfi af borgarstjórnarkontórnum.“ Að lokum segist Vigdís aldrei hafa talað um Dag né Hrólf Jónsson, fyrrum skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, sem vonda menn. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, svarar Facebook-færslu Jóns Gnarr á síðu sinni í kvöld þar sem hún sakar hann um kvenfyrirlitningu og vísar hún þar í orð hans þar sem hann dregur í efa að einhver hafi áhuga á því að heyra hvað henni finnst. Hún segir ástæðuna vera að hún tilheyri ekki réttum flokki og sé ekki hluti af „góða fólkinu“. „Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr og kvenfyrirlitninguna í orðum hans sem snúa að mér - þegar hann undrast að Ríkisútvarpið hafi tekið við mig viðtal: „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í því hvað henni finnst?“. Jón Gnarr telur augsýnilega að oddviti stjórnmálaflokks í borgarstjórn - og fyrrverandi alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis - eigi ekki að komast að í fréttum RÚV af því hann tilheyrir ekki réttum flokki - er ekki hluti af góða fólkinu og er þar að auki kona.“ Hún segir Jón vera pirraðan vegna þess að kallað sé eftir því að borgarstjóri „vinstri manna“ axli ábyrgð vegna braggamálsins svokallaða og öllu því „rugli sem viðgengst fyrir allra augum undir hans stjórn“. „Hann er auðvitað vanur hinni óskráðu reglu margra fjölmiðla að gagnrýna bara stjórnmálamenn sumra flokka – en láta aðra alveg í friði,“ skrifar Vigdís.Ætlar að halda sínu striki fyrir fólkið í borginni Vigdís gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar Jóns að ástæða framúrkeyrslu verkefna Reykjavíkurborgar sé kerfislægur vandi sem hvorki Jón, sem fyrrum borgarstjóri, og núverandi borgarstjóri ráði ekkert við. Hún segir meirihlutan í borgarstjórn hafa fengið frítt spil í störfum sínum árabil og fengið sínu fram fjarri smásjá fjölmiðla og meirihlutans. „Sá tími er liðinn,“ bætir Vigdís við. „Það er ekki skrítið að þeir félagar Dagur og Jón séu óhressir með það - en þeir mega vera vissur um að sú sem þetta ritar ætlar að halda sínu striki ótrauð - með heilbrigða gagnrýni og almannahagsmuni að leiðarljósi - í þágu fólksins í borginni - því það á svo miklu betra skilið.“Segir offramboð af skoðunum Jóns Í færslu Jóns í dag kemur hann Degi B. Eggertssyni til varnar og gagnrýnir meðal annars hvernig margir hafa talað um veikindi hans. Vigdís segir veikindi Dags ekki vera afsökun fyrir því að sleppa því að ræða um borgarmálin og segir Jón sjálfan hafa „hamast á pólitískum andstæðingum“. „Af skoðunum Jóns Gnarr hefur um langt skeið verið meira framboð en eftirspurn. Hann hefur verið kvartsár undan umræðu í sinn garð - milli þess sem hann hamast á pólitískum andstæðingum og fargar málverkum sem hann hafði með sér heim í óleyfi af borgarstjórnarkontórnum.“ Að lokum segist Vigdís aldrei hafa talað um Dag né Hrólf Jónsson, fyrrum skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, sem vonda menn.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43