Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Andri Eysteinsson skrifar 23. desember 2018 12:41 Eyþór telur Dag skauta heldur léttilega frá eigin ábyrgð vegna umdeilds verks við endurgerð bragga í Nauthólsvik. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, rúinn trausti í opnu bréfi sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag. Eyþór fjallar um skýrslu innri endurskoðunar í braggamálinu sem gefin var út í vikunni. Eyþór segir skýrsluna vera svarta, skýra og sláandi, staðfest sé að borgarstjóri hafi sýnt af sér umfangsmikla vanrækslu. Eyþór rifjar upp yfirlýsingu Hildar Björnsdóttur frá því í gær en hún lýsti því yfir að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um skýrsluna. Hildur krefst þess að borgarstjóri víki úr hópnum. Oddvitinn minnir á skýrslu innri endurskoðunar um viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum sem var birt í Október. Í kjölfar þeirrar skýrslu sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða uppstörfum og segir Eyþór það vera skýrt fordæmi. Í lok pistilsins segir Eyþór: „Borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð. Það er hið eina rétta“.Pistil Eyþórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Borgarstjóri rúinn traustiSkýrsla Innri endurskoðunar í “braggamálinu” var birt þegar fáeinir dagar voru til jóla. Niðurstaða skýrslunnar hefur þó ekki týnst í jólaösinni enda var hún svört, skýr og sláandi: Lög voru þverbrotinn og allt fór úrskeiðis frá upphafi til enda.Staðfest er að borgarstjóri sýndi af sér umfangsmikla vanrækslu. Ekki veit ég dæmi um að jafnmikill áfellisdómur hafi áður komið fram á hendur sitjandi borgarstjóra frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.Borgarskjalasafn hefur bent á að eyðing gagna sé alvarlegt lögbrot, en í braggamálinu var skjalavarsla í molum og tölvupóstum eytt með ólöglegum hætti. Skjalavarsla er hluti af verkefnum skrifstofu borgarstjóra, enda er Borgarskjalasafn staðsett inn á skrifstofu borgarstjóra. Borgarskjalasafn hefur ítrekað bent á að hörð viðurlög eru við brotum á skjalavörslu.Í stað þess að axla ábyrgð þá segir borgarstjóri að hann “finni til ábyrgðar” sem er ansi létt í hendi. Borgarstjórinn í Róm sagði af sér vegna tveggja milljóna krónu risnukostnaðar og þó eru ítölsk stjórnmál ekki hátt skrifuð.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lýsti því yfir í gær að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um braggaskýrsluna. Hann þurfi að víkja úr hópnum. Í gærkvöldi kom ályktun frá stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að borgarstjóra bæri að segja af sér. Á sama tíma og stofnanir borgarinnar hafa gagnrýnt störf borgarstjóra heyrist lítið í fulltrúum þeirra flokka sem eru í samstarfi við Samfylkinguna í borgarstjórn.Sú þögn er ærandi.Innri endurskoðun birti skýrslu í október síðastliðnum um óheimila framúrkeyrslu í viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum, en það félag er hluti af samstæðu borgarinnar. Strax og sú skýrsla var birt sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða af sér.Það er skýrt fordæmi.Ég sagði þann 11. október að borgarstjóri bæri ábyrgð á verkinu, enda mælti hann fyrir því, skrifaði undir eina samninginn og væri framkvæmdastjóri borgarinnar. Nú er það staðfest af stofnunum borgarinnar sjálfrar og fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið.Það er því ljóst að borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð.Það er hið eina rétta. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, rúinn trausti í opnu bréfi sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag. Eyþór fjallar um skýrslu innri endurskoðunar í braggamálinu sem gefin var út í vikunni. Eyþór segir skýrsluna vera svarta, skýra og sláandi, staðfest sé að borgarstjóri hafi sýnt af sér umfangsmikla vanrækslu. Eyþór rifjar upp yfirlýsingu Hildar Björnsdóttur frá því í gær en hún lýsti því yfir að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um skýrsluna. Hildur krefst þess að borgarstjóri víki úr hópnum. Oddvitinn minnir á skýrslu innri endurskoðunar um viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum sem var birt í Október. Í kjölfar þeirrar skýrslu sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða uppstörfum og segir Eyþór það vera skýrt fordæmi. Í lok pistilsins segir Eyþór: „Borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð. Það er hið eina rétta“.Pistil Eyþórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Borgarstjóri rúinn traustiSkýrsla Innri endurskoðunar í “braggamálinu” var birt þegar fáeinir dagar voru til jóla. Niðurstaða skýrslunnar hefur þó ekki týnst í jólaösinni enda var hún svört, skýr og sláandi: Lög voru þverbrotinn og allt fór úrskeiðis frá upphafi til enda.Staðfest er að borgarstjóri sýndi af sér umfangsmikla vanrækslu. Ekki veit ég dæmi um að jafnmikill áfellisdómur hafi áður komið fram á hendur sitjandi borgarstjóra frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.Borgarskjalasafn hefur bent á að eyðing gagna sé alvarlegt lögbrot, en í braggamálinu var skjalavarsla í molum og tölvupóstum eytt með ólöglegum hætti. Skjalavarsla er hluti af verkefnum skrifstofu borgarstjóra, enda er Borgarskjalasafn staðsett inn á skrifstofu borgarstjóra. Borgarskjalasafn hefur ítrekað bent á að hörð viðurlög eru við brotum á skjalavörslu.Í stað þess að axla ábyrgð þá segir borgarstjóri að hann “finni til ábyrgðar” sem er ansi létt í hendi. Borgarstjórinn í Róm sagði af sér vegna tveggja milljóna krónu risnukostnaðar og þó eru ítölsk stjórnmál ekki hátt skrifuð.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lýsti því yfir í gær að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um braggaskýrsluna. Hann þurfi að víkja úr hópnum. Í gærkvöldi kom ályktun frá stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að borgarstjóra bæri að segja af sér. Á sama tíma og stofnanir borgarinnar hafa gagnrýnt störf borgarstjóra heyrist lítið í fulltrúum þeirra flokka sem eru í samstarfi við Samfylkinguna í borgarstjórn.Sú þögn er ærandi.Innri endurskoðun birti skýrslu í október síðastliðnum um óheimila framúrkeyrslu í viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum, en það félag er hluti af samstæðu borgarinnar. Strax og sú skýrsla var birt sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða af sér.Það er skýrt fordæmi.Ég sagði þann 11. október að borgarstjóri bæri ábyrgð á verkinu, enda mælti hann fyrir því, skrifaði undir eina samninginn og væri framkvæmdastjóri borgarinnar. Nú er það staðfest af stofnunum borgarinnar sjálfrar og fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið.Það er því ljóst að borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð.Það er hið eina rétta.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira