Orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar skerðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. janúar 2019 20:41 Lögblind kona hefur orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar búsetuskerðingar sem hún hefur mátt þola undanfarin ár. Hún segir Tryggingastofnun verða að bregðast við enda hafi fólk í sömu stöðu og hún fá úrræði. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær liggur nú fyrir að Tryggingastofnun ríkisins hefur ólöglega skert bætur rúmlega þúsund öryrkja á grundvelli búsetu um árabil. Um er að ræða svokallaða búsetuskerðingu sem náð hefur til fólks sem búið hefur tímabundið erlendis og fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. Rósa María Hjörvar er ein þeirra sem hefur mátt þola slíka skerðingu. Hún er lögblind og bjó um árabil í Danmörku áður en hún flutti aftur til Íslands fyrir átta árum. Rósa segir að þegar hún hafi fyrst viljað kannað rétt sinn hjá Tryggingastofnun hafi stofnunin vísað sér til Danmerkur þar sem kom í ljós að hún hafði engan rétt og var henni því vísað aftur til Tryggingastofnunar.Sjá einnig: Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár„Stofnunin metur mig og framkvæmir þessa búsetuskerðingu. Reiknar út eitthvað hlutfall út frá því hvað ég er búin að búa hérna lengi. Þá var ég búin að búa í eitt ár og byrja á að geta fengið bótaupphæð að 11 þúsund krónum. Nú eftir átta ára búsetu á Íslandi er ég komin upp í 18 þúsund krónur á mánuði,“ segir Rósa María. Hún áætlar að bætur hennar án búsetuskerðingar ættu að nema um 240 þúsund krónum á mánuði. „Sem eru auðvitað ekki miklir peningar í sjálfu sér en þó meira en 18 þúsund. Ef ég hefði búið utan EES, ef ég hefði komið frá Bandaríkjunum eða öðru landi sem er ekki undir þessum EES-samningi þá hefði ég átt næstum því fullan rétt hérna.“ Hún segir að fólk í sömu stöðu og hún hafi oftar en ekki fá úrræði. „Það er rosalega erfitt að komast í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og það er mjög mismunandi og mjög lágar upphæðir sem þú færð þar. Svo að hér er hópur sem er algjörlega varnarlaus, sem Tryggingastofnun heldur áfram að beita þessu óréttlæti.“ Ekki fengust viðbrögð frá Tryggingastofnun vegna málsins í dag en í samtali við fréttastofu segir Sigursteinn Másson, stjórnmaður hjá Tryggingastofnun, að hann hafi farið fram á að málið verið tekið upp á stjórnarfundi, sem fram fer á mánudag. Félagsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira
Lögblind kona hefur orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar búsetuskerðingar sem hún hefur mátt þola undanfarin ár. Hún segir Tryggingastofnun verða að bregðast við enda hafi fólk í sömu stöðu og hún fá úrræði. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær liggur nú fyrir að Tryggingastofnun ríkisins hefur ólöglega skert bætur rúmlega þúsund öryrkja á grundvelli búsetu um árabil. Um er að ræða svokallaða búsetuskerðingu sem náð hefur til fólks sem búið hefur tímabundið erlendis og fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. Rósa María Hjörvar er ein þeirra sem hefur mátt þola slíka skerðingu. Hún er lögblind og bjó um árabil í Danmörku áður en hún flutti aftur til Íslands fyrir átta árum. Rósa segir að þegar hún hafi fyrst viljað kannað rétt sinn hjá Tryggingastofnun hafi stofnunin vísað sér til Danmerkur þar sem kom í ljós að hún hafði engan rétt og var henni því vísað aftur til Tryggingastofnunar.Sjá einnig: Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár„Stofnunin metur mig og framkvæmir þessa búsetuskerðingu. Reiknar út eitthvað hlutfall út frá því hvað ég er búin að búa hérna lengi. Þá var ég búin að búa í eitt ár og byrja á að geta fengið bótaupphæð að 11 þúsund krónum. Nú eftir átta ára búsetu á Íslandi er ég komin upp í 18 þúsund krónur á mánuði,“ segir Rósa María. Hún áætlar að bætur hennar án búsetuskerðingar ættu að nema um 240 þúsund krónum á mánuði. „Sem eru auðvitað ekki miklir peningar í sjálfu sér en þó meira en 18 þúsund. Ef ég hefði búið utan EES, ef ég hefði komið frá Bandaríkjunum eða öðru landi sem er ekki undir þessum EES-samningi þá hefði ég átt næstum því fullan rétt hérna.“ Hún segir að fólk í sömu stöðu og hún hafi oftar en ekki fá úrræði. „Það er rosalega erfitt að komast í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og það er mjög mismunandi og mjög lágar upphæðir sem þú færð þar. Svo að hér er hópur sem er algjörlega varnarlaus, sem Tryggingastofnun heldur áfram að beita þessu óréttlæti.“ Ekki fengust viðbrögð frá Tryggingastofnun vegna málsins í dag en í samtali við fréttastofu segir Sigursteinn Másson, stjórnmaður hjá Tryggingastofnun, að hann hafi farið fram á að málið verið tekið upp á stjórnarfundi, sem fram fer á mánudag.
Félagsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira
Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00