Án iðrunar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 20. desember 2018 07:00 Þegar minnst er á Klausturmálið alræmda í fréttum, og það er sannarlega gert ansi oft þessa dagana, er iðulega nefnd hugsanleg málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, konu sem er öryrki. Það að þingmennirnir skuli íhuga alvarlega að fara í mál við öryrkja og leggi kapp á að hann sæti refsingu og greiði þeim miskabætur bendir sannarlega ekki til þess að mikil iðrun ríki í huga þeirra. Ekki verður annað séð en þingmennirnir séu forhertir og neiti staðfastlega að horfast í augu við eigin gjörðir. Ljóst er að þeim finnst þeir hafa verið beittir miklum órétti og telja að ráðist hafi verið að æru þeirra með því að hljóðrita subbuleg fylliríssamtöl þeirra. Í bréfi lögmanns þeirra, Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns, segir að aðgerðin hafi falið í sér „saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu“ þeirra. Enginn þvingaði þingmennina til að hella sig fulla á vinnutíma Alþingis. Það var þeirra ákvörðun. Það er vissulega óheppilegt fyrir þá að viðbjóðurinn sem þeir létu út úr sér hafi verið opinberaður, en þeir geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Þingmenn þjóðarinnar eiga ekki að klæmast og spýta út úr sér sora á opinberum stöðum. Geri þeir slíkt verða þeir að líta í eigin barm og íhuga stöðu sína mjög alvarlega. Því miður virðist þessum þingmönnum gjörsamlega fyrirmunað að gera það. Þeir hafa fundið þann seka, öryrkjann Báru Halldórsdóttur og beina spjótum sínum að henni. Reynar virðast þeir um leið telja hana peð í einhvers konar samsæri illa þenkjandi pólitískra andstæðinga, jafn fjarstæðukennt og það nú hljómar. Í stað þess að viðurkenna forkastanlegt tal sitt á bar benda þingmennirnir á Báru sem þeir segja að hafi brotið á rétti þeirra. Þeir telja sig vera að beina athygli almennings frá sér en svo er alls ekki. Ef þingmenn gera alvöru úr því að draga öryrkja fyrir dóm er það ekki einungis fréttaefni hér á landi heldur víða um heim. Þingmennirnir treysta á það að dómstólar muni dæma upptökuna ólöglega, og vel má vera að það verði niðurstaðan. Það myndi þó ekki breyta neinu um það að skömmin er þingmannanna og þjóðin mun ekki láta þá gleyma því. Besta leiðin til að gera Báru Halldórsdóttur að enn meiri þjóðhetju en hún er þegar orðin er að þingmennirnir dragi hana fyrir dóm. Þjóðin mun fylkja sér um hana og víst er að efnt verður til söfnunar til að greiða kostnað eða sektir sem hún þarf að bera. Þingmennirnir munu standa eftir á berangri, ærulausir. Öllum verður á í lífinu. Ekki allir, en sem betur fer ansi margir, læra af því og iðrast innilega. Ekki verður séð að þessir þingmenn geri það. Þeir virðast ætla að halda dauðahaldi í lagabókstaf og vonast til að fá dómstóla í lið með sér. Jafnvel þótt það takist mun það ekki duga til að þeim hlotnist náð fyrir augum þjóðarinnar. Þingmennir hafa fallið á siðferðisprófinu, ekki einu sinni heldur ítrekað. En þeir sjá það ekki og einmitt í því er fall þeirra fólgið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Klausturmálið alræmda í fréttum, og það er sannarlega gert ansi oft þessa dagana, er iðulega nefnd hugsanleg málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, konu sem er öryrki. Það að þingmennirnir skuli íhuga alvarlega að fara í mál við öryrkja og leggi kapp á að hann sæti refsingu og greiði þeim miskabætur bendir sannarlega ekki til þess að mikil iðrun ríki í huga þeirra. Ekki verður annað séð en þingmennirnir séu forhertir og neiti staðfastlega að horfast í augu við eigin gjörðir. Ljóst er að þeim finnst þeir hafa verið beittir miklum órétti og telja að ráðist hafi verið að æru þeirra með því að hljóðrita subbuleg fylliríssamtöl þeirra. Í bréfi lögmanns þeirra, Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns, segir að aðgerðin hafi falið í sér „saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu“ þeirra. Enginn þvingaði þingmennina til að hella sig fulla á vinnutíma Alþingis. Það var þeirra ákvörðun. Það er vissulega óheppilegt fyrir þá að viðbjóðurinn sem þeir létu út úr sér hafi verið opinberaður, en þeir geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Þingmenn þjóðarinnar eiga ekki að klæmast og spýta út úr sér sora á opinberum stöðum. Geri þeir slíkt verða þeir að líta í eigin barm og íhuga stöðu sína mjög alvarlega. Því miður virðist þessum þingmönnum gjörsamlega fyrirmunað að gera það. Þeir hafa fundið þann seka, öryrkjann Báru Halldórsdóttur og beina spjótum sínum að henni. Reynar virðast þeir um leið telja hana peð í einhvers konar samsæri illa þenkjandi pólitískra andstæðinga, jafn fjarstæðukennt og það nú hljómar. Í stað þess að viðurkenna forkastanlegt tal sitt á bar benda þingmennirnir á Báru sem þeir segja að hafi brotið á rétti þeirra. Þeir telja sig vera að beina athygli almennings frá sér en svo er alls ekki. Ef þingmenn gera alvöru úr því að draga öryrkja fyrir dóm er það ekki einungis fréttaefni hér á landi heldur víða um heim. Þingmennirnir treysta á það að dómstólar muni dæma upptökuna ólöglega, og vel má vera að það verði niðurstaðan. Það myndi þó ekki breyta neinu um það að skömmin er þingmannanna og þjóðin mun ekki láta þá gleyma því. Besta leiðin til að gera Báru Halldórsdóttur að enn meiri þjóðhetju en hún er þegar orðin er að þingmennirnir dragi hana fyrir dóm. Þjóðin mun fylkja sér um hana og víst er að efnt verður til söfnunar til að greiða kostnað eða sektir sem hún þarf að bera. Þingmennirnir munu standa eftir á berangri, ærulausir. Öllum verður á í lífinu. Ekki allir, en sem betur fer ansi margir, læra af því og iðrast innilega. Ekki verður séð að þessir þingmenn geri það. Þeir virðast ætla að halda dauðahaldi í lagabókstaf og vonast til að fá dómstóla í lið með sér. Jafnvel þótt það takist mun það ekki duga til að þeim hlotnist náð fyrir augum þjóðarinnar. Þingmennir hafa fallið á siðferðisprófinu, ekki einu sinni heldur ítrekað. En þeir sjá það ekki og einmitt í því er fall þeirra fólgið.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun