Gólfplata brast vegna mistaka í steypuvinnu við Hlíðarenda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. janúar 2019 06:00 Fjarstýrður bor var notaður til að brjóta afganginn af gólfplötunni. Endurgera þarf alla plötuna. Mynd/Línuborun Betur fór en á horfðist fyrir skemmstu þegar nýsteypt gólfplata í nýbyggingu á Hlíðarendareitnum svokallaða í Reykjavík gaf sig. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu sakaði engan í óhappinu. Vinnueftirlitið greinir frá því að það liggi fyrir hvað gerðist en samkvæmt því var burðarþol uppsláttar undir plötunni ekki nægilegt. Eftir því sem næst verður komist var steypan ekki þornuð og rann því til þegar undirstöður gáfu sig. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri Vinnueftirlitsins, staðfestir að atvikið hafi verið tilkynnt til stofnunarinnar en að fulltrúar hafi ekki farið á svæðið eftir óhappið. Það verði þó gert síðar og öll öryggismál framkvæmdasvæðisins skoðuð eins og venja er. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir helgi hafði málið ekki verið tilkynnt þangað en staðfest sömuleiðis að byggingarfulltrúi myndi spyrjast fyrir um hvað þarna gerðist. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort niðurstaða hafi fengist í þá skoðun. Eftir að gólfplatan gaf sig fyrir jól var verktakafyrirtækinu Línuborun falið að klára að brjóta niður afganginn af gólfplötunni, sem þarf að endurgera. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt. Línuborun þurfti meðal annars að nota fjarstýrða brotvél til verksins. Línuborun birti myndir af verkinu á Facebook-síðu sinni og veitti Fréttablaðinu leyfi til að endurbirta þær. Þar segir sömuleiðis að mikil heppni sé að enginn hafi slasast. Fyrirhugað er að nærri átta hundruð íbúðir rísi á Hlíðarendareitnum svokallaða. Fyrstu íbúðirnar sem byggðar voru fóru í sölu í byrjun síðasta árs. Þrátt fyrir umleitanir Fréttablaðsins tókst ekki að hafa uppi á verktakanum sem kom að því að steypa gólfplötuna.Frá vinnusvæðinu á Hlíðarendareitnum.Mynd/línuborunEins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt.Mynd/línuborun Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Vinnumarkaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Betur fór en á horfðist fyrir skemmstu þegar nýsteypt gólfplata í nýbyggingu á Hlíðarendareitnum svokallaða í Reykjavík gaf sig. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu sakaði engan í óhappinu. Vinnueftirlitið greinir frá því að það liggi fyrir hvað gerðist en samkvæmt því var burðarþol uppsláttar undir plötunni ekki nægilegt. Eftir því sem næst verður komist var steypan ekki þornuð og rann því til þegar undirstöður gáfu sig. Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri Vinnueftirlitsins, staðfestir að atvikið hafi verið tilkynnt til stofnunarinnar en að fulltrúar hafi ekki farið á svæðið eftir óhappið. Það verði þó gert síðar og öll öryggismál framkvæmdasvæðisins skoðuð eins og venja er. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir helgi hafði málið ekki verið tilkynnt þangað en staðfest sömuleiðis að byggingarfulltrúi myndi spyrjast fyrir um hvað þarna gerðist. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort niðurstaða hafi fengist í þá skoðun. Eftir að gólfplatan gaf sig fyrir jól var verktakafyrirtækinu Línuborun falið að klára að brjóta niður afganginn af gólfplötunni, sem þarf að endurgera. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt. Línuborun þurfti meðal annars að nota fjarstýrða brotvél til verksins. Línuborun birti myndir af verkinu á Facebook-síðu sinni og veitti Fréttablaðinu leyfi til að endurbirta þær. Þar segir sömuleiðis að mikil heppni sé að enginn hafi slasast. Fyrirhugað er að nærri átta hundruð íbúðir rísi á Hlíðarendareitnum svokallaða. Fyrstu íbúðirnar sem byggðar voru fóru í sölu í byrjun síðasta árs. Þrátt fyrir umleitanir Fréttablaðsins tókst ekki að hafa uppi á verktakanum sem kom að því að steypa gólfplötuna.Frá vinnusvæðinu á Hlíðarendareitnum.Mynd/línuborunEins og sjá má á meðfylgjandi mynd er tjónið nokkurt.Mynd/línuborun
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Vinnumarkaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira