Þingmaður þjóðernisflokks varð fyrir alvarlegri líkamsárás Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2019 08:37 Frank Magnitz. EPA/HAYOUNG JEON Frank Magnitz, þýskur þingmaður þjóðernisflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg þýsku borgarinnar Bremen í gær. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir lögreglu að ráðist hafi verið á þingmanninn vegna stjórnmálaskoðana hans. Flokksdeild AfD í Bremen birti mynd af Magnitz á Facebook-síðu sinni í gær. Á myndinni virðist Magnitz liggja í sjúkrarúmi, alblóðugur með stóran skurð á enninu. Í færslunni segir að þrír grímuklæddir menn hafi ráðist á hann. „Þeir börðu hann með viðarbita þangað til hann missti meðvitund og spörkuðu hann svo í jörðina,“ segir í færslunni. Þá þakkar flokkurinn verkamanni sem gekk fram á árásina og skarst í leikinn. Flokkurinn segist einnig ætla að fylgjast náið með viðbrögðum annarra flokka á þýska þinginu næstu daga. Þá verði einblínt á árásir af vinstri væng stjórnmálanna gegn þeim hægri, sem aðrir flokkar veigri sér við að fordæma og gangi jafnvel svo langt að styðja. Forystumaður AfD, Jörg Meuthen, kallaði atvikið hryðjuverkaárás í Facebook-færslu í gær. Þá sagðist hann í svo miklu áfalli vegna árásarinnar að hann gæti ekki hugsað sér að tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Magnitz hefur leitt AfD í Bremen síðan árið 2015 og setið á þingi fyrir flokkin síðan árið 2017. Hann hefur sett sig upp á móti innflytjendum frá múslimalöndum í Þýskalandi og er andstæðingur evrunnar. AfD er þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar árið 2017. Evrópa Þýskaland Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Frank Magnitz, þýskur þingmaður þjóðernisflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), varð fyrir alvarlegri líkamsárás í miðborg þýsku borgarinnar Bremen í gær. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir lögreglu að ráðist hafi verið á þingmanninn vegna stjórnmálaskoðana hans. Flokksdeild AfD í Bremen birti mynd af Magnitz á Facebook-síðu sinni í gær. Á myndinni virðist Magnitz liggja í sjúkrarúmi, alblóðugur með stóran skurð á enninu. Í færslunni segir að þrír grímuklæddir menn hafi ráðist á hann. „Þeir börðu hann með viðarbita þangað til hann missti meðvitund og spörkuðu hann svo í jörðina,“ segir í færslunni. Þá þakkar flokkurinn verkamanni sem gekk fram á árásina og skarst í leikinn. Flokkurinn segist einnig ætla að fylgjast náið með viðbrögðum annarra flokka á þýska þinginu næstu daga. Þá verði einblínt á árásir af vinstri væng stjórnmálanna gegn þeim hægri, sem aðrir flokkar veigri sér við að fordæma og gangi jafnvel svo langt að styðja. Forystumaður AfD, Jörg Meuthen, kallaði atvikið hryðjuverkaárás í Facebook-færslu í gær. Þá sagðist hann í svo miklu áfalli vegna árásarinnar að hann gæti ekki hugsað sér að tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Magnitz hefur leitt AfD í Bremen síðan árið 2015 og setið á þingi fyrir flokkin síðan árið 2017. Hann hefur sett sig upp á móti innflytjendum frá múslimalöndum í Þýskalandi og er andstæðingur evrunnar. AfD er þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar árið 2017.
Evrópa Þýskaland Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Tugir þúsunda mótmæla útlendingahatri í Berlín Tugir þúsunda Berlínarbúa flykktust út á götur þýsku höfuðborgarinnar til að mótmæla útlendingahatri og uppgangi öfgahægriafla í þýskum stjórnmálum. 13. október 2018 21:35
Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26
Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08