Lífsvernd ófæddra er kristin skylda Jón Valur Jensson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Alvarlegasta málið á Alþingi nú er frumvarp heilbrigðisráðherra um fóstureyðingar. Afstaða Þjóðkirkjunnar til málsins birtist í samþykktum Kirkjuþings og Prestastefnu 1987 og 1988 og hefur ekki verið leyst af hólmi með neinni annarri samþykkt kirkjunnar. Hér er einróma samþykkt Kirkjuþings 1987: „Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti. Kirkjuþing skírskotar til frumvarpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið, og frumvarps sem boðað er. Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá veru, að friðhelgi mannlegs lífs sé viðurkennd.“ Í skjölum sama Kirkjuþings árið 1987, þ.e. í greinargerð með ofangreindri samþykkt, segir orðrétt: „Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu.“ Og ekki nóg með það, heldur einnig þetta: „Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að.“ Prestastefna Íslands, sem lauk í Langholtskirkju 24. júní 1988, tók undir þessa ályktun kirkjuþings 1987 varðandi lög um fóstureyðingar. Þessar samþykktir kirkjunnar eru í fullu samræmi við kristna, biblíulega trú frá allt frá upphafi á 1. öld, sem kemur fram m.a. í Didache, ritum postullegu feðranna, kirkjuþinga og kirkjufeðra. Það er augljóst óheillaverk nokkurs löggjafarþings að gera heimildir til fóstureyðinga alfrjálsar af hvaða ástæðu sem er og engri, allt til loka 22. viku, þegar þroski hins ófædda er jafnvel kominn á það stig, að (a) fóstrið hefur haft fullt sársaukaskyn í a.m.k. hálfan mánuð (komið með skynnema um allan líkamann 20 vikna ásamt taugatengingum upp í heila), og (b) dæmi eru um, að 22 vikna fóstur hafi lifað af fæðingu. En hin kristna afstaða er skýr: Engar fóstureyðingar. Sr. Bjarni Karlsson ritar í Bakþönkum Fréttabl. 12. des. um það þegar barn er nýkomið í heiminn: „Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins,“ eins og allir séu „undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna, heldur eru ástvinirnir handa barninu“ (BK), þannig eigum við líka að hugsa um hið ófædda barn, af hlýju og umhyggju fyrst og fremst, eins og kirkjan brýnir okkur til? Naumast bjóða þeir alþingismenn betur, sem vilja árás drápstóla á ófætt barn í móðurkviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Sjá meira
Alvarlegasta málið á Alþingi nú er frumvarp heilbrigðisráðherra um fóstureyðingar. Afstaða Þjóðkirkjunnar til málsins birtist í samþykktum Kirkjuþings og Prestastefnu 1987 og 1988 og hefur ekki verið leyst af hólmi með neinni annarri samþykkt kirkjunnar. Hér er einróma samþykkt Kirkjuþings 1987: „Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti. Kirkjuþing skírskotar til frumvarpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið, og frumvarps sem boðað er. Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá veru, að friðhelgi mannlegs lífs sé viðurkennd.“ Í skjölum sama Kirkjuþings árið 1987, þ.e. í greinargerð með ofangreindri samþykkt, segir orðrétt: „Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu.“ Og ekki nóg með það, heldur einnig þetta: „Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að.“ Prestastefna Íslands, sem lauk í Langholtskirkju 24. júní 1988, tók undir þessa ályktun kirkjuþings 1987 varðandi lög um fóstureyðingar. Þessar samþykktir kirkjunnar eru í fullu samræmi við kristna, biblíulega trú frá allt frá upphafi á 1. öld, sem kemur fram m.a. í Didache, ritum postullegu feðranna, kirkjuþinga og kirkjufeðra. Það er augljóst óheillaverk nokkurs löggjafarþings að gera heimildir til fóstureyðinga alfrjálsar af hvaða ástæðu sem er og engri, allt til loka 22. viku, þegar þroski hins ófædda er jafnvel kominn á það stig, að (a) fóstrið hefur haft fullt sársaukaskyn í a.m.k. hálfan mánuð (komið með skynnema um allan líkamann 20 vikna ásamt taugatengingum upp í heila), og (b) dæmi eru um, að 22 vikna fóstur hafi lifað af fæðingu. En hin kristna afstaða er skýr: Engar fóstureyðingar. Sr. Bjarni Karlsson ritar í Bakþönkum Fréttabl. 12. des. um það þegar barn er nýkomið í heiminn: „Allir fara hljóðlega og allt snýst um þarfir barnsins,“ eins og allir séu „undir valdi hins nýfædda. Getur hugsast að líkt og nýfætt barn er ekki eign foreldra sinna, heldur eru ástvinirnir handa barninu“ (BK), þannig eigum við líka að hugsa um hið ófædda barn, af hlýju og umhyggju fyrst og fremst, eins og kirkjan brýnir okkur til? Naumast bjóða þeir alþingismenn betur, sem vilja árás drápstóla á ófætt barn í móðurkviði.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar