Erlent

Birti myndir af látnum föður á Facebook

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Facebook bjargaði lítilli stúlku úr hræðilegum aðstæðum.
Facebook bjargaði lítilli stúlku úr hræðilegum aðstæðum. Nordicphotos/Getty
Sex ára stúlku frá Mich­igan í Bandaríkjunum var bjargað af heimili sínu við afar sérstakar kringumstæður í síðustu viku.

Ástæðan fyrir því að stúlkunni var bjargað var að hún náði að birta mynd af látnum föður sínum og meðvitundarlausri stjúpmóður á Facebook-síðu föðurins.

Ættingi stúlkunnar í Tennessee sá myndina og hafði umsvifalaust samband við lögregluna í Mount Morris Township, norður af Flint í Michigan, sem kom stúlkunni til bjargar.

Á fimmtudagskvöld fundu lögreglumenn föður stúlkunnar látinn á gólfinu og stjúpmóðurina, sem var þá mjög þungt haldin og var flutt á gjörgæslu.

Talsmaður lögreglunnar í Mount Morris Township segir að svo virðist sem fólkið hafi tekið of stóran skammt fíkniefna.

Litlu stúlkunni var komið til móður sinnar. Telpan fékk mikið hrós frá lögreglu fyrir útsjónarsemi við afar erfiðar aðstæður, sem kunni að hafa bjargað lífi stjúpmóður hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×