Séra Fjölnir óskar loks eftir leyfi fyrir heimagistingu á prestssetrinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. janúar 2019 06:00 Prestsbústaðinn í Holti má enn finna á vef Booking.com þó ekki sé hægt að bóka hann í augnablikinu. Sóknarpresturinn á prestssetrinu Holti í Önundarfirði hefur sent kirkjuráði beiðni um heimild til að framleigja hluta af prestssetrinu í Holti á árinu. Á fundi kirkjuráðs 12. desember síðastliðinn var beiðnin tekin fyrir og samþykkti kirkjuráð að fela framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um málið fyrir næsta fund. Fréttablaðið fjallaði um það í júní síðastliðnum að kirkjuráð hefði snuprað sóknarprestinn, Fjölni Ásbjörnsson, fyrir að reka heimagistingu í prestsbústaðnum og auglýsa hann meðal annars á Booking.com. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið þá að haft hefði verið samband við Fjölni og athygli hans vakin á því að ráðið væri að bíða eftir að hann óskaði eftir þessari heimild. Fréttablaðið greindi sömuleiðis frá því að svo virtist sem bústaðurinn hefði verið leigður út um nokkra hríð þegar málið var tekið fyrir í ráðinu í sumar. Prestar borga ekki mjög háa leigu og ljóst að þegar bústaðir þeirra eru leigðir út til ferðamanna fá þeir allan ávinninginn í eigin vasa. Presturinn hefur enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur annað heimili á Flateyri. Oddur staðfesti sömuleiðis í sumar að engin dæmi væru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum, einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án tilskilinna leyfa. Fróðlegt verður því að sjá hvernig kirkjuráð tekur í beiðni sóknarprestsins í Holti. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Presturinn óskaði eftir viðhaldi á prestsbústaðnum fyrir útleigu Kirkjuráð taldi viðhaldið ekki forgangsmál og synjaði beiðni prestsins í Holti. 23. júní 2018 07:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Sóknarpresturinn á prestssetrinu Holti í Önundarfirði hefur sent kirkjuráði beiðni um heimild til að framleigja hluta af prestssetrinu í Holti á árinu. Á fundi kirkjuráðs 12. desember síðastliðinn var beiðnin tekin fyrir og samþykkti kirkjuráð að fela framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um málið fyrir næsta fund. Fréttablaðið fjallaði um það í júní síðastliðnum að kirkjuráð hefði snuprað sóknarprestinn, Fjölni Ásbjörnsson, fyrir að reka heimagistingu í prestsbústaðnum og auglýsa hann meðal annars á Booking.com. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið þá að haft hefði verið samband við Fjölni og athygli hans vakin á því að ráðið væri að bíða eftir að hann óskaði eftir þessari heimild. Fréttablaðið greindi sömuleiðis frá því að svo virtist sem bústaðurinn hefði verið leigður út um nokkra hríð þegar málið var tekið fyrir í ráðinu í sumar. Prestar borga ekki mjög háa leigu og ljóst að þegar bústaðir þeirra eru leigðir út til ferðamanna fá þeir allan ávinninginn í eigin vasa. Presturinn hefur enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur annað heimili á Flateyri. Oddur staðfesti sömuleiðis í sumar að engin dæmi væru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum, einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án tilskilinna leyfa. Fróðlegt verður því að sjá hvernig kirkjuráð tekur í beiðni sóknarprestsins í Holti.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Presturinn óskaði eftir viðhaldi á prestsbústaðnum fyrir útleigu Kirkjuráð taldi viðhaldið ekki forgangsmál og synjaði beiðni prestsins í Holti. 23. júní 2018 07:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00
Presturinn óskaði eftir viðhaldi á prestsbústaðnum fyrir útleigu Kirkjuráð taldi viðhaldið ekki forgangsmál og synjaði beiðni prestsins í Holti. 23. júní 2018 07:45