Handboltastrákar sóttu tugi trjáa hjá Vesturbæingum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 19:15 Það var nóg að gera hjá fjórum vinum í fimmta flokki KR í handbolta á þessum síðasta degi jóla en þeir þustu um Vesturbæinn og sóttu jólatré fyrir íbúa. Þá nýttu aðrir daginn í að taka niður jólaskrautið og gerðu sér glaðan dag með álfasöngvum og þrettándabrennum. Í sumum sveitarfélögum sækja starfsmenn þjónustumiðstöðva bæjarins eða skátarnir jólatré íbúa og koma þeim á haugana. Í Reykjavík þurfa íbúar sjálfir að koma trjánum þangað eða leita aðstoðar íþróttafélaganna sem bjóðast nokkur til að sækja trén og farga þeim gegn gjaldi. Strákarnir í fimmta flokki KR í handbolta ákváðu að taka málin í sínar hendur og buðu Vesturbæingum að sækja trén þeirra gegn þúsund króna gjaldi. Þeir skelltu sér í fyrsta leiðangurinn eftir handboltaæfingu í dag en þeir fengu einn pabbann í hópnum til að aðstoða sig. „Við erum að safna, fáum pening fyrir það, því við erum að fara í handboltaferð til Danmerkur næsta sumar til Viborgar,“ segja þeir Snorri, Kári, Flóki og Fjölnir og bæta við að þeir séu mjög spenntir þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þeir fara í keppnisferð. Það var nóg að gera hjá strákunum í dag en fjöldi Vesturbæinga ákvað að nýta þjónustu þeirra. Þeir sjá fram á að ná að safna slatta af pening upp í ferðina. „Sextíu þúsund krónur sem við ætlum að skipta á milli okkar. Það er þúsund kall fyrir hvert tré og við erum að fara ná í sextíu tré,“ segja strákarnir sem eru augljóslega engir byrjendur í stærðfræði. Þeir segjast vel geta hugsað sér að gera þetta aftur á næsta ári. „Já, ef við færum til útlanda.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Það var nóg að gera hjá fjórum vinum í fimmta flokki KR í handbolta á þessum síðasta degi jóla en þeir þustu um Vesturbæinn og sóttu jólatré fyrir íbúa. Þá nýttu aðrir daginn í að taka niður jólaskrautið og gerðu sér glaðan dag með álfasöngvum og þrettándabrennum. Í sumum sveitarfélögum sækja starfsmenn þjónustumiðstöðva bæjarins eða skátarnir jólatré íbúa og koma þeim á haugana. Í Reykjavík þurfa íbúar sjálfir að koma trjánum þangað eða leita aðstoðar íþróttafélaganna sem bjóðast nokkur til að sækja trén og farga þeim gegn gjaldi. Strákarnir í fimmta flokki KR í handbolta ákváðu að taka málin í sínar hendur og buðu Vesturbæingum að sækja trén þeirra gegn þúsund króna gjaldi. Þeir skelltu sér í fyrsta leiðangurinn eftir handboltaæfingu í dag en þeir fengu einn pabbann í hópnum til að aðstoða sig. „Við erum að safna, fáum pening fyrir það, því við erum að fara í handboltaferð til Danmerkur næsta sumar til Viborgar,“ segja þeir Snorri, Kári, Flóki og Fjölnir og bæta við að þeir séu mjög spenntir þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þeir fara í keppnisferð. Það var nóg að gera hjá strákunum í dag en fjöldi Vesturbæinga ákvað að nýta þjónustu þeirra. Þeir sjá fram á að ná að safna slatta af pening upp í ferðina. „Sextíu þúsund krónur sem við ætlum að skipta á milli okkar. Það er þúsund kall fyrir hvert tré og við erum að fara ná í sextíu tré,“ segja strákarnir sem eru augljóslega engir byrjendur í stærðfræði. Þeir segjast vel geta hugsað sér að gera þetta aftur á næsta ári. „Já, ef við færum til útlanda.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira