Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2018 13:02 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að um þýðingarmikinn áfanga sé að ræða. vísir/vilhelm Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Í drögum samningsins er leyst úr þeim útgöngumálum sem við eiga með sambærilegum hætti og á milli Bretlands og ESB vegna útgöngunnar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að samningurinn muni meðal annars tryggja að Íslendingar sem búa í Bretlandi eða flytja þangað fyrir lok hins svokallaða bráðabirgðatímabils geti verið þar áfram og að réttindi þeirra verði í öllum grundvallaratriðum óbreytt. Þetta eigi sömuleiðis við um breska ríkisborgara sem búa á Íslandi. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að um afar þýðingarmikinn áfanga sé að ræða. „Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr sambandinu. Á meðan framhald málsins er enn sveipað nokkurri óvissu halda íslensk stjórnvöld áfram að búa sig undir mismunandi sviðsmyndir,“ segir Guðlaugur Þór. Í samningnum er að finna ákvæði sem tryggja réttindi borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og tengd réttindi sem varða til að mynda almannatryggingar og viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi. Ennfremur er í samningnum greitt úr ýmsum tæknilegum úrlausnarnefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála.Óvissa vegna breska þingsins Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. „Útgöngusamningur Bretlands úr ESB hefur sem fyrr segir ekki enn verið samþykktur af breska þinginu. Þar sem samningur EFTA-ríkjanna innan EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Bretland byggist á útgöngusamningi Bretlands úr ESB, verður hann eingöngu undirritaður ef útgöngusamningurinn nær endanlega fram að ganga. EFTA-ríkin innan EES og Bretland munu síðan þurfa að fullgilda samninginn. Pólitískt samkomulag ríkir þó á milli Íslands og Bretlands um að tryggja gagnkvæman rétt borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu, jafnvel þótt Bretland gangi úr ESB án samnings. Einnig er unnið að því að tryggja kjarnahagsmuni á lykilsviðum ef til útgöngu án samnings kæmi,“ segir í frétt ráðuneytisins. Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Í drögum samningsins er leyst úr þeim útgöngumálum sem við eiga með sambærilegum hætti og á milli Bretlands og ESB vegna útgöngunnar. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að samningurinn muni meðal annars tryggja að Íslendingar sem búa í Bretlandi eða flytja þangað fyrir lok hins svokallaða bráðabirgðatímabils geti verið þar áfram og að réttindi þeirra verði í öllum grundvallaratriðum óbreytt. Þetta eigi sömuleiðis við um breska ríkisborgara sem búa á Íslandi. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að um afar þýðingarmikinn áfanga sé að ræða. „Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr sambandinu. Á meðan framhald málsins er enn sveipað nokkurri óvissu halda íslensk stjórnvöld áfram að búa sig undir mismunandi sviðsmyndir,“ segir Guðlaugur Þór. Í samningnum er að finna ákvæði sem tryggja réttindi borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu og tengd réttindi sem varða til að mynda almannatryggingar og viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi. Ennfremur er í samningnum greitt úr ýmsum tæknilegum úrlausnarnefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála.Óvissa vegna breska þingsins Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. „Útgöngusamningur Bretlands úr ESB hefur sem fyrr segir ekki enn verið samþykktur af breska þinginu. Þar sem samningur EFTA-ríkjanna innan EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Bretland byggist á útgöngusamningi Bretlands úr ESB, verður hann eingöngu undirritaður ef útgöngusamningurinn nær endanlega fram að ganga. EFTA-ríkin innan EES og Bretland munu síðan þurfa að fullgilda samninginn. Pólitískt samkomulag ríkir þó á milli Íslands og Bretlands um að tryggja gagnkvæman rétt borgara til áframhaldandi búsetu eftir útgöngu, jafnvel þótt Bretland gangi úr ESB án samnings. Einnig er unnið að því að tryggja kjarnahagsmuni á lykilsviðum ef til útgöngu án samnings kæmi,“ segir í frétt ráðuneytisins.
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira