Íslendingur slapp naumlega í ógnvænlegu bílslysi í Liverpool Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 21:00 Aníka stóð á þessum gatnamótum þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum. Skjáskot úr öryggismyndavél Aníka Eyrún Sigurðardóttir slapp með naumindum þegar bíl var nærri því ekið á hóp fólks í Liverpool í gær. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og hliði með þeim afleiðingum að ljósastaurinn brotnaði og féll á fólkið. Aníka var í þessum hóp en slapp þó undan ljósastaurnum en það mátti ekki miklu muna. Hún hefur búið í Liverpool undanfarin þrjú og hálft ár ásamt manni sínum og tveimur börnum. Þegar klukkan var um korter yfir þrjú í gær var hún stödd á gatnamótum á Warbeck Moor götu á leið sinni að sækja börnin sín í skóla. Aníka segir jafnan mikla umferð á gatnamótunum á þessum tíma dags enda margir að sækja börn úr skóla. Ökumaðurinn bílsins hafði tekið fram úr allri umferðinni og ók utan í leigubíl skammt frá þeim stað þar sem Aníka stóð. Reyndi ökumaðurinn að flýja vettvang og beygði upp hjá barnum Black Bull en ók þá á móti umferð.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél af slysinu sem dagblaðið Liverpool Echo birti á vef sínum. Hann missti stjórn á bílnum og fór beint á umræddan ljósastaur og hlið. Aníka segir manninn ekki hafa staldrað við og athugað með slys á fólki heldur stokkið úr bílnum og hlaupið af vettvangi.Mynd sem Aníka tók af bílnum á slysstað.Þrír slösuðust þegar ljósastaurinn hafnaði á þeim. Ein kona fékk heilahristing, annar maður fékk ljósastaurinn í fótinn og önnur kona slasaðist á hendi þegar ljósastaurinn hafnaði á hendi hennar. „Ef ég hefði verið tveimur skrefum framar hefði ég endað undir þessum bíl,“ segir Aníka sem slapp ómeidd en varð fyrir miklu áfalli. Hún þurfti að aka fram hjá þessum gatnamótum í dag en áfallið var svo mikið að hún efast um að hún muni gera það aftur. „Ég held ég fari bara lengri leið til að sækja börnin,“ segir hún. Hún segist ekki vita til þess að búið sé að hafa uppi á ökumanninum en telur það afar líklegt. Á vettvangi var fólk sem þekkti til mannsins og sagði lögreglu hver það væri. Aníka segist hafa hugsað oft til þess síðastliðinn sólarhring hversu litlu mátti muna í þessu slysi. Maðurinn sem slasaðist á fæti hafði staðið fyrir framan hana í biðröð í bakaríi nokkrum mínútum áður og hefði hún staðið tveimur skrefum framar væri hún jafnvel ekki á lífi í dag.Aníka ásamt manni sínum Arnari Pétri Stefánssyni og börnum þeirra tveggja.AðsendHún segir að ekki hafi verið veitt áfallahjálp á vettvangi en kerfið virki þannig í Bretlandi að þeir sem vilja áfallahjálp geti leitað hennar á sjúkrahúsi. Bretland England Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Aníka Eyrún Sigurðardóttir slapp með naumindum þegar bíl var nærri því ekið á hóp fólks í Liverpool í gær. Bíllinn hafnaði á ljósastaur og hliði með þeim afleiðingum að ljósastaurinn brotnaði og féll á fólkið. Aníka var í þessum hóp en slapp þó undan ljósastaurnum en það mátti ekki miklu muna. Hún hefur búið í Liverpool undanfarin þrjú og hálft ár ásamt manni sínum og tveimur börnum. Þegar klukkan var um korter yfir þrjú í gær var hún stödd á gatnamótum á Warbeck Moor götu á leið sinni að sækja börnin sín í skóla. Aníka segir jafnan mikla umferð á gatnamótunum á þessum tíma dags enda margir að sækja börn úr skóla. Ökumaðurinn bílsins hafði tekið fram úr allri umferðinni og ók utan í leigubíl skammt frá þeim stað þar sem Aníka stóð. Reyndi ökumaðurinn að flýja vettvang og beygði upp hjá barnum Black Bull en ók þá á móti umferð.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr öryggismyndavél af slysinu sem dagblaðið Liverpool Echo birti á vef sínum. Hann missti stjórn á bílnum og fór beint á umræddan ljósastaur og hlið. Aníka segir manninn ekki hafa staldrað við og athugað með slys á fólki heldur stokkið úr bílnum og hlaupið af vettvangi.Mynd sem Aníka tók af bílnum á slysstað.Þrír slösuðust þegar ljósastaurinn hafnaði á þeim. Ein kona fékk heilahristing, annar maður fékk ljósastaurinn í fótinn og önnur kona slasaðist á hendi þegar ljósastaurinn hafnaði á hendi hennar. „Ef ég hefði verið tveimur skrefum framar hefði ég endað undir þessum bíl,“ segir Aníka sem slapp ómeidd en varð fyrir miklu áfalli. Hún þurfti að aka fram hjá þessum gatnamótum í dag en áfallið var svo mikið að hún efast um að hún muni gera það aftur. „Ég held ég fari bara lengri leið til að sækja börnin,“ segir hún. Hún segist ekki vita til þess að búið sé að hafa uppi á ökumanninum en telur það afar líklegt. Á vettvangi var fólk sem þekkti til mannsins og sagði lögreglu hver það væri. Aníka segist hafa hugsað oft til þess síðastliðinn sólarhring hversu litlu mátti muna í þessu slysi. Maðurinn sem slasaðist á fæti hafði staðið fyrir framan hana í biðröð í bakaríi nokkrum mínútum áður og hefði hún staðið tveimur skrefum framar væri hún jafnvel ekki á lífi í dag.Aníka ásamt manni sínum Arnari Pétri Stefánssyni og börnum þeirra tveggja.AðsendHún segir að ekki hafi verið veitt áfallahjálp á vettvangi en kerfið virki þannig í Bretlandi að þeir sem vilja áfallahjálp geti leitað hennar á sjúkrahúsi.
Bretland England Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira