Beið í fjórtán tíma eftir flugi sem fellt var niður Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 21:38 Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. AP/Tim Ireland Sindri Hjartarson, kærasta hans og tengdamóður, biðu í um fjórtán klukkustundir á Gatwick flugvellinum í London í dag. Þau voru að bíða eftir flugi með EasyJet en flugfélagið ákvað að endingu að fella niður öll flug. Ástæðan er sú, samkvæmt flugfélaginu, að ómögulegt sé að segja til um hvenær opnað verði aftur fyrir flugumferð á Gatwick. Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. Áætlanir tuga þúsunda manna hafa raskast og gætu liðið einhverjir dagar þar til opnað verður fyrir umferð á nýjan leik. Þeim sem eiga pantaða flugmiða hefur verið ráðlegt að fara ekki til Gatwick að svo stöddu. Þá hafa yfirvöld Bretlands kallað herinn til aðstoðar lögreglu og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að sökudólgarnir verði sóttir til saka. Sökudólgurinn eða dólgarnir gætu átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Sindri mætti á flugvöllinn, ásamt kærustu sinni og tengdamóður, klukkan fimm í morgun að breskum tíma. Þau voru á flugvellinum þar til skömmu fyrir sjö að kvöldi eða í um fjórtán klukkustundir. Sindri segir þau hafa verið á leið til Möltu en það sé nú mjög erfitt. Þeim bauðst næsta flug frá Bretlandi þann 27. desember en skoða nú aðrar leiðir.9,5 klst seinna erum við ennþá hér á #Gatwick. Fólk er tjúllað. Ég er reyndar sultu slakur. Fáum næstu upplýsingar eftir 1,5 klst — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) December 20, 2018 Þegar þau mættu var þegar búið að fella niður fjölmörg flug en varðandi önnur og þar á meðal þeirra flug, var staðan metin á klukkustundar fresti Upplýsingaflæði til fólks á Gatwick var verulega ábótavant og allt of fá sæti í boði. Sindri reyndi að komast inn á veitingastað en það var ómögulegt. Eftir að hafa beðið í röð í um 40 mínútur, án þess að nokkrum hafi verið hleypt inn, gáfust þau upp. „Það hefði til dæmis verið hægt að opna einhver hlið og veita fólki sæti þar,“ segir Sindri. „Fólk lá bara á gólfinu.“ Sindri segir að það eina sem hafi verið tilkynnt í kerfinu hafi verið að tafirnar væru vegna dróna. Ekkert hafi verið sagt um hvar mætti finna sæti né hver réttur þeirra væri varðandi matarmiða og annað. Þar sem þau eiga bókað hótel í Möltu og flug þaðan til London hafa þau leitað annarra leiða til að komast á leiðarenda. Sindri segir þau þó ekki stressuð þar sem þau hafi ætlað að verja jólunum saman og hafi ekki verið á leið til að hitta neinn. Þetta byrjaði allt í gærkvöldi þegar tveimur drónum var flogið yfir flugvöllinn. Opnað var fyrir flugumferð í stuttan tíma í nótt en þá sáust fleiri drónar. Þeir hafa svo sést ítrekað síðan.Samkvæmt BBC hefur lögreglan átt erfitt með að finna flugmann eða flugmenn drónanna.„Þegar við teljum okkur vera að nálgast flugmanninn, hverfur dróninn. Þegar við hugsum um að opna flugvöllinn aftur, birtist dróninn aftur,“ sagði lögreglustjórinn Justin Burtenshaw. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Sindri Hjartarson, kærasta hans og tengdamóður, biðu í um fjórtán klukkustundir á Gatwick flugvellinum í London í dag. Þau voru að bíða eftir flugi með EasyJet en flugfélagið ákvað að endingu að fella niður öll flug. Ástæðan er sú, samkvæmt flugfélaginu, að ómögulegt sé að segja til um hvenær opnað verði aftur fyrir flugumferð á Gatwick. Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. Áætlanir tuga þúsunda manna hafa raskast og gætu liðið einhverjir dagar þar til opnað verður fyrir umferð á nýjan leik. Þeim sem eiga pantaða flugmiða hefur verið ráðlegt að fara ekki til Gatwick að svo stöddu. Þá hafa yfirvöld Bretlands kallað herinn til aðstoðar lögreglu og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að sökudólgarnir verði sóttir til saka. Sökudólgurinn eða dólgarnir gætu átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Sindri mætti á flugvöllinn, ásamt kærustu sinni og tengdamóður, klukkan fimm í morgun að breskum tíma. Þau voru á flugvellinum þar til skömmu fyrir sjö að kvöldi eða í um fjórtán klukkustundir. Sindri segir þau hafa verið á leið til Möltu en það sé nú mjög erfitt. Þeim bauðst næsta flug frá Bretlandi þann 27. desember en skoða nú aðrar leiðir.9,5 klst seinna erum við ennþá hér á #Gatwick. Fólk er tjúllað. Ég er reyndar sultu slakur. Fáum næstu upplýsingar eftir 1,5 klst — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) December 20, 2018 Þegar þau mættu var þegar búið að fella niður fjölmörg flug en varðandi önnur og þar á meðal þeirra flug, var staðan metin á klukkustundar fresti Upplýsingaflæði til fólks á Gatwick var verulega ábótavant og allt of fá sæti í boði. Sindri reyndi að komast inn á veitingastað en það var ómögulegt. Eftir að hafa beðið í röð í um 40 mínútur, án þess að nokkrum hafi verið hleypt inn, gáfust þau upp. „Það hefði til dæmis verið hægt að opna einhver hlið og veita fólki sæti þar,“ segir Sindri. „Fólk lá bara á gólfinu.“ Sindri segir að það eina sem hafi verið tilkynnt í kerfinu hafi verið að tafirnar væru vegna dróna. Ekkert hafi verið sagt um hvar mætti finna sæti né hver réttur þeirra væri varðandi matarmiða og annað. Þar sem þau eiga bókað hótel í Möltu og flug þaðan til London hafa þau leitað annarra leiða til að komast á leiðarenda. Sindri segir þau þó ekki stressuð þar sem þau hafi ætlað að verja jólunum saman og hafi ekki verið á leið til að hitta neinn. Þetta byrjaði allt í gærkvöldi þegar tveimur drónum var flogið yfir flugvöllinn. Opnað var fyrir flugumferð í stuttan tíma í nótt en þá sáust fleiri drónar. Þeir hafa svo sést ítrekað síðan.Samkvæmt BBC hefur lögreglan átt erfitt með að finna flugmann eða flugmenn drónanna.„Þegar við teljum okkur vera að nálgast flugmanninn, hverfur dróninn. Þegar við hugsum um að opna flugvöllinn aftur, birtist dróninn aftur,“ sagði lögreglustjórinn Justin Burtenshaw.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22
Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23
WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27