Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, segir að framleiðendur Skaupsins hefðu getað varað við ofbeldi í Skaupinu. Fréttablaðið/daniel Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. „Mér fannst skaupið ótrúlega beitt og var mjög sátt við það. Sátt við hversu mikið var einblínt á gerendur, en ekki þolendur. Það er mjög jákvætt. En ég hef heyrt út undan mér að þetta hafi „triggerað“ fólk því þetta var mjög bein ádeila,“ segir Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið. Talað er um [e. trigger warning] váhrif, eða kveikjur sem kveikja á endurminningum brotaþola um það ofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Í áramótaskaupinu var mikil áhersla á kynferðisbrot og „ár perrans“ en ekki var neins staðar varað við efninu sem þar var sýnt. Anna segir að það sé mikilvægt að umræða fari af stað um slíkar kveikjur. Hún segir að hún fylgist vel með hópum þar sem brotaþolar ræða saman og bæði þar og á Twitter hafi hún séð umræðu um að skaupið hafi „triggerað“ brotaþola. „Þetta var óþægilegt fyrir marga og mér finnst alveg að það eigi að taka tillit til þess, skoða það og vilja gera betur,“ segir Anna. Hún segir að áhrif slíks efnis hafi ólík áhrif á hvern og einn og það sem „triggeri“ einn geti öðrum þótt lítið mál, og öfugt. „Það er líka annað með „triggeringar“ að þegar þú ert með áfallastreitu þá reynirðu að forðast allt sem minnir á viðburðinn, en það er hins vegar ekki gott að gera það endalaust. Það má alveg hafa í huga að við getum ekki farið þannig út í lífið. Það er alltaf eitthvað sem getur „triggerað“ okkur,“ segir Anna Bentína. Hún segir að ef til vill hefðu höfundar Áramótaskaupsins getað verið meðvitaðri og varað við. „Það hefði alveg mátt vera tilkynning að í skaupinu væru atriði sem innihéldu kynferðislegt ofbeldi eða frásagnir eða eitthvað slíkt. Það er mín skoðun,“ segir Anna Bentína. Hún segir að henni sjálfri finnist sjálfsagt að vara við slíku efni en segir að eflaust sé það ekki alltaf gert einfaldlega vegna þess að fólk er ekki nægilega meðvitað um áhrifin sem það geti haft á brotaþola. „En mér fannst þetta ótrúlega beitt skaup því það lýsti veruleikanum, því miður. Hvert einasta ár hefur verið ár perrans hingað til. Þeir fá að vaða uppi endalaust og ekkert gert. En núna er verið að afhjúpa þá og það er kannski bara sem betur fer,“ segir Anna Bentína að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26 Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00 Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. „Mér fannst skaupið ótrúlega beitt og var mjög sátt við það. Sátt við hversu mikið var einblínt á gerendur, en ekki þolendur. Það er mjög jákvætt. En ég hef heyrt út undan mér að þetta hafi „triggerað“ fólk því þetta var mjög bein ádeila,“ segir Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið. Talað er um [e. trigger warning] váhrif, eða kveikjur sem kveikja á endurminningum brotaþola um það ofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Í áramótaskaupinu var mikil áhersla á kynferðisbrot og „ár perrans“ en ekki var neins staðar varað við efninu sem þar var sýnt. Anna segir að það sé mikilvægt að umræða fari af stað um slíkar kveikjur. Hún segir að hún fylgist vel með hópum þar sem brotaþolar ræða saman og bæði þar og á Twitter hafi hún séð umræðu um að skaupið hafi „triggerað“ brotaþola. „Þetta var óþægilegt fyrir marga og mér finnst alveg að það eigi að taka tillit til þess, skoða það og vilja gera betur,“ segir Anna. Hún segir að áhrif slíks efnis hafi ólík áhrif á hvern og einn og það sem „triggeri“ einn geti öðrum þótt lítið mál, og öfugt. „Það er líka annað með „triggeringar“ að þegar þú ert með áfallastreitu þá reynirðu að forðast allt sem minnir á viðburðinn, en það er hins vegar ekki gott að gera það endalaust. Það má alveg hafa í huga að við getum ekki farið þannig út í lífið. Það er alltaf eitthvað sem getur „triggerað“ okkur,“ segir Anna Bentína. Hún segir að ef til vill hefðu höfundar Áramótaskaupsins getað verið meðvitaðri og varað við. „Það hefði alveg mátt vera tilkynning að í skaupinu væru atriði sem innihéldu kynferðislegt ofbeldi eða frásagnir eða eitthvað slíkt. Það er mín skoðun,“ segir Anna Bentína. Hún segir að henni sjálfri finnist sjálfsagt að vara við slíku efni en segir að eflaust sé það ekki alltaf gert einfaldlega vegna þess að fólk er ekki nægilega meðvitað um áhrifin sem það geti haft á brotaþola. „En mér fannst þetta ótrúlega beitt skaup því það lýsti veruleikanum, því miður. Hvert einasta ár hefur verið ár perrans hingað til. Þeir fá að vaða uppi endalaust og ekkert gert. En núna er verið að afhjúpa þá og það er kannski bara sem betur fer,“ segir Anna Bentína að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26 Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00 Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
„Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“ Upptökur af samtali þingmanna á Klaustur Bar koma á óheppilegum tíma fyrir handritshöfunda Skaupsins en stefnt var að því að klára tökur í næstu viku. 30. nóvember 2018 21:26
Veruleikinn þurfti að víkja fyrir skáldskap á Klaustur bar Þetta var skemmtilegt hvernig veruleikinn þurfti að víkja fyrir fyrir skáldskapnum, Skaupinu, segir Jón Bjarki Magnússon blaðamaður. 7. desember 2018 22:00
Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins Atburðarrás síðustu daga mun að öllum líkindum rata í Skaup allra landsmanna í ár. 30. nóvember 2018 17:50