Hafró vaktar fjarsvæði laxeldis á Vestfjörðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. janúar 2019 08:00 Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var í leiðangri. Fréttablaðið/Pjetur Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nýlokið sínum fyrsta leiðangri í vöktun á fjarsvæðum laxeldis í Arnarfirði og á svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi. „Í fullkomum heimi hefðum við viljað vera búnir að taka mikið af sýnum í Arnarfirði áður en laxeldi var hafið þar en við erum að byggja upp þekkingu um svæðið; reynslu og gögn til að geta fylgst betur með í framtíðinni,“ segir Hjalti Karlsson, sjávarlíffræðingur og verkefnastjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hjalti bætir því við að markmiðið með vöktun í Ísafjarðardjúpi sé að ná í grunnstöðu áður en fiskeldi hefst þar. Verkefnið lýtur að því að skoða umhverfisáhrif laxeldis fyrir utan svæðin undir og við laxeldiskvíar sem fyrirtækjunum sjálfum er ætlað að vakta lögum samkvæmt. „Þeim er ekki gert að vakta fjarsvæðin, sem eru þá kílómetra eða lengra frá kvíunum. Í þessu verkefni ætlum við okkur að gera það og vorum í okkar fyrsta leiðangri af þessu tagi,“ segir Hjalti. Hafrannsóknastofnun fékk styrk úr Umhverfssjóði sjókvíaeldis til að hefja verkefnið. „Í þessum fyrsta leiðangri fórum við á ótal staði í nokkurri fjarlægð og mikilli fjarlægð frá eldisstöðvum í Arnarfirði en í Ísafirði á svæðum þar sem menn hafa sýnt áhuga á að hefja eldi og í nágrenni við þau,“ segir Hjalti. Í leiðangrinum voru neðanjarðarmyndavélar settar niður á 23 stöðum í Arnarfirði og á yfir 40 stöðum í Ísafjarðardjúpi auk þess sem sýni voru tekin á hverjum stað. „Úr botngreipum fáum við sýni af botndýrum til greiningar til að átta okkur á stöðunni á lífríkinu og í framhaldinu að geta svo farið aftur á staðina með það fyrir augum að kanna hvort einhverjar breyt- ingar hafa orðið,“ segir Hjalti. Að sögn Hjalta munu niðurstöður þessa leiðangurs ekki liggja fyrir fyrr en seint á þessu ári en greining á botnsýnum sé tímafrek og kosti marga mannmánuði. Þó sé unnið að áfangaskýrslu sem skila þurfi til Umhverfissjóðsins snemma á árinu og vonast hann til að verkefnið muni njóta áframhaldandi fjármögnunar. Aðspurður segir Hjalti að vissulega væri gagnlegt að vera með vöktun af þessu tagi víðar um landið. Hún sé hins vegar ákaflega dýr og tímafrek í vinnslu. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur nýlokið sínum fyrsta leiðangri í vöktun á fjarsvæðum laxeldis í Arnarfirði og á svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi. „Í fullkomum heimi hefðum við viljað vera búnir að taka mikið af sýnum í Arnarfirði áður en laxeldi var hafið þar en við erum að byggja upp þekkingu um svæðið; reynslu og gögn til að geta fylgst betur með í framtíðinni,“ segir Hjalti Karlsson, sjávarlíffræðingur og verkefnastjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Hjalti bætir því við að markmiðið með vöktun í Ísafjarðardjúpi sé að ná í grunnstöðu áður en fiskeldi hefst þar. Verkefnið lýtur að því að skoða umhverfisáhrif laxeldis fyrir utan svæðin undir og við laxeldiskvíar sem fyrirtækjunum sjálfum er ætlað að vakta lögum samkvæmt. „Þeim er ekki gert að vakta fjarsvæðin, sem eru þá kílómetra eða lengra frá kvíunum. Í þessu verkefni ætlum við okkur að gera það og vorum í okkar fyrsta leiðangri af þessu tagi,“ segir Hjalti. Hafrannsóknastofnun fékk styrk úr Umhverfssjóði sjókvíaeldis til að hefja verkefnið. „Í þessum fyrsta leiðangri fórum við á ótal staði í nokkurri fjarlægð og mikilli fjarlægð frá eldisstöðvum í Arnarfirði en í Ísafirði á svæðum þar sem menn hafa sýnt áhuga á að hefja eldi og í nágrenni við þau,“ segir Hjalti. Í leiðangrinum voru neðanjarðarmyndavélar settar niður á 23 stöðum í Arnarfirði og á yfir 40 stöðum í Ísafjarðardjúpi auk þess sem sýni voru tekin á hverjum stað. „Úr botngreipum fáum við sýni af botndýrum til greiningar til að átta okkur á stöðunni á lífríkinu og í framhaldinu að geta svo farið aftur á staðina með það fyrir augum að kanna hvort einhverjar breyt- ingar hafa orðið,“ segir Hjalti. Að sögn Hjalta munu niðurstöður þessa leiðangurs ekki liggja fyrir fyrr en seint á þessu ári en greining á botnsýnum sé tímafrek og kosti marga mannmánuði. Þó sé unnið að áfangaskýrslu sem skila þurfi til Umhverfissjóðsins snemma á árinu og vonast hann til að verkefnið muni njóta áframhaldandi fjármögnunar. Aðspurður segir Hjalti að vissulega væri gagnlegt að vera með vöktun af þessu tagi víðar um landið. Hún sé hins vegar ákaflega dýr og tímafrek í vinnslu.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira