Lögbrot í skjóli hins opinbera Árni Finnsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Meira en hálft ár er nú liðið frá því laxeldisfyrirtækið Arnarlax hóf meðvitað að brjóta gegn skilyrðum starfsleyfis fyrir sjókvíaeldi sem það starfrækir í Arnarfirði. Þær stofnanir sem eiga að hafa eftirlit með starfseminni vita af brotinu en aðhafast þó ekki af ástæðum sem ekki hafa verið skýrðar. Samkvæmt þeim skilyrðum sem sett voru í starfsleyfi fyrir Arnarlax ber að hvíla eldissvæði við Hringdal í Arnarfirði í að lágmarki sex til átta mánuði áður en ný kynslóð af eldislaxi er sett út í sjókvíar á svæðinu. Með hvíldinni fengi umhverfið tíma til að ná jafnvægi áður en næsti skammtur af botnfalli og annarri mengun frá hundruðum þúsunda fiska bætist við það sem fyrir er. Arnarlax hafði þessi skilyrði að engu og setti út fisk í kvíar á svæðinu í byrjun júní, aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað hafði verið fiski upp úr kvíum þar. Rétt er að taka fram að starfsleyfi fyrirtækisins er gefið út meðal annars á forsendum umhverfismats sem það lét sjálft gera, en þar kemur fram að hvíla þurfi eldissvæði í umræddan tíma. Umhverfisstofnun staðfesti þann 19. júní sl. að um frávik væri að ræða og krafði Arnarlax um úrbætur. Fyrirtækið hafði þá kröfu hins vegar að engu. Þann 16. júlí boðaði Umhverfisstofnun því að það yrði áminnt. Viðbrögð Arnalax voru þá að óska eftir undanþágu til umhverfisráðuneytisins. Síðan hefur ekkert gerst nema hvað Umhverfisstofnun sendi umsögn til ráðuneytisins í september þar sem lagst er gegn því að Arnarlax fái undanþágu. Afar sérstakt er að Umhverfisstofnun aðhafist ekki á meðan undanþágubeiðnin er til meðhöndlunar því ekkert í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að ráðuneytinu sé heimilt að veita hana. Vinnubrögð ráðuneytisins eru að sama skapi illskiljanleg en undanþágubeiðnin hefur nú legið þar óafgreidd í fimm mánuði. Á meðan geldur umhverfið fyrir. Furðu vekur að þessi starfsemi virði ekki þau skilyrði sem henni eru sett í starfsleyfi. Enn furðulegra er að Umhverfisstofnun og ráðuneyti málaflokksins skuli ekki tryggja að þau skilyrði séu virt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Meira en hálft ár er nú liðið frá því laxeldisfyrirtækið Arnarlax hóf meðvitað að brjóta gegn skilyrðum starfsleyfis fyrir sjókvíaeldi sem það starfrækir í Arnarfirði. Þær stofnanir sem eiga að hafa eftirlit með starfseminni vita af brotinu en aðhafast þó ekki af ástæðum sem ekki hafa verið skýrðar. Samkvæmt þeim skilyrðum sem sett voru í starfsleyfi fyrir Arnarlax ber að hvíla eldissvæði við Hringdal í Arnarfirði í að lágmarki sex til átta mánuði áður en ný kynslóð af eldislaxi er sett út í sjókvíar á svæðinu. Með hvíldinni fengi umhverfið tíma til að ná jafnvægi áður en næsti skammtur af botnfalli og annarri mengun frá hundruðum þúsunda fiska bætist við það sem fyrir er. Arnarlax hafði þessi skilyrði að engu og setti út fisk í kvíar á svæðinu í byrjun júní, aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað hafði verið fiski upp úr kvíum þar. Rétt er að taka fram að starfsleyfi fyrirtækisins er gefið út meðal annars á forsendum umhverfismats sem það lét sjálft gera, en þar kemur fram að hvíla þurfi eldissvæði í umræddan tíma. Umhverfisstofnun staðfesti þann 19. júní sl. að um frávik væri að ræða og krafði Arnarlax um úrbætur. Fyrirtækið hafði þá kröfu hins vegar að engu. Þann 16. júlí boðaði Umhverfisstofnun því að það yrði áminnt. Viðbrögð Arnalax voru þá að óska eftir undanþágu til umhverfisráðuneytisins. Síðan hefur ekkert gerst nema hvað Umhverfisstofnun sendi umsögn til ráðuneytisins í september þar sem lagst er gegn því að Arnarlax fái undanþágu. Afar sérstakt er að Umhverfisstofnun aðhafist ekki á meðan undanþágubeiðnin er til meðhöndlunar því ekkert í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir að ráðuneytinu sé heimilt að veita hana. Vinnubrögð ráðuneytisins eru að sama skapi illskiljanleg en undanþágubeiðnin hefur nú legið þar óafgreidd í fimm mánuði. Á meðan geldur umhverfið fyrir. Furðu vekur að þessi starfsemi virði ekki þau skilyrði sem henni eru sett í starfsleyfi. Enn furðulegra er að Umhverfisstofnun og ráðuneyti málaflokksins skuli ekki tryggja að þau skilyrði séu virt.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun