Lækkuðu vægi erindreka ESB Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 14:58 Donald Trump og nafni hans Tusk, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins. EPA/ROBERT GHEMENT Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lækkað vægi erindreka Evrópusambandsins, án þess þó að láta Evrópusambandið vita. ESB er ekki lengur skilgreint sem þjóðríki. Þess í stað er sambandið skráð sem Alþjóðleg samtök, samkvæmt Deutsche Welle.Breytingarnar fela í sér að ólíklegra er að erindrekunum ESB verði boðið að taka þátt í opinberum athöfnum í Bandaríkjunum. Umræddir erindrekar uppgötvuðu ekki breytingar Hvíta hússins fyrr en við jarðarför George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hafði sendiherra ESB í Bandaríkjunum ekki verið boðið á nokkra viðburði og voru uppi vangaveltur í Brussel um að Hvíta húsið hefði endurskilgreint samband Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Það var svo staðfest í jarðarförinni. Þó Bandaríkin og Evrópusambandið hafi lengi átt í góðu sambandi og umfangsmiklum viðskiptum hefur Trump sjálfur ítrekað lýst yfir andúð sinni á sambandinu. Hann lýsti yfir stuðningi við útgöngu Breta úr sambandinu, Brexit, og hefur sömuleiðis harðlega gagnrýnt Evrópusambandið og ríki Evrópu varðandi viðskipti og varnarmál. Trump, sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna, hefur dregið Bandaríkin frá þó nokkrum samkomulögum sem ESB kemur að og þá hefur hann heitið því að endurbyggja heimsregluna sem myndaðist í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar á grundvelli þjóðríkja. Þar að auki nefndi Trump ESB sem einn helsta andstæðing Bandaríkjanna í fyrra.Embættismaður sem DW ræddi við segir í Brussel sé litið á þetta sem móðgun. Þegar embættismenn ESB settu sig í samband við Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi þau svör fengist að gleymst hefði verið að láta Evrópusambandið vita af breytingum á samskiptareglum. Ekki var gefið upp af hverju þessar breytingar hefðu verið gerðar. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lækkað vægi erindreka Evrópusambandsins, án þess þó að láta Evrópusambandið vita. ESB er ekki lengur skilgreint sem þjóðríki. Þess í stað er sambandið skráð sem Alþjóðleg samtök, samkvæmt Deutsche Welle.Breytingarnar fela í sér að ólíklegra er að erindrekunum ESB verði boðið að taka þátt í opinberum athöfnum í Bandaríkjunum. Umræddir erindrekar uppgötvuðu ekki breytingar Hvíta hússins fyrr en við jarðarför George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hafði sendiherra ESB í Bandaríkjunum ekki verið boðið á nokkra viðburði og voru uppi vangaveltur í Brussel um að Hvíta húsið hefði endurskilgreint samband Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Það var svo staðfest í jarðarförinni. Þó Bandaríkin og Evrópusambandið hafi lengi átt í góðu sambandi og umfangsmiklum viðskiptum hefur Trump sjálfur ítrekað lýst yfir andúð sinni á sambandinu. Hann lýsti yfir stuðningi við útgöngu Breta úr sambandinu, Brexit, og hefur sömuleiðis harðlega gagnrýnt Evrópusambandið og ríki Evrópu varðandi viðskipti og varnarmál. Trump, sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna, hefur dregið Bandaríkin frá þó nokkrum samkomulögum sem ESB kemur að og þá hefur hann heitið því að endurbyggja heimsregluna sem myndaðist í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar á grundvelli þjóðríkja. Þar að auki nefndi Trump ESB sem einn helsta andstæðing Bandaríkjanna í fyrra.Embættismaður sem DW ræddi við segir í Brussel sé litið á þetta sem móðgun. Þegar embættismenn ESB settu sig í samband við Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi þau svör fengist að gleymst hefði verið að láta Evrópusambandið vita af breytingum á samskiptareglum. Ekki var gefið upp af hverju þessar breytingar hefðu verið gerðar.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira